Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 27

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 27
27 Halldór Friðriksson, markaðsstjóri IBM á íslandi. TÖLVUVÆTT NÁM Tölvur hafa verið notaðar við beina kennslu nemenda erlendis í meira en ára- tug. Þessi kennsla var í fyrstu einskorð- uð við tækninám og aðallega notuð í verkfræði- og raunvísindadeildum stærri háskóla í Bandaríkjunum auk víðtækrar notkunar innan stóru tölvufyrirtækjanna eins og hjá IBM. Smám saman varð þessi kennsluaðferð algengari og var tek- in upp hjá fyrirtækjum með stórar tölvur til menntunar starfsmanna sinna. Þessi kennsla einskorðaðist þó í byrjun næst- um eingöngu við tæknilegt nám og tölvuvinnslu. Á undanfömum árum, eða frá því fljótlega eftir að einkatölvubyltingin hófst upp úr 1980, hefur orðið geysileg breyting í notkun tölva við nám, svo mikil að kalla má stökkbreytingu. Er nú svo komið að til er kennsluefni í þessari mynd sem hæfir lestrar- og skriftar- kennslu forskólabama og námi upp öll stig menntakerfisins. Segja má að kennsla með tölvum sé að færast algjör- lega af stærri tölvum yfir á einkatölvum- ar og tæki sem tengjast þeim, enda ekki óeðlilegt miðað við fjölda þeirra og þá möguleika sem í þeim felast. Nýlegar kannanir benda til að fjöldi einkatölva í heiminum hafi sex- til sjöfaldast á síð- ustu tveim árum og að þessi fjöldi eigi eftir að margfaldast á næstunni. Ýmsar mismunandi aðferðir eru notaðar til að nýta tölvur við nám en til yfirlits má skipta þeim í fjóra flokka. 1. Leiktengt nám. Um er að ræða kennsluefni í formi leikja og þrauta, sem nemanda er ætlað að leysa. 2. Sjálfsnám á tölvu. Allt námsefnið er í tölvunni sjálfri, þar með talin aðstoð og leiðbeiningar til að leysa verkefn- in. 3. Tölvustutt sjálfsnám. Námið er fólg- ið í því að lesa bækur, skoða mynd- bönd og/eða myndplötur, hlusta á hljóðupptökur og síðan er tölvan not- uð til að leysa verkefni tengd efninu. Ýmislegt. Þjálfun og nám sem ekki flokkast undir ofantalið. Ofangreind skipting er engan veginn algild heldur sett hér fram til hagræðing- ar og einföldunar en nú skal vikið að hverjum þætti fyrir sig. 1. Leiktengt nám. LOGO er forritunarmál sem notað hefur verið með góðum árangri við kennslu forskólabama. Með aðstoð LOGO hefur þeim verið kennt að teikna á skjáinn með „þykjustu- skjaldböku“, stýra vélmennum auk þess sem ýmis grundvallaratriði stærðfræðinnar hafa verið kennd. Auðvelt er að búa til leiki og spil af ýmsu tagi sem auka skilning á máli og stafsetningu, reikningi, landa- fræði o.fl. Fjöldi slíkra leikja erþegar til og í flestum þeirra em gefin stig fyrir góða frammistöðu og refsistig fyrir slaka. Með þessari aðferð er að jafnaði ekki haft neitt eftirlit með árangri nemandans og ekki hægt að fylgjast með framvindu námsins. Slíkt nám er oft sett fram óskipulega og jafnvel notað „eingöngu" til leikja en ekki með nám beinlínis í huga. 2. Sjálfsnám á tölvu. Uppbygging þess námsefnis sem sett er í tölvu á þennan hátt er að jafn- aði mjög fastmótað þannig að nem- andinn nær fljótt tökum á samskipt- um sínum við tölvuna. Algeng fram- setning er þannig að efninu er skipt í kafla og undirkafla og getur nemand- inn tekið hvem þann kafla sem hann kýs. í köflunum er lesefni og út- skýringar sem fara þarf yfir og síðan spumingar og dæmi í lokin sem nem- andinn leysir. Ef honum mistekst að leysa verkefni er að jafnaði hægt að fá vísbendingu um svar og það jafnvel í nokkmm hlutum. Ef svarið fæst ekki gefur tölvan það upp og er nemand- anum gefinn kostur á að rifja náms- efnið upp strax eða halda áfram. Þannig gæti skjámynd litið út að lokinni yfirferð yfir nokkrar skjá- myndir með reglum og lýsingum varðandi tékkaverkefni: Gjaldkeraverkefni Kafli: AH Spum.: 3.1 * Ef innborgun er greidd með mörg- um tékkum, er gert ráð fyrir að gjaldkeri: A. afhendi bunkann bakgjaldkera til bókunar B. bóki afstemmda heildartölu og af- hendi bunkann bakgjaldkera C. bóki hvem tékka og stemmi heildar- töluna af D. geymi bunkann í teygju til betri tíma Svar: Svaraðu með A B C eða D Tölvan metur síðan hvort svarið er rétt. Ef nemanda er ekki ljóst hvert hið rétta svar er getur hann beðið um aðstoð sem þá felst í að viðeigandi skýringar birtast á skjánum. 3. Tölvustutt sjálfsnám. Eins og áður var sagt er námið fólgið í að lesa bækur, skoða mynd- bönd og/eða myndplötur, hlusta á L FRAMHALD BLS. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.