Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 8

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 8
8 Frá skólanefndarfundi Bankamannaskólans. Talið E. Guðbjartsson, Þór Gunnarsson, Ari F. Guð- frá vinstri; Björn Tryggvason, Sigurður Geirsson, mundsson, Þorsteinn Magnússon. Þess ber að Snæþór Aðalsteinsson, Hannes Pálsson, Benedikt geta, að Guðmundur Eiríksson var fjarverandi. TIIITUGU 06 FIMM ARASAGA íslenska bankakerfið er tiltölulega ungt, um 100 ára, og helmingur bankanna er yngri en 25 ára. Hömlur hafa verið tölu- verðar á bankastarfseminni og miðstýr- ing ríkisbanka áberandi, en síðustu tvo áratugina hefur hlutur einkabanka í hlutafélagaformi aukist. Nú nýverið var samþykkt á Alþingi ný löggjöf um næst- um alla bankastarfsemi í landinu, þar sem enn er aukið á frjálsræði og sveigj- anleika. Þróunin virðist vera sú að sörnu reglur gildi um ríkisbanka og einkabanka og sparisjóði. Slíkt leiðir til aukinnar samkeppni og gerir meiri kröfur til hvers banka um sjálfstæði og frumkvæði. Óvíða er bankarekstur svo fyrirferð- armikill í efnahagslífinu sem á íslandi, en skýringar þess eru m.a. mikil verð- bólga, góð efnahagsafkoma og mjög mikil uppbygging og framkvæmdir. Bankakerfið skipar hér nokkuð annan sess en víða erlendis, og gegnir að sumu leyti víðtækara hlutverki. Hvergi eru tékkar notaðir svo mjög sem hér, og nú á síðari árum greiðslukort. Um 3% af mannafla þjóðarinnar starfar við banka- og fjármálastofnanir, en í nágrannalönd- um okkar er þetta hlutfall frá 2% upp í 2,5%. Um 3.500 manns starfa hjá lána- stofnunum og þjónustufyrirtækjum þeirra. SAGA BANKAMANNASKÓLANS Skólinn hóf störf árið 1959 með nýliða- námskeiðum, og hélt slík námskeið a.m.k. einu sinni á ári lengi vel. Aðstæð- ur voru þá erfiðar, og kennsla fór fram í afgreiðslusölum eða matstofum bank- anna eftir vinnutíma. Um 1965 fór að gæta fjölbreytni í starfi skólans, með ráðstefnuhaldi, sérnámskeiðum og um- ræðufundum. Skólinn flutti þá í nýtt húsnæði. Enn jókst skólastarfið þegar ráðinn var fastur skólastjóri í fullt starf 1978. Framhaldsnám var tekið upp 1980 nýliðanámið endurskipulagt og sérnám- skeiðum fjölgað. Skólinn heldur um þessar mundir upp á aldarfjórðungsaf- mæli sitt. Nú starfar skólinn -á þrennum vett- vangi, þ.e. með nýliðanámi, sémám- skeiðum og framhaldsnámi, sem nánar verður skýrt hér síðar. SKÓLANEFNP Skólinn er undir sameiginlegri stjóm bankanna, sparisjóða og Sambands ís- lenskra bankamanna. Viðskiptabankarn- ir tilnefna fjóra fulltrúa í skólanefnd, Seðlabankinn og Samband sparisjóða einn fulltrúa hvor og SÍB tvo fulltrúa. í skólanefnd eiga því sæti 8 fulltrúar. HUSNÆPI SKÓLANS Árið 1965 fékk skólinn aðstöðu fyrir starfsemi sína að Laugavegi 103 í hús- næði sem SÍB eignaðist þá. Þar eru tvær kennslustofur og tvö skrifstofuherbergi. Húsnæði þetta er í fullri notkun frá hausti fram á vor, þó aðallega tvær fyrstu stundirnar á morgninum, en minna síð- degis. Þegar mest er umleikis, þarf skól- inn að fá inni með ákveðin námskeið annars staðar. Auk þess sækja sumir nemendur tíma hjá kennslustofnunum úti í bæ, t.d. í vélritunar- og í hluta af tölvu- námi skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.