Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 4
4 FRAIIPPHAFI OGTIL ÞESSA DAGS TEXTI: BJORN TRYGGVASON BANKAMANNASKÓLINN Hann hóf starf haustið 1959. Skóla- nefndin ákvað á sl. ári að minnast 25 ára starfs skólans með útgáfu Bankablaðs, er hér kemur fram. Óhætt er að fullyrða, að frá upphafi og til þessa dags hafi það vakað fyrir stjórn- endum skólans að gera verulegt átak í fræðslumálum bankamanna. Hefur og jafnan ríkt góður skilningur á því hjá stjórnum bankanna að standa myndar- lega að skólanum, en þeir hafa staðið undir öllum kostnaði og kennslan yfir- leitt farið fram í vinnutíma starfsmanna. Mun óhætt að fullyrða, að starfið hafi verið allbærilegt og skólinn stuðlað að betri hæfni bankanranna og hann jafn- framt verið mjög jákvæður félagslegur vettvangur, enda studdur einarðlega frá upphafi af samtökum þeirra með nauð- synlegri aðild Sambands ísl. banka- manna. Vaxandi samkeppni banka, auknar kröfur um hæfni og alhliða yfirsýn starfsmanna, möguleiki á því, að erlend- ir bankar setji upp umboðsskrifstofur hér Björn Tryggvason, aöstoðarbankastjóri Seðlabank- ans og formaður skólanefndar Bankamannaskólans. á landi og margt tleira kallar á víðtækari og sérstaka fræðslu, sem hið almenna skólakerfi getur ekki látið í té. Skólinn má þó ekki vera afsökun til að vanrækja kennslu innan bankanna sjálfra. Hitt er annað mál, að bankarnir og þá er átt við sparisjóðina líka, sem nú hafa góða aðild að skólanum, verða að styðja áfram við æskilega sameiginlega byrjendakennslu og námskeiðahald og aðra fræðslu fyrir reyndari bankamenn. Erenginn bilbugur innan stofnananna um þessi markmið. Hér er lagður nokkur skerfur í banka- söguna, rætt um markmið og leiðir um leið og áfanga er rninnst. TEXTI: HEIMIK HANNESSON BANKATRAUST OG BANKAMENNTIIN Hinum ýmsu táknmyndum, sem prýða forsíðu þessa blaðs að þessu sinni, er ætlað að minna á tengsl banka og at- vinnulífs, nýrra atvinnuvega í mótun þar sem bankinn gegnir miklu hlutverki og vekja okkur til umhugsunar unr þá fram- tíðarsýn er við blasir. Yfirgnæfandi hluti íslendinga á skipti við banka með beinum eða óbeinum hætti í vel flestum vikum ársins ef ekki oftar. Svo ríkur þáttur er bankastarfsem- in þegar orðin í þjóðfélaginu. bar skiptir ekki máli, hvort það eru stórfyrirtækin með sín viðskipti eða hinn almenni við- skiptamaður með gíróseðil eða spari- sjóðsbók. Eitt er þó öllum þessum við- skiptum sameiginlegt hvort sem þau eru stór eða smá. Ef þau eru ekki byggð á gagnkvæmu trausti verður ekki á þeim framhald. í öllurn skiptum verða menn að geta treyst banka og það er ánægjuleg staðreynd, að það traust er ekki dregið í efa af nokkrum þó að stundum blási mis- jafnlega um bankakerfið og stjórnendur þess. Og það er eins með traustið eins og margrædda sögu um styrkleika keðjunn- ar og hlekkjanna, að því aðeins hefur það fullt gildi, að það nái til allra þátta í bankastarfseminni, jafnt stjórnenda sem annarra starfsmanna. Það er e.t.v. mót- sagnakennt, að nú, þegar ný tækni ryður sér til rúms og sjálfvirkar færslur eru sívaxandi þáttur í bankaviðskiptum, að einmitt nú er e.t.v. enn meiri þörf á því en áður, að bankatraustið haldist, að maðurinn týnist ekki á bak við alla nýju tæknina. Og hér hlýtur menntunin að korna til skjalanna meira en nokkuð annað. Á þeim tímamótum, sem nú er minnzt, hlýtur það að vera umhugsunar- efni, að ein helzta forsenda þess, að ís- lenzka bankakerfið geti mætt þeim kröfum, sem þjóðfélagið setur til þess, er sú, að þjálfun og menntun banka- manna haldist ætíð í hendur við þá hröðu þróun, sem sýnilega er á ferðinni annars staðar í þjóðfélaginu. Að þessu leyti hljóta menntun og áframhaldandi traust að fara saman. Annars staðar í blaðinu koma fram ýmsar skoðanir á því, hvern- ig heppilegast þykir að standa að mennt- un og starfsþjálfun bankamanna. Ekki skal lagt mat á þær leiðir, sem þar eru ræddar, en vakin athygli á því, að sýni- legt er, að aukin verkaskipting er fram- undan, aukin samkeppni kallar smám saman á endurmat þeirrar framkvæmdar, sem þróast hefur í aldarfjórðung. Rétt þykir þó að láta í ljós þá von, aldrei verði áherzlan lögð svo mikil á að sérhæf- inguna, að grundvallaratriðin gleymist þegar kennslan í viðmótinu hefst af full- um krafti. Því aðeins helzt bankatraustið og því aðeins þjóna bankarnir atvinnulíf- inu og hverjum og einum viðskipta- manna, að á tímum vaxandi rótleysis og dægurhyggju glati menn ekki sjónar á grundvallaratriðum íslenzks þjóðfélags, forsendum efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar, sögu hennar og menningu, og að á tímamótum skilji menn þau bönd, senr tengja fortíð og nútíð við framtíð. Skilji menn þetta verða næstu 25 ár farsæl fyrir jafnt bankakerfið sem viðskiptamenn þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.