Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 15

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 15
Noregsför Starfsmannafélag Seðlabanka íslands: KONUR í MIKLUM MEIRI HLUTA í STJÓRNINNI Þá voru einnig fjörugar umræður um fræðslumál, þ. e. bæði almenna fræðslu og sérhæfða menntun svo sem teknik (data- teknik). Hverjir eiga að sjá um menntun bankamanna? Hið almenna skólakerfi eða bankarnir sjálfir? Flestir voru á þeirri skoðun, að lagður skuli skýrt ákveðinn grunnur að fræðslu innan grunnskóla- kerfisins, en hin eiginlega sérhæfing sem fer fram innan banka og stofnana þeirra verði kennd innan þeirra vébanda, þ. e. bankanna. Ljóst er að fræðsla banka- manna á Norðurlöndum er misjafnlega á veg komin og virtist mér í fljótu bragði fræðsla bankamanna í Noregi vera einna lengst komin. Má þar nefna, að í kjara- samningi norskra bankamanna og bank- anna er skýrt tekið fram, að hver starfs- rnaður sem ráðinn er, skuli eiga fullan rétt til að ljúka ákveðnu aðfaranánti áður en hann liefur störf. Var mér þá ósjálfrátt hugsað til þeirra starfsmanna sem hefja störf í bönkum vorum og er oft hugsunar- laust skellt fram í fremstu víglínu (frammi við afgreiðsludisk), berskjölduðum og fá- kunnandi um allterað bankastarfsemi lýt- ur. Margt annað var rætt sem hér verður ekki nánar tíundað. Að lokinni ráðstefnu sem þessari sér maður það norræna sam- starf sem fram fer, eiginlega í allt öðru ljósi en áður, og þann styrk samtaka sem NBU og þeirri miðlun sem það kemur á fram- færi okkur sem öðrum til góða um ókomna framtíð. Nú í september fór hreyfingarleysið að segja til sín. Þá tóku nokkrir á það ráð að stofna til sameiginlegra innkaupa á íþróttabúningum á starfsfólkið, taka á leigu sal og spila badminton. Aðsókn var þvílík að Ieigja þurfti 3 velli til viðbótar þeim 2 sem fyrir voru, svo allir kæmust að sem vildu. Borðtennismenn urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar vistarvera þeirra var tekin undir aðra starfsemi. Nú láta þeirsér nægja að spila bridge í hádeginu með spaða í hendi og kúlurnar í vösunum. S.S.I. hefur svolitla sérstöðu innan bankanna þar sem aðilar þess hafa að- stöðu til félags- og tómstundastarfa í Hamragörðunt, félagsheimili samvinnu- starfsmanna, að Hávallagötu 24, Reykja- vík. Sú aðstaða hefur verið talsvert notuð og ýmis námskeið sótt, svo sem í ræðu- höldum, náttúruskoðun, tungumálum o. fi. Með kveðju, Eva Ómólfsdóttir, fréttaritari. Starfsemi S.F.S. í ár er með líku sniði og verið hefur. Árið hófst með jólatrés- skemmtun og var hún að venju mjög vel sótt bæði af börnum og fullorðnum. Aðalfundur félagsins var haldinn 19. febrúar. Tók þá við stjórn, þar sem konur eru í miklum meirihluta í fyrsta sinn í sögu félagsins. Formaður er Oddrún Jónas- dóttir, varaformaður Arnfríður Ólafs- dóttir, ritari Stefanía Víglundsdóttir, gjaldkeri Jakob Gunnarsson og með- stjórnandi Guðrún Jónsdóttir. í vara- stjórn voru kosnir þeir Alf Petersen og Björn Björgvinsson. Sumarferðalag er orðinn fastur þáttur í félagslífi S.F.S. og í ár var ferðinni heitið inn á miðhálendi eða nánar tiltekið á Hveravelli, þar sem gist var í tvær nætur. Á heimleiðinni var komið við í Kerlingar- fjöllum og skoðuð þar skíðalönd og að- staða til vetraríþrótta. Hópurinn var til- tölulega heppinn með veður og þótti ferðalagið takast mjög vel í alla staði. Þá gekkst starfsmannafélagið fyrir því að farin var dagsferð til að skoða fram- kvæmdir við Hrauneyjarfossvirkjun. Rekstur sumarhúsa S.F.S. er í höndum rekstrarnefndar, sem hefur með höndum mikið starf, því að sumarhús félagsins eru mjög vinsæl, enda eru þau vel í sveit sett og vel búið að gestum þeirra í alla staði. Til að koma til móts við íþróttaáhuga félagsmanna S.F.S. hefur stjórnin tekið á leigu tvo íþróttasali úti í bæ, þar sem blak- æfingar fara fram tvisvar í viku undir handleiðslu harðskeytts þjálfara. Og þrátt Aðalfundur F.S.A. var haldinn 20. febrú- ar s. 1. Flutt var skýrsla stjórnar og Unnur Hauksdóttir endurkjörin sem formaður félagsins og Margrét Sigurðsson sem gjaldkeri. Sigurður Þórðarson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn F.S.A. og var Margrét Birgis kosin í hans stað. Ingibjörg Guðjónsdótdr og Sigríður Jónsdóttir voru kosnar í varastjórn félags- ins. Skemmtinefnd félagsins skipa Sverrir Einarsson, Sigurður Þórðarson og Vil- borg Þórarinsdótdr og hafa þau verið alveg einstaklega dugleg og hafa staðið Oddrún Jónasdóttir, formaSur staifsmanna- félags Seðlabanka Islands. fyrir að íþróttin sé aðallega stunduð af kyrrsetufólki sér til heilsubótar, hefur það heyrst að jafnvel verði sent úrvalslið úr bankanum á öldungablakmót sem haldið verður með hækkandi sól. Starfsmannafélag Seðlabankans hefur undanfarin ár haft samstarf við starfs- ntannafélög Seðlabankanna á Norður- löndum, og eru haldnir sameiginlegir fundir með fulltrúum félaganna annað hvert ár. I ár var fundurinn haldinn í Kaupmannahöfn og sendi S.F.S. tvo full- trúa þangað, þær Oddrúnu Jónasdóttur og Arnfríði Olafsdóttur. Voru mörg mál á dagskrá, sem dæmi má nefna meðákvörð- unarréttur og staða kvenna í bönkunum. Fundurinn samþykkli ályktun sem send var bankastjórnum bankanna. Fulltrúum sem sátu fundinn barsaman um mikilvægi þess að kynnast starfsbræðrum sínum frá öðrum löndum og málum sem efst eru á baugi hverju sinni. fyrir skemmdkvöldum, þorrablód, bíó- ferð og í vorbyrjun var farið í Raufarhóls- helli og leyndardómar Eldborgarhrauns afhjúpaðir. Steingrímur Þórðarson, aðalbókari bankans, átti 30 ára starfsafmæli 1. ágúst s. I. og í dlefni þess færði starfsmannafé- lagið honum plötusafn að gjöf. Karen Kristjánsdóttir og Sigurður Þórðarson fóru á trúnaðarmannanám- skeið sem haldið var á vegum S.Í.B. s. 1. vor, dagana 4.—6. júní. Sumarbústaður bankans var mikið not- aður af starfsmönnum í sumar en því mið- ur var veðrið ekki alltaf upp á það besta. FRÁ STARFSMANNAFELACI ALÞYÐUBANKANS

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.