Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 20
20 veitir góða þjónustu og eflir styrk og stöðu sinnar stofnunar. Ánægður, vel menntaður starfsmaður, eykur virðingu síns banka, styrkir stöðu hans og eykur atvinnuöryggi sitt um leið. Starfsemi sparisjóða og banka stendur í dag á tímamótum. Ef litið er til baka, sjáum við hverfa fyrir aftan okkur gamla miðstýrða bankakerfið, kerfi sem ein- kenndist af miklum áhrifum Seðlabanka íslands, því að Seðlabankinn tók allar ákvarðanir í vaxtamálum, og lítils raun- sæis gætti í því að verja sparifé fyrir áföllum af verðbólgu og verðrýmun, tiltrú almennings þvarr. Sparisjóðir og bankar sátu og biðu, skipanimar komu að ofan, frumkvæði peningastofnana var lítið, nýmæli fáséð. í dag sjáum við nýja löggjöf um spari- sjóði og banka. Lóg þessi leggja peninga- stofnunum á herðar auknar skyldur um arðsemi og ábyrgð á rekstri. Gefið hefur verið takmarkað vaxtafrelsi, sem hleypt hefur nýju blóði í starfsemina og aukið samkeppni, sem er af hinu góða. Tölvuvæðing sparisjóða og banka er í fullum gangi undir góðri stjóm Reikni- stofu bankanna og munu á þeim vett- vangi stigin stór skref á næstu mánuð- um. Losað hefur verið um hömlur í gjaldeyr- isviðskiptum og mega nú allir bankar og stærstu sparisjóðirnir versla með gjald- eyri. Hvað sparisjóðina varðar er þó um takmarkað frelsi að ræða. Þær breytingar á bankakerfinu sem hér hafa verið raktar, hafa kallað á stór- aukna samkeppni. Ný sparnaðarform hafa verið opnuð, og hver peningastofn- unin af annarri reynir að telja fólki trú um að hjá henni sé boðið upp á eitthvað nýtt sem aðrir bjóði ekki, í ávöxtunar- málum. Auglýsingar hjá sparisjóðum og bönkum hafa tekið mikinn kipp og öllu tjaldað, allt frá hjalandi ungbömum til grjót- harðra poppara. Bankar og sparisjóðir hafa lagt mikið upp úr slagorðum í því augnamiði að hasla sér völl í hugum sparifjáreigenda. Sérhæfíng á eftir að aukast og kröfur viðskiptavina um ráðgjöf og leiðbeining- ar verða æ algengari. Að þessu þarf Bankamannaskólinn að huga á næstu árum og vera leiðandi. Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er einföld: Ánægt, velmenntað og vellaun- að starfsfólk er besta framtíðartryggingin sem við getum fengið. Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri og fulltrúi Sambands Sparisjóðalf. miðju), ásamt samstarfs- fólki í Sparisjóði Hafnarfjarðar. GERUM BETUR í DAGEN ÍGÆR TEXTI: ÞOR GUNNARSSON Staða bankakerfisins í dag kallar á gott, áhugasamt og framsækið starfsfólk; fólk sem með framkomu sinni og störfum, laðar að viðskiptavini, veitir þeim per- sónulega þjónustu, og umfram allt fær viðskiptavinina til þess að koma aftur. Hér kemur Bankamannaskólinn inn í dæmið. Með nákvæmri fræðslu um öll störf á sviði bankamála, fræðslu sem veitt er á ýmsum námskeiðum skólans, má ná þeim árangri sem stefnt er að. Skólinn þarf að búa við þær aðstæður, að geta tekist á við verkefni framtíðarinnar, vera fljótur að skynja breytingar, nýja strauma og viðhorf í bankamálum. Með því að auka menntun og þekk- ingu starfsmanna okkar á bankastörfum, verða þeir hæfari og betri. Sá starfsmað- ur sem kann sitt fag, er mun líklegri til þess að vera ánægður í starfi og öruggur með sig gagnvart viðskiptamönnum okkar. Bankamannaskólinn þarf að öðlast þann sess, að þeir starfsmenn bankanna, sem fram úr skara telji sér ávinning að vera kennarar skólans, og verði um leið öðrum starfsmönnum hvatning til að gera vel. Góður árangur í námi hjá Bankamannaskólanum á að metast með hærri launum til viðkomandi starfsmanns. Afburðanemendur ætti að verðlauna með kynnisferðum erlendis. •Kynna þarf sparisjóði og banka á vinnu- markaði sem góða vinnustaði og að þar séu unnin skemmtileg þjónustustörf af ánægðu og vel menntuðu starfsfólki. Bjóða þarf þannig launakjör, að þau hvetji starfsmenn til að leita fram á veg- inn og gera ávallt betur í dag en í gær. Vel menntað starfsfólk er ánægt í starfi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.