Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 17

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 17
Norræn samvinna 17 Frá trúnaðarmannanámskeiði NB U í Slagelse. NAMSKEIÐ NBU 1981 FYRIR TRÚNAÐARMENN eru samtals 135 þúsund. Er ekki langur vegur frá hinum almenna bankamanni og til forystu NBU? — Félagsmennirnir 135 þúsund hafa ekki beint samband við NBU, en af þess- um 135 þúsund félagsmönnum eru 13 þúsund trúnaðarmenn, stjórnarmenn svæðasambanda og starfsmannafélaga. Einnig eru 200 stjórnarmenn í aðalstjórn- um sambandanna og starfsmenn í skrif- stofum sambandanna. Það er einkum meðal hinna síðastnefndu, starfsmanna skrifstofanna, sem norræna samvinnan á sér stað. Norræn námskeið — NBU hélt í fyrra tilraunanámskeið fyrir trúnaðarmenn og annað námskeið sömu tegundar var haldið í ágúst á þessu ári. Verður framhald á þessum nám- skeiðum? — Það er margt að gerast innan NBU, og því var talin mikil þörf fyrir þessi nám- skeið. Þau tókust með ágætum og það er skoðun mín að NBU eigi áfram að gangast fyrir slíkum námskeiðum. — Jafnvel þótt við Norðurlandabúar skiljum ekki alltaf hverjir aðra? — Já, þarna minnist þú á vandamál. Eftir trúnaðarmannanámskeiðið í Slagelse í sumar ræddum við þetta vandamál, en við erum sammála um að það sé nokkuð sem við verðum að sætta okkur við. Líka kemur í ljós, að eftir að námskeið sem þetta er hafið, þá eykst skilningur þátttak- enda. Mörg orð eru erfið, bæði á dönsku, sænsku og norsku, að ekki sé minnst á íslensku og finnsku, og mismunandi orð notuð yfir sömu hugtökin. Til að auðvelda félögunum skilninginn hefur NBU á síð- ustu árum unnið að gerð orðalista. I hvert skipti sem haldið er námskeið, ráðstefna eða fundur, þá aukum við við listann. Samvinnan þarf að aukast — Er samvinna bankamanna á Norður- löndum nægileg? — Nei. Norrænu bankamannasam- böndin, að Sambandi íslenskra banka- manna undanskildu, eru aðilar að FIET, Alþjóðasamtökum skrifstofufólks. í því samstarfi geta Norðurlönd komið fram sem ein heild, þar sem við meðal annars getum haft áhrif á þróun tæknivæðingar- innar og aukið ítök starfsmanna á þeim vettvangi. Jafnframt verðum við að eiga þátt í menntun fólks í þróunarlöndunum, þannig að fólki í ríku og fátæku löndunum verði ekki ^tillt upp hverju gegn öðru. Loks má ekki gleyma því, að aukin al- þjóðahyggja innan bankakerfis heimsins gerir alþjóðlega samvinnu, og þar á meðal norræna samvinnu, æ nauðsynlegri. Námskeið fyrir trúnaðarmenn á vegum Norræna bankamannasambandsins var haldið í Slagelse í Danmörku dagana 31. ágúst til 4. september síðasdiðinn. Þetta var í annað skipti sem NBU stóð fyrir slíku námskeiði. Fræðslunefnd NBU sá um undirbúning og framkvæmd námskeiðs- ins. Þátttakendur voru 36 frá Danmörk, Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi og Islandi. Frá Is- landi voru 2 sem tóku þátt í námskeiðinu, Oddrún Jónasdóttir Seðlabanka Islands og Guðbjörg Gísladóttir Landsbanka Is- lands. Benedikt Guðbjartsson Lands- banka Islands sem er í fræðslunefnd NBU var í námskeiðsstjórn. Aður en haldið var til Danmerkur feng- um við að velja tvö verkefni af þremur sem voru aðalverkefni námskeiðsins. Verkefn- in voru þessi: I. Vinnuumhverfiogvinnuöryggi. II. Fræðileg og fagleg fræðsla (þ. e. al- menn bankamenntun og fræðsla trún- aðarmanna) III. Tækniþróun. Kynning var á NBU, Norðurlandaráði og Norræna vinnumálasambandinu, síðan var umræða um norræna samvinnu. Einnig var tekið fyrir efnið: Hlutverk og staða trúnaðarmanna. Öll þessi verkefni voru unnin í hóp- vinnu. Sýndar voru kvikmyndir fyrir hóp- ana, sem ræddu vinnuöryggi og tækniþró- un. Eftir hverja hópvinnu komu allir hóp- arnir saman og skiluðu niðurstöðum. Þó talin hafi verið upp nokkur atriði sem þarna voru rædd, er það alls ekki tæmandi fyrir þær umræður sem áttu sér stað. Síðast en ekki síst er rétt að benda á þau gagnlegu skoðanaskipti sem eiga sér stað á svona námskeiði. NBU á þakkir skilið fyrir gott námskeið. Guðbjörg Gisladóttir Landsbanka Islands.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.