Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 23
23 [ TEXTI: RAGNAR ONUNDARSON NÝ IÆKNI KALLAR Á BREYTINGAR í MENNTAMÁLUM BANKAMANNA Áætlanir og spár um óorðna hluti eiga flestar eitt sameiginlegt: Að standast ekki. Á hinn bóginn virðist mönnum áskapað að gera sér sífellt hugmyndir um framtíðina. Ég hef verið beðinn að láta í té eina af þessum spám sem ekki standast, í því skyni að lesandinn geti borið hana saman við sína eigin. Spáin miðast við næstu 10-15 árin. Ragnar önundarson, bankastjóri Iðnaðarbankans. HRADI06 NÁKVÆMNI AFGREIÐSLUHÆTTIR Otibúakerfið mun minnka hlutfallslega, en aðeins hægt og sígandi, þar sem mikl- um mannafla og fjármunum er nú varið á þennan hátt. Hins vegar munu viðskipta- sambönd bankanna halda áfram að vera í útibúum í aðalatriðum. í framtíðinni munu bankar veita þjón- ustu sína með tvennum hætti: - Með mörgum sjálfvirkum afgreiðslu- tækjum sem staðsett verða víða um markaðinn til að annast einhæfustu viðskiptin. - Með tiltölulega fáum fjármálafróðum útibúum sem annast vandmeðfarin mál, lánveitingar, ráðgjöf o.fl. Þetta þýðir að eðli bankastarfseminnar breytist. Viðskiptasamböndin myndast ekki yfir afgreiðsluborðið eða við gjald- kerastúkur. Við sjálfvirku afgreiðslu- tækin verður fyrst og fremst óskað eftir hraða og nákvæmni. Vélamar munu annast einhæfustu færslumar, einmitt þær færslur sem nú er mestum tíma og fjármunum varið í vegna þjálfunar og starfsfólks bankanna, þ.m.t. í Bankamannaskólanum. Á hinn bóginn má reikna með að í þau tiltölulega fáu skipti sem viðskiptavinur- inn þarf að koma og eyða dýrmætum tíma sínum í bankaútibúi sé hann í leit að aðstoð í vandmeðfarnari fjármálum. Á stundum sem þessum verður hann hjálp- ar þurfi og því opinn fyrir nýjum pers- ónulegum samböndum. Þá reynir á menntun starfsfólksins, því starfs- mennirnir munu ekki geta nýtt tækifærin án hennar. ÞJÓNUSTA Ný tækni mun hafa veruleg áhrif á þjón- ustu bankanna. Bankabækur munu láta undan síga og jafnvel tékkareikningarnir líka, enda þótt „pappírsflóðið" verði ekki stöðvað alveg. Vænta má að tölvu- tæknin muni einnig draga úr notkun kreditkorta en í staðinn komi fjölnota kort sem séu í eðli sínu debetkort og gangi að alls konar afgreiðslutækjum í smásöluviðskiptum, auk sjálfsaf- greiðslutækja bankanna sjálfra. Líklegt er að bankamir muni ýta undir þessa þróun. Enda þótt eðlilegt sé að einföldustu færslurnar verði fyrst vélvæddar er ekk- ert því til fyrirstöðu að margbrotnari við- skipti, s.s. verðbréfaviðskipti verði einn- ig gerð á sjálfsafgreiðsluvélar. Hitt er þó líklegra að bankastarfsmenn muni a.m.k. í fyrirsjáanlegri framtíð nota tölvubúnað við að inna slíka þjónustu af- hendi með persónulegum samskiptum við viðskiptamennina. INNIHALDSRÍKARI VERKEFNI Einsýnt virðist að á næstu árum muni bankastarfsemin hætta að vera „vinnuaflsfrekur láglaunaiðnaður". Vélar munu leysa starfsfólkið frá ein- hæfum afgreiðslustörfum. Með að- stoð smátölva, sem veita beinan að- gang að skrám viðskiptamanna, mun starfsfólkið snúa sér að innihaldsrík- ari verkefnum en nú gerist. Augljóst er að mikils átaks verður þörf í menntunarmálum bankamanna á næstu árum. Það veitir líklega ekki af, að hug- leiðingum sem þessum fylgi bestu ósk- ir um árangursríkt starf til stjórnenda og starfsliðs Bankamannaskólans, á þessum tímamótum í sögu banka- menntunar á íslandi. Megi Banka- mannaskólinn ávallt vera nútíma skóli, í þágu framtíðarinnar, eins og hún verður á hverjum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.