Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 5

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 5
Skammtímasamningar 5 Nýir kjarasamningar SÍB Kjarasamningarnir frá 26. nóvember sl. eru gerðir á grundvelli sáttatillögu sátta- nefndar frá 6. nóv., og gilda þeir frá 1. sept. 1981 til 31. maí 1982. Eftirtaldar breytingar eiga sér þó stað á sáttatillög- unni: 1) I stað launatöflu sáttatillögunnar kemur launataíla nr. 88 B frá 1. sept. 1981 með 3.25% hækkun. 2) Grein 1.1.3. í sáttatillögu, sem fjallar um áfangahækkanir á gildistíma sáttatil- lögunnar, fellur niður. 3) Grein 1.1.8. í sáttatillögu, sem fjallar um starfsaldurshækkanir, fellur niður og verður þessi grein óbreytt frá síðustu kjarasamningum, þ. e. eins og verið hefur. 4) Gildistími samninganna verður frá 1. sept. 1981 til 31. maí 1982, í stað þess að sáttatillaga átti að gilda frá 1. nóv. 1981 til 1. maí 1983. 5) Svofelld bókun fylgir samningunum: „Aðilar hafa skipað nefnd til að athuga á næsta samningstímabili launakerfi og röð- un starfsheita í launaflokka, m. a. með til- liti til nýrra starfsheita og breyttra starfa í bönkunum. Æskilegt er að nefndin skili áliti sem fyrst en eigi síðar en 15. apríl 1982.“ Önnur atriði sáttatillögu standa óbreytt og fara þau hér á eftir. Til að glöggva sig betur á breytingum frá samningunum frá 15. des. 1980, er hentugast að bera þessi atriði saman við þann samning, þ. e. rauða kverið. 2.4.3. Starfsfólk, sem eingöngu vinnur einhliða störf, (monoton og mekanísk) og þó einkum á skráningartækjum, (áritun, disklingar o. fl.), skal hljóta reglubundna hvíld frá tækinu, þannig að viðverandi ein- hliða álag sé rofið og tilbreyting fáist. (Var bókun nr. 7). 2.6.6. 10 klst. í stað 9 klst. 4.5.2. Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof skal hann fá óyggjandi upplýs- ingar um, hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu og skal þá aðjafnaði miða við að verðskrá haldist óbreytt. (Flutt úr gr. 4.1.1.). 4.7.3. Komi maður úr öðru starfi án þess að hafa notið áunnins orlofs, þá á hann rétt á launalausu leyfi þar til fullu orlofi er náð. 6. Aðbúnaður og hollustuhættir Um þennan málaflokk fari að lögum nr. 46/1980. 7.5.5. Þegar starfsmaður hefur verið fjarverandi vegna veikinda samfellt leng- ur en svarar til 1 viku vinnuskyldu hans, skal hann auk fastra launa, sem greidd eru skv. gr. 7.5.2.-7.5.4., fá greidda þá yfir- vinnu, sem hann sannanlega hefði unnið og ekki stafar af fjarveru hans. 7.6.3. Engin kona fái lægri heildar- greiðslur í fæðingarorlofi en kveðið er á um í lögum um fæðingarorlof nr. 97/ 1980. (Var bókun nr. 3. Breytt). 10.1.4. Stjórn SÍB og skólanefnd Bankamannaskólans komi sér saman um skiptingu kostnaðar vegna fræðslustarfa skv. gr. 10.1.3. í samræmi við 2. lið í grein I um starfsskipulag skólans og skal hún endurgreiðast árlega, miðað við áramót. (Var bókun nr. 2). 10.1.5. Við undirbúning frekari tölvu- væðingar í bankakerfinu verði hugað vel að þjálfun og endurhæfingu starfsliðs og fái SIB aukið svigrúm til að móta þjálfun- arstarfið í samstarfi við Bankamannaskól- ann. (Var bókun nr. 6). 10.3. Viðbót: Bankarnir ábyrgjast að fé- lagar SIB njóti atvinnuleysisbóta sambæri- legra við annað launafóik, í samræmi við gildandi lög og framkvæmd þeirra á hverj- um tíma. Bótaréttur yrði m. a. háður því skilyrði, að atvinnulaus starfsmaður hefði sannanlega ekki neitað annarri vinnu, sem boðist hefði, sbr. 21. gr. laga um atvinnu- leysistryggingar og túlkun hennar á liðn- um árum. (Bókun nr. 4). 10.3. Niðurlag, þ. e......sambæri- legra við annað launafólk o. s. frv.“ falli brott. 11.1.1. Þegar stöður í 9. til 12. launa^ flokki losna eða eru ákveðnar, skulu þær auglýstar lausar til umsóknar með fjög- urra vikna fyrirvara í viðkomandi banka og tilkynning send skrifstofu SIB. Sama gildir um stöður aðstoðarbankastjóra og aðrar hliðstæðar stöður. Síðari hluti: Formanni starfsmannafélags- ins er heimilt að fá uppgefin nöfn umsækj- enda að liðnum umsóknarfresti nema við- komandi óski nafnleyndar. Sé ekki ráðið í stöðu innan 30 daga, verði hún auglýst á ný. Umsækjendum skal tilkynnt bréflega um niðurstöðu. Heimilt er að víkja frá þessum reglum að fengnu samþykki for- manns viðkomandi starfsmannafélags. 12.1.2. SIB fái aukið svigrúm til þess að fylgjast með undirbúningi að tækni- og tölvuvæðingu með það fyrir augum að sjónarmið bankamanúa til hennar liggi ljós fyrir. (Var bókun 6., síðari hluti). 12.5.2. Starfsmönnum er stranglega bannað að skýra óviðkomandi frá málefn- um bankans, eða nokkru, sem snertir við- skipti einstakra manna, stofnana eða fyrir- tækja við hann. Þagnarskyldan helst, þótt látið sé af starfi. 12.6.1. Stjórnarmenn starfsmannafé- laga og SIB hljóti hæfilegan frítíma á óskertum launum til nauðsynlegrar þátt- töku á fundum, er snerta störf þeirra sem slíkra, og sé slíkt leyfi tekið í fullu samráði við viðkomandi yfirmann, enda valdi það sem minnstri röskun á starfsemi bankans. Trúnaðarmönnum á vinnustað og for- manni starfsmannafélags er heimilt að rækja félagsleg störf sín í vinnutíma og skal honum sköpuð starfsaðstaða með að- gangi að síma og til að ræða einslega við starfsmenn. 12.7. Um lífeyrissjóði 12.7.1. Aðilar eru sammála um að fara fram á það við stjórnir lífeyrissjóða ríkis- bankanna og viðkomandi sjóðfélaga, að við endurskoðun á reglugerðum lífeyris-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.