Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 16

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 16
TEXTl: JÓNAS GUÐMUNPSSON Tölvuskjáir hafa streymt inn í bank- ana. Bein lína er í burðarliðnum. Sjálfsaf'í>reiðsla hefur verið innieidd í einuin banka. Bankar hafa byrjað að bjóða út skuldabréf. Og bankar hafa orðið stærsta atvinnugreinin á auglýs- ingamarkaði fjölmiðlanna. I>að hefur ekki farið framhjá nein- um að miklar breytingar hafa átt sér stað í bankastarfseminni í landinu á undanförnum mánuðum. Og breyt- ingaskeiðið virðist síður en svo vera á enda runnið. Ný lög um viðskipta- banka, og önnur um sparisjóði, voru samþykkt á Alþingi í vor, og þessar peningastofnanir verða í ýmsum efn- um að laga sig að ákvæðum laganna. Á næstunni verða enn frekari skref stig- in í tæknivæðingu bankanna. Tölv- ubankar eiga eftir að sjá dagsins ljós í öðrum bönkum en Iðnaðarbankan- um. Verðbréfamarkaður íslands mun taka til starfa. Og er þá fátt talið af því sem vitað er um - eflaust gera sam- keppnissjónarmið það að verkum að sumar nýjungar á undirbúningsstigi liggi kyrfilega læstar niðri í skúffum bankastjóra og aðstoðarfólks þeirra. „Annatímar í bönkum 1985" BANKAKERFID I' CAGNGERRI UPPSTOKKUN Stjórnendur bankanna lifa og hrærast í öllum þessum breytingum. Þeir hafa átt upptökin að mörgum þeim nýjungum sem komið hafa fram, en ennfremur orð- ið þolendur samkeppnisbragða keppi- nautanna, og viðtakendur breyttra reglu- gerða- og lagaákvæða. Þeir hafa orðið að meta og semja sig að breyttum vinnu- brögðum innan sinna eigin banka, að nýjum grundvelli tengsla á milli bank- anna, og að nýjum ramma Seðlabankans og ríkisvaldsins utan um banka- starfsemina. En hver eru viðhorf stjórn- endanna til þeirra breytinga sem orðið hafa og til annarra sem við blasa? NÝJII BANKALÖGIN Nýju bankalögin taka gildi um áramót. Um leið falla úr gildi ein fimmtán eldri lög, þ.á m. sérlög um alla starfandi banka. „Kannski er helsti fengurinn með nýjurn bankalögum sá að þau setja einn ramma um alla bankana“, segir Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri Alþýðu- bankans, um nýju lögin. „Hvort þau eru í heildina góð eða slæm verður að koma í ljós“. Ýmsir höfðu vonast eftir að bankalög- in yrðu róttækari heldur en raunin varð. Sum atriði, eins og um sameiningu banka, voru skilin eftir vegna þess að ekki náðist um þau samstaða innan ríkis- stjórnar og meirihluta Alþingis. En Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans, er einn þeirra sem telur að lögin eigi eftir að hafa veruleg áhrif á rekstur einstakra banka: „Langmikilvægasta ákvæði lag- anna“, segir Helgi, „er ákvæðið um fast hlutfall á milli eiginfjár banka og um- svifa hans. Það hefur verið þannig að yfirgnæfandi hluti allra erlendra við- skipta, yfirgnæfandi hluti allra afurða- lána, hefur lent á fáum bönkum og mest á Landsbankanum. En bankinn á ekki eig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.