Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 15

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 15
15 gott að standa fyrir framan 30-40 rnanns. Það er líka góð uppeldisaðferð fyrir eldri menn (starfsfólk) að spreyta sig á að kenna. Bankaskólinn hefur líka verið félagslegur vettvangur og mikil- vægur stéttarlega. Við hittum samstarfs- menn utan af landi á haust- og vomám- skeiðum, og fólk kemur utan af landi til að sækja kennslu hérna í Reykjavík. Sveinn Skúlason, forstööumaður rekstrarsviðs Iðnaðarbankanas. SVEINN: Ég tek það fram, að þegar ég sagði áðan að þetta mundi fara þannig að skólinn þyrfti að aðlaga sig meira með stuttu námskeiðafyrirkomulagi, þá átti ég ekki við að bankarnir myndu sækja þessa fræðslu annað, heldur að núna þurfi skólinn að aðlaga sig þeim þörfum, sem skapast. Stutt námskeið eins og t.d. Stjórnunarfélagið er með eru ákjósanleg og hægt að fá slík námskeið frá sér- fræðingum á hinum ýmsu sviðum. Varð- andi framkomuna er ljóst að við erum að selja ákveðna vöru. Ég held að í framtíð- inni muni vöxtur og viðgangur hinna ýmsu banka ekki vinnast á þessu gífur- lega auglýsingastríði um vexti. Það sem kemur til með að skipta sköpunt í fram- tíðinni er hvernig tekið er á móti fólki í bankanum. Fólkið kemur í bankann til að leita eftir þjónustu og kemur til með að fara þangað sem því finnst viðmótið best og starfsfólkið hæfast, og þar sem það getur leitað til einhvers eins starfsmanns, sem getur gefið víðtækastar upplýsingar. Ég hef verið að lesa mikið af erlendum gögnum síðan ég byrjaði og þetta er á prjónunum víða erlendis. Þar hefur þróunin verið sú, að bankarnir hafa ráðgjafa í sinni þjónustu, sem búa yfir og miðla mjög víðtækum upplýsingum og kunnáttu í bankamálum og verð- bréfamálum og um hlutabréfamarkað- inn. Hér þarf fólk að geta gengið að ein- hverjum ákveðnum aðila í afgreiðslunni og fengið mjög alhliða upplýsingar, en á ekki að þurfa að fara á milli margra að- ila. Þannig held ég að störf bankamanna eigi eftir að breytast mikið, að það verði gerðar meiri kröfur til þeirra sem eru í af- greiðslunni og þá trúlega hækka laun um leið. Mér finnst að skólinn eigi einmitt að aðlaga sig þessum breytingum í þjóð- félaginu. Ég hef heyrt að sumir telji að Iðnaðarbankinn hafi ekki nýtt Banka- mannaskólann eins og hann hefði átt að gera. En skýringin er m.a. sú, að síðustu árin hefur verið lögð áhersla á að fá til starfa inn í bankana nýtt fólk úr skólum eins og t.d. Verzlunarskólanum og Sam- vinnuskólanum; fólk sem hefur ákveðna grunnmenntun. Þetta eru góðir skólar, sem leggja mikla áherslu á tölvukennslu. Eftir 6 mánuði er kannski tími til kominn að senda nýja starfsmenn á nýliðanám- skeið, en þá hefur það einnig verið skoð- un manna, að það sé ekki síðra fyrir bankann að þessir starfsmenn færðust á milli deilda inni í bankanum og fengju sína menntun þar, þannig að bankinn missi þá ekki alltaf í burtu ákveðinn tíma á hverjum degi og yfirvinna og kostnaður ykist á móti. Þessum starfs- mönnum er hins vegar hægt að veita þjónustu eða kennslu í stuttum nám- skeiðum, sem Bankamannaskólinn byði upp á og bankarnir geta valið. Hannes Pálsson, aðstoðarbankastjóri og skóla- nefndarmaður. HANNES: Ég vil aðeins undirstrika, að þá menntun sem bankamenn fá, fá þeir fyrst og fremst í vinnunni og að skólinn er hjálpartæki. En áður en skólinn kom var það reglan að menn lærðu sitt fag í bankanum. Ég held að þessi byrjenda- námskeið, og önnur námskeið sem við höfum haft, séu mjög góð. Og ég held að það sé alveg rétt, að þó það séu kannski ekki mörg hundruð, sem flykkjast úr bönkunum, þá er mikiu meiri hreyfing á starfsfólki núna en áður var. Fólk mun áreiðanlega heyra það víða í þjóð- félaginu, að maður sem hefur verið í banka, hefur lært betri vinnubrögð held- ur en hægt er að læra víðast hvar annars staðar, og að þetta þykir góður og örugg- ur vinnukraftur, sem hefur lært að skila sínu dagsverki. Það er nú eitt af því sem þarf að gera í bönkunum; að klára daginn, og þetta er nokkurs konar akk- orðsvinna í flestum afgreiðsludeildum. HELGI: Mig langar til að bæta aðeins við það, sem ég sagði áðan um nýliða- námskeið og það sem ég held að hljóti að lokum að ýta á eftir því að þau færist inn í bankana. Bankastarfsmenn úti á landi hafa aldrei verið aðnjótandi þessarar kennslu og mér finnst, að það geti ekki gengið til lengdar. Ég get vel ímyndað FRAMHALD BIS. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.