Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 14

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 14
14 breyst þannig að lenging skólatímans hefur átt sér stað á þessu tímabili um 2 eða 3 ár. Mér er það minnisstætt, að fyrir 25 árum var það markmið samtaka bankamanna, að inn í bankana yrðu valdir menn með einhverja skólagöngu og þá helst miðað við stúdentspróf eða Verzlunarskólapróf. Nú er þetta orðið ákaflega algengt. Spurningin er bara sú í dag, hvort við höfum rétta ímynd af bankamanninum; hvort það sé þessi ímynd frekar en launin, svo ég svari að- eins því, sem Hinrik var að minnast á hér áðan sem veldur því, að fólk sækir frekar önnur störf. Ef borin eru saman laun hjá bankamönnum og opinberum starfs- mönnum, þá hallast ekki á bankamenn þar. Ég held að best sé, að menn hafi þetta í huga. En ef við höldum aðeins áfram að ræða um Bankamannaskólann, þá er hann í svipuðu formi og hann hefur verið, og ég held að sem slíkur eigi hann eftir að þjóna okkur. Það er verið að tala um að við stöndum á tímamótum vegna þess að það er verið að taka upp nýtt bókhaldsfyrirkomulag í flestum bönkum; þessa svokallaða tölvuvæð- ingu. Ef við athugum hvað þarna er að gerast, þá er verið að breyta um bók- haldstækni, þannig að það ætti kannski að vera auðveldara að vinna í banka, a.m.k. gæti maður ímyndað sér það. En ég held, að bankastarfið eigi ekki eftirað breytast mjög mikið þrátt fyrir það. Helgi Hólm, framkvæmdastjóri SlB. HELGI: Ég verð að segja, að Banka- mannaskólinn hefur á síðasta ári staðið sig mjög vel í fræðslu varðandi beinlínu- væðinguna og sýnt að hann er fær um að taka að sér verkefni, fái hann aðstöðu til þess. Áður en yfir lýkur mun allt starfs- fólk bankanna hér á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í gegnum námskeið þar. Varð- andi það, hvað framtíðin ber í skauti sér, þá held ég að byrjendafræðsla muni fær- ast meira inn í bankana, og ef við berum saman reynslu hinna Norðurlanda- þjóðanna við okkar, þá er t.d. hjá norsk- um bankamönnum sérstök 2ja ára grunn- fræðsla, sem fer fram í bönkunum sjálfum. Síðan tekur þeirra bankamanna- skóli við og heldur uppi framhalds- menntun. Ég held að það sé eitthvað í líkingu við þetta, sem Bankamannaskól- inn muni stefna inn á. Það er nauðsyn- legt að ella skólann mjög mikið, ef hann á að vera fær um að sinna sínu hlutverki á næstu árum, t.d. með sérhæfðara starfsfólki. Við höfum náttúrlega stefnt að því lengi að reyna að stækka húsnæði hans og það þarf að gerast, til þess að sú endurnýjun sem mun eiga sér stað í menntun bankamanna, verði innanfrá, þ.e.a.s. að það starfsfólk, sem núna starfar í bönkunum, menntist og endur- hæfist vegna tæknibreytingar. Annars munu bankamenn sem eru starfandi í dag flosna úr störfum, vegna þess að þeir ráða ekki við þá tækni sem bankarnir taka upp. Þá verður niðurstaðan sú, að nýtt fólk, ungt, menntað fólk verður ráð- ið í bankana en eldra starfsfólkið hverfur. Þess vegna held ég að hlutverk Bankamannaskólans og mikilvægi sé jafnmikið í dag og það var þegar hann var stofnaður fyrir 25 árum síðan. ÞÓRÐUR: Ég held að þessi byrjenda- fræðsla eða nýliðanámskeið, sem eru byggð upp á svipaðan hátt og gilda fyrir alla bankana, eigi að vera í Banka- mannaskólanum. Það væri frekar þessi sérhæfðu námskeið, sem hver og einn banki mundi mennta sitt fólk í. Gagnvart þeirri tæknivæðingu, sem á kannski eftir að gjörbylta menntun í bankastarfinu, þá er það Ifka annað atriði sem ég held, að sé mikilvægt að mennta fólk í, en það er aö það breytist hvernig fólk á að koma fram við viðskiptamanninn; þ.e.a.s. sal- an á vörunni yfir borðið. Bankarnir starfa á svipuðum markaði og í framtíð- inni koma þeir til með að búa yfir sömu tækni; þeir selja sömu vöru, þannig að það er fyrst og fremst framkoman gagn- vart viðskiptamanninum sem ræður úr- slituni um hvert hann fer. Það er einmitt í þessum þætti sem verður að auka mennt- un og ég tel að hún verði ekki fyrir hendi í Bankamannaskólanum, heldur verði hver og einn banki að kaupa þessa menntun og þá frá öðrum. HEIMIR: Hér hefur ýmislegt komið fram í þá veru, að líklegt sé, að farvegur bankamenntunar sé að ýmsu leyti að breytast og sé að færast í auknum mæli inn í bankana sjálfa. Hver er ykkar skoðun? BJÖRN: Ég vil benda á að skólinn hefur byggt talsvert á bankareynslu og „perspektívi" frá gömlu ríkisbönkunum og við höfum í reynd verið með alhliða uppeldisaðgerðir fyrir ört vaxandi bankakerfi. Það er t.d. staðreynd, að ríkisbankamir hafa lagt mikið til af kennslukraftinum og við höfum í vax- andi mæli tekið á okkur að ala upp frjálsa bankakerfið og sparisjóðina. Þessu hafa menn löngu tekið eftir og þess vegna hefur gætt mikillar tregðu t.d. í Lands- bankanum til að ala upp samkeppnisað- ila. Nú er þetta stéttarmál. Bankamir eru bundnir kjarasamningslega við stéttar- samtökin um að reka myndarlegan Hringborðsumræður. Talið frá vinstri; Helgi Hólrn, Hinrik Greipsson, Hannes Pálsson, Sveinn Skúlason, Þórður Sverrisson, Heimir Hannesson, Björn Tryggvason. bankaskóla og ætlunin er að gera það, meðan allir eru sammála um að þörfin sé mikil. Við tölum mikið urn tímamót hér. Við höfum lifað við gífurlega aukningu á starfsfólki. Skólinn hefur reynt að skapa kennsluvettvang fyrir mjög mikinn fjölda fólks, sem hefur bæst við bank- ana. Samtímis því stóreykst starfsvett- vangur bankanna; ekki bara að þeim fjölgi heldur hefur líka sjálft starfið í bönkunuin stóraukist. Það er varla seldur svo stóll að ekki sé gefinn út víxill. Samhliða þessu er farið að gera alhliða kröfur til starfsfólks, sem þið voruð að tala um áðan, þannig að hver og einn starfsmaður í afgreiðslu þarf eiginlega að þekkja allar hliðar starfsins; sérstaklega þeir sem eru í gjaldkerastúkunni. Ég vil benda á að bankamir, og gömlu bank- arnir sérstaklega, voru í vissum skilningi nokkuð almenn uppeldisstöð fyrir við- skiptalífið og við höfum misst gríðarlega mikið af fólki út í atvinnulífið. Bankamir hafa kannski leitt heildsalastéttina og viðskipti almennt í landinu á löngum tíma. Við sjáum á eftir mörgum kolleg- um, tugum og hundruðum, sem hafa far- ið út í atvinnulífið. Fyrir utan það verð ég að segja fyrir sjálfan mig, að ég kenndi við skólann í 10-20 ár. Mér þótti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.