Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 19
Helgi Hólm, gjaldkeri SÍB: Athyglisverð vinnu- brögS á þingi norskra bankamanna Félagsmál mannafélag við sinn banka. Störf stjórnar starfsmannafélaga ráðast því mjög af því samkomulagi sem náðst hefur um með- ákvörðunarrétt. Formenn starfsmannafélaga allra banka í Gautaborg hittast einu sinni í mán- uði og ræða sameiginleg vandamál. Trúnaðarmenn eru aðaltengiliður stjórnar við félagsmenn og er þeirra starf álitið mjög mikilvægt. Þeirra verksvið er ekki einungis að glíma við þau vandamál sem upp koma heldur líka að efla hinn félagslega áhuga. Trúnaðarmenn halda fundi nteð starfsmönnum um ýmis mál- efni eins og tæknivæðingu, jafnréttismál og meðákvörðunarrétt. Sænska bankamannasambandið sér um alla fræðslu trúnaðarmanna og stjórnar- meðlima. Aðaluppbyggingí þeirri fræðslu eru 3 námskeið sem standa í 5 daga hvert. Lögð er áhersla á að nýr trúnaðarmaður sé kosinn þrent mánuðum áður en hann tek- ur við starfinu, svo að tími gef'ist til að upplýsa hann um starfið. Sbmf semur um laun og kjör sænskra bankamanna í rammasamningi. Eru það lágmarkslaun. Síðan semur hvert starfs- mannafélag við sinn banka um sérkröfur og hærri laun til félagsmanna. Algengt er að samið sé um svokallaðan pott. Pottur- inn er 1,5% til 2% af heildarlaunakostnaði bankans á ári. Stjórn hvers starfsmannafé- lags ákveður síðan hámarks- og lágmarks- greiðslur til þeirra starfsmanna sem fá greiðslu úr pottinum (t. d. hámark 4.500.00 lágmark 2.500.00 skr.) Síðan er ákveðið hvað hver deild fær til skiptanna. Deildarstjóri og trúnaðarmaður ákveða í sameiningu hverjir fái launahækkun. Ef um ágreining er að ræða fer málið til stjórnar starfsmannafélagsins. Algengt er að V2 hluti starfsmanna úr hverri deild fái launahækkun með þessum hætti. Þegar starfsmaður fær greiðslu úr þessum potti hækka einnig mánaðarlaun hans þannig: í upphæðinasem hann fær, t. d. 4.000.00er deilt með 12 33.00 og hækka þá laun hans sem því nemur. Starfsmenn líta á greiðslur úr þessum potti sem viðurkenn- ingu fyrir vel unnin störf. Stjórnir starfsmannafélaga danskra og sænskra bankamanna vinna að mörgum málefnum og að segja nánar frá þeim öll- um, er ekki hægt í grein sem þessari. Eg hef hér stiklað á stóru ogsagt frá því helsta sem vakti athygli mína, en vil að lokum þakka þeim fjölmörgu innlendu og er- lendu aðilum sem gerðu þessa för mjög árangursríka að mínu mati ogánægjulega. Inga Kjartansdóttir, Landsbanka Islands. Dagana 6.-9. maí s. 1. var undirritaður gestur á þingi NBF sem að þessu sinni var haldið við Loen. Loen er lítill bær í Sogn- héraði og er þar mikil náttúrufegurð. Staður þessi er eftirsóttur af ferðamönn- um enda mjög margt sem gleðuraugað. Landsþing þetta var hið 29. í röðinni og voru mættir 200 fulltrúar frá 42 svæða- samböndum. Auk þess er stjórnin með 13 fulltrúa. Með starfsmönnum sambandsins og gestum, voru alls um 300 manns við- staddir þetta landsþing. Stjórn NBF lagði fram skýrslu sína fyrir starfsárið ásamt reikningum. Einnig lagði stjórnin fram kostnaðaráætlanir og stefnuskrá fyrir næstu tvö ár. Þar fyrir utan voru lagðar fram á þinginu 42 tillög- ur frá stjórn og svæðasamböndum. Skýrsla stjórnarinnar var mjög ýtarleg. Ekki er liægt í þessari stuttu grein að segja frá nema broti af þeim málum sem hún fjallaði um, en mig langar að drepa niður í kaflann um samningamál. Samningurinn tók gildi 1. maí 1980 og gildir til 30. apríl 1982. Launahækkun nam 10.5% ásamt láglaunahækkun frá 1. okt. Á miðju tíma- bilinu skulu fara fram viðræður um launa- lið samningsins og skal þá taka tillit til efnahagsástandsins og spá um seinni hluta samningstímans, ásamt þróun launa og verðlags fyrra tímabilið. (Þessar umræður stóðu einmitt yfir, bæði fyrir og eftir lands- þingið. Höfðu bankamenn farið fram á 10% hækkun en vinnuveitendur höfðu boðið 3%. Síðan hækkaði það tilboð veru- lega.) Onnur atriði samnings sem breyttust voru m. a.: Samningsbundin desember- uppbót — hálf mánaðarlaun. Breytingar á launastiganum. Ákvæði um meðákvörð- unarrétt. Tölvusamningur. Breytingar á vinnutíma. Eitt af því sem um samdist var nokkurs konar starfsmat. Ymis störf vorú endurmetin og hlutu þeir sem þau unnu nokkra launahækkun í áföngum. Þá var mikið nánara kveðið á um frítíma fyrir trúnaðarmenn til að sinna skyldustörfum í þágu starfsfólksins svo og til að sækja nám- skeið og fundi. Margt annað breyttist í 19 þessum samningi en þessi upptalning verður að duga. Athyglisvert er, hversu höfuðatriði þessa samnings svipar til okk- ar samninga. Athyglisvert var, hversu vel þingstörf gengu fyrir sig. Þingfulltrúar höfðu allir fengið send þinggögn nokkru fyrir þing, þannig að þeir voru vel undirbúnir til að ræða um hin ýmsu mál. Umræður voru

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.