Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 7

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 7
Hvað er að? 7 úreltar samningaaðferðir, sem lýsa sér fyrst og fremst í því að viðurkenna aldrei rök, sem sett eru fram, heldur þumbast við, og telja best til árangurs að eyða sem mestum tíma í málin. Það lýsir sér t. d. í því að svara aldrei tilboðum eða gagntilboðum, sem á milli aðila berast á samningafundum fyrr en eftir fjórar til átta klukkustundir. Samn- inganefnd bankanna telur sjálfri sér trú um að með þessum biðtíma geti hún haft einhver sálræn áhrif á afstöðu okkar til samningagerðar, sér í hag. Þeir eiga það líka til að draga til baka það sem þeir hafa áður verið búnir að fallast á og reyna að sýna með því að þeir séu harðir samninga- menn. Þetta er allt saman misskilningur hjá fulltrúum í samninganefnd bankanna. Við sjáum í gegnum þessar starfsaðferðir og höfum hvatt þá til að taka upp önnur vinnubrögð. Þeir hins vegar láta ekki segja sér fyrir verkum og beita áfram aðferðum er til- heyra löngu liðinni tíð og þekkjast vart lengur. Viðbrögð bankanna í endurskoð- unarmálinu Þeir sem jafnframt þekkja til kjarasamn- ingagerða aðila fyrir árið 1980, þ. e. 1977 og fyrr, segja að í þessum málum hafi orð- ið miklar breytingar til verri vegar. En það er ekki einungis í eiginlegum kjarasamn- ingaviðræðum, sem samskiptin eru ekki nógu góð, heldur einnig á mörgum öðr- um sviðum, þar sem sameiginlega þarf að vinna að málum. Er það skemmst að minn- ast þegar SÍB á síðasta vetri ætlaði í fyrsta skipti að beita endurskoðunarrétti sínum til leiðréttingar á launum. Beiðni um endurskoðunina var send bönkunum fyrri hluta febrúarmánaðar og þá beðið um viðræður um málið. Síðan leið heill mánuður, án þess að nokkuð heyrðist frá bönkunum, en SIB ítrekaði beiðni sína og var þá fundur haldinn. Þar lagði SIB fram hugmyndir sínar um breyt- ingar, sem þá strax fengu engar undirtekt- ir og var þeim síðan hafnað með bréfi viku síðar, án nokkurra umræðna, sem sam- komulag aðila frá 1977 gerir þó ráð fyrir. Voru þá sex vikur liðnar frá því farið var fram á endurskoðunina. Strax á eftir krafðist SÍB að gerðar- dómur tæki málið til meðferðar, en þá tók ekki betra við. Fyrrnefnt samkomulag frá 1977 gerir nefnilega ráð fyrir að aðilar verði að vera sammála um oddamann dómsins og nú leið tæpur mánuður þar til niðurstaða fékkst um hann. Niðurstaðan í þessu máli var sem sagt sú, að bankarnir létu dæma sig til að leiðrétta laun okkar í efri flokkunum, en gerðu ekkert til að ráða þar bót á sjálfir og reyndu ekkert til að forða aðilum frá því að lenda í þeirri aðstöðu að verða fyrstir með lausa samn- inga á sl. hausti, t. d. með því móti að fara fram á lengri samning, eins og ríkið og BSRB höfðu ákveðið að gera. Tregða og skortur á frumkvæði Menn minnast einnig hvernig farið hefur fyrir því nefndastarfi, sem í samn- ingnum frá 1980 var ákveðið að vinna á samningstímanum og sker sig þar úr nefnd, sem átti að endurskoða starfsheiti og launaflokkakerfið. Það virtist allt vera gert af hálfu bank- anna til að koma í veg fyrir að starf þetta yrði unnið, svo sem með fullyrðingum um að þetta væri nú gott eins og þetta væri, með mikilli tregðu til að mæta til funda, svo og með því að ætlast til að frá okkur kæmu fullmótaðar hugmyndir til breyt- inga. Þeir höfðu ekkert frumkvæði sjálfir. En það er ekki aðeins í þessari nefnd, sem skort hefur á frumkvæði af hálfu bankanna, heldur á mörgum sviðum þar sem mál hafa verið í gangi milli aðila. Það hefur þurft að draga þá til allra athafna, þrátt fyrir að þeir hafi jú samþykkt í kjara- samningi að vinna að málum með okkur. Ráða verður bót á Það er af fleiru að taka, þegar verið er að ræða samskiptaerfiðleika SIB og bank- anna og benda á tilvik, en það sem mestu máli skiptir er, að með einhverjum hætti verði hægt að ráða bót á þessu. Um það eru báðir aðilar sammála og eru bankarnir farnir að gera sér grein fyrir erfiðleikun- um jafnt og við. Námsstyrkur Norræna bankamanna- sambandsins 1982 Norræna bankamannasam- bandið, NBU, samtök starfs- manna banka- og sparisjóða í Danmörku, Finnlandi, á ís- landi, í Noregi og Svíþjóð, auglýsir eftir umsóknum um námsstyrk sambandsins fyrir árið 1982. Upphæð styrksins er 15 þúsund sænskar krónur. Fjöldi styrkþega og hlutur hvers um sig er ekki ákveð- inn, en ræðst af verkefnum þeirra, umfangi og tegund svo og þörf hvers styrkþega fyrir styrk. Námsstyrkurinn er ætlaður til faglegra námsferða til Evrópulanda. Verkefni styrk- þega geta náð til uppbygging- ar stéttarsamtaka banka- manna, stéttarfræðilegrar (faglegrar) menntunar og upplýsingadreifingar, auk faglegra réttinda varðandi kjarasamninga og aðra samn- inga, lög og meðákvörðunar- réttar. Ennfremur til starfs- mannafjölda banka nú og í framtíðinni og ýmissa verk- efna á bankas viðinu. Að lokinni námsferð ber styrkþegum að skila skrif- legri skýrslu til Norræna bankamannasambandsins. Umsóknir ber að senda á þar til gerðum eyðublöðum til Norræna bankamannasam- bandsins, BOX 7375, 103 91. Stockholm, Sverige, í síðasta lagi hinn 28. febrúar 1982. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Sambands ís- lenskra bankamanna, Lauga- vegi 103, Reykjavík.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.