Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 10

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 10
Félag starfsmanna Landsbanka íslands: KONA KJÖRIN TIL rORYSTU í ANNAÐ SKIPTI ■ 53 ÁR Hrafnhildur Sigurðardóttir, formaSur FSLI. Aðalí'undur FSLÍ var lialdinn 26. febrúar 1981. Þegar lýst var úrslitum úr stjórnar- kjöri kom í ljós að í annað skipti í 53ja ára sögu felagsins var kona kjörin til forystu í félaginu, Hrafnhildur B. Sigurðardóttir, fulltrúi í Múlaútibúi. Þá gengu úr stjórn þau Benedikt E. Guðbjartsson, Birgir Jónsson og Asdís Gunnarsdóttir sem öll áttu að baki langt og gifturíkt starf í þágu FSLI. A fyrsta fundi stjórnarinnar skiptu aðrir stjórnarmenn með sér verkum þann- ig: Varaformaður: Jón Ivarsson Ritari: Sigrún Olafsdóttir Gjaldkeri: Inga Kjartansdóttir Meðstj.: Guðbjörg Gísladóttir Margrét Brynjólfsdóttir Björn Sigurðsson. Eitt af fyrstu verkefnum stjórnarinnar var að halda fund með þeim, sem kjörnir höfðu verið til starfa í nefndum á vegum félagsins, svona til skrafs og ráðagerða um starfið komandi starfsár, en á vegum fé- lagsins eru starfandi margar nefndir. Fundir með starfsfólki Þann 16. maí hélt stjórnin fund með starfsfólki LÍ á Norðurlandi (Akureyri, Húsavík og Raufarhöfn), en á stefnuskrá stjórnarinnar hefur verið að halda fundi með starfsfólki utan Reykjavíkur á tveggja ára fresti. Á fundinum gerðu stjórnar- menn grein fyrir starfi stjórnarinnar, kynntu ýmis mál sem brenna brýnt á bankamönnum og einnig kom Björg Árnadóttir, fulltrúi á skrifstofu SÍB og sagði frá uppbyggingu, starfi og tilgangi SÍB. Um kvöldið þágu fundarmenn kvöldverð í boði Landsbanka Islands. Einnig hélt stjórnin svipaðan fund með starfsfólki á Vestljörðum (ísafirði, Bíldu- dal og Tálknafirði), 19. september. Full- trúar frá SIB, sem ætluðu að mæta á fund- inn komust því miður ekki vestur vegna veðurs. Vonar stjórnin að þessir fundir hafi borið einhvern árangur í þá átt, að gera starfsfólki grein fyrir stöðu sinni og réttindum og einnig að vekja fólk til um- hugsunar varðandi stéttarlega stöðu sína. Jafnframt vill stjórnin korna á framfæri þakklæti tii þeirra starfsmanna á Akureyri og Isafirði, er að undirbúningi þessara funda stóðu. Málefni eftirlaunaþega Ýmis mál hafa verið ofarlega á döfinni hjá stjórninni og má þar meðal annars nefna málefnieftirlaunaþega. Hefurverið ákveðið að gefa út handbók fyrir þá, þar sem getið er um réttindi þeirra hjá banka, félagi og eftirlaunasjóði. Einnig hefur verið ákveðið að ráða trúnaðarmann eftir- launaþega í 25% starf til að vera tengiliður milli þeirra og félags, en það hefur oft viljað brenna við, að jafnvel þeir sem hafa starfað í bankanum í fjöldamörg ár, hafa misst öll tengsl við bankann þegar þeir hafa hætt störfum og vill stjórnin reyna að efla tengslin við þetta fólk. Trúnaðarmaður eftirlaunaþega hefur verið ráðin Kristín Pálsdóttir, sem starfað hefur í fjöldamörg ár í innheimtudeild, Aðalbanka, og hefur starfað mikið að fé- lagsmálum innan FSLI, væntir stjórnin mikils af starfi Kristínar og býður hana velkomna til starfa. Hóplíftryggingar Stjórnin hefur gert nýjan samning við líftryggingarfélagið Sjóvá, um hóplíf- tryggingu fyrir starfsmenn, sem hefur það í för með sér að allir starfsmenn sem vinna 50% starf eða meira eru líftryggðir, aðrir en þeir sem ráðnir eru til afleysingar- starfa, sem ætla má að standi skemur en fjóra mánuði. Full trygging er til 50 ára aldurs, en lækkar síðan um 6% á ári og fellur niður um 65 ára aldur. Telur stjórn FSLI mikinn áfanga að ná þessum samn- ingi, en s. 1. tvö ár hefur verið í gangi trygging, með þeim annmarka þó að skila hefur þurft inn umsóknum, og vildi brenna við að þær bærust ekki sem skyldi. Starf nefnda Eins og á undan greinir starfa margar nefndir á vegum félagsins, og skal hér gerð stuttlega grein fyrirstárFi þeirra. Bókasafnsnefnd: I bókasafni FSLÍ eru um 2000 bindi og sér bókasafnsnefnd um varðvfeislu þeirra og stjórnar útlánum. Nokkru fé er varið árlega til bókakaupa, og í sumar hefur verið unnið mikið starf við skrásetningu safnsins. Iþróttanefnd: Á starfsárinu ber hæst heimsókn knattspyrnuliðs frá Scandin- avian Bank Limited í London. Kepptu þeir hér við A og B lið Landsbankans og fór A-lið Landsbankans með sigur af hólmi í spennandi keppni, voru gesdrnir mjög ánægðir með ferðina, og vonast er dl. að þessi samskipti haldi áfram. Svokölluð sexþraut er orðin árviss liður í íþróttastarfi félagsins, en þar keppir starfsfólk í Reykja- vík við starfsfólk á landsbyggðinni. I ár fór keppnin fram á Akureyri og var keppt í knattspyrnu karla og kvenna, handbolta karla, badminton, tennis, á skíðum og í skák, fór landsbyggðin að þessu sinni með sigur af hólmi. I sumar efndi íþróttanefnd til nýstárlegrar getrauna- eða Ijölskyldu- göngu, var hún haldin tvisvar og var geng- ið um Öskjuhlíðina og um Elliðaárdalinn og voru göngurnar mjög vel heppnaðar. Austurbæjarúdbú skoraði á Aðalbanka í knattspyrnu í maí, var leikurinn æsispenn- andi og fór 4:3 fyrir Austurbæjarúdbú. Iþróttanefnd hefur boðið upp á aðstöðu fyrir íþróttaæFingar bæði í badminton og

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.