Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 28

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 28
28 CUÐJON KI.YMSSON Iðnaðarbankinn festi árið 1977 kaup á 3600 kerfi frá IBM. Var ætlun bank- ans að breyta afgreiðsluháttum bank- ans í svokallað „offline“ kerfi fyrst um sinn, sem síðan yrði breytt í „on-line“, eða beina línu, um leið og aðrir bank- ar tækju upp síðarnefnda kerfið. En atvikin höguðu því þannig að Iðnað- arbankinn varð á undan öðrum til að taka upp beina línu, eða á árinu 1982. Við báðum Guðjón Reynisson, for- stöðumann tölvudeildar bankans, að segja okkur frá þessu, og reynslunni af tækninni. Guðjón Reynisson, forstöðumaður tölvudeildar Iðnaðarbankans. Frumkvöðlar í beinlínu sambandi Á árinu 1978 byrjaði Iðnaðarbankinn að hanna „off-line“ afgreiðsluvélakerfið í samvinnu við Reiknistofu bankanna, og í júní 1979 var kerfið tekið í notkun. Því miður var diskarými í 3601 mjög tak- markað og því var víxlum sem voru í OCR kerfi sleppt og ýmsir annmarkar voru á viðbótum og aukningu. Taka þurfti færslur af diski 3601 yfir á disk- linga á kvöldin, setja inn SP skrá á nótt- unni um mánaðamót og framkvæma á bókarfærslu á morgnana og var oft mik- il tímapressa á þessu. Árin 1979 og ’80 varð geysileg aukning á færslum bank- ans þannig að það var fyrirsjáanlegt að vélin sem við vorum með yrði of lítil. Þá var samið við Reiknistofu bankanna um að við fengjum að flytja okkar vinnslu yfir í beinlínuvinnslu hjá henni. Reikni- stofan tók að sér að flytja verkefnið yfir á sína vél. Hófst sú vinna í október 1981 og lauk í mars 1982. Þá hófst keyrsla á beinni línu og stend- ur hún enn. Eru allar afgreiðslur Iðnað- arbankans á landinu tengdar við Reikni- stofuna. Á árunum 1984 og ’85 hefur síðan verið unnið að því að endurnýja kerfið og eru nú alls staðar komnar upp 4700 afgreiðsluvélar sem bjóða upp á meiri möguleika en 3600 kerfið gerði. Ekki er hægt að skilja við þetta verkefni án þess að þakka IBM, Reiknistofu bankanna og Pósti og síma fyrir frábært samstarf. í sambandi við framangreint verkefni skal tekið fram að stór þáttur í undirbún- ingi beinlínuvinnslunnar er breyting á starfsháttum afgreiðslufólks. Það eru geysileg viðbrigði fyrir gjaldkera sem ekki hefur haft kassavél að eiga allt í einu að fara að færa hvert einasta skjal sem fer í gegnum afgreiðsluna inn á vélar, með mismunandi færslulyklum og táknum. Það er því nauðsynlegt að af- greiðslumaðurinn fái að fylgjast með svo fljótt sem auðið er. Gott er að Ieyfa fólk- inu að nálgast afgreiðsluvélarnar áður en byrjað er að setja stór verkefni inn á þær, láta það venjast þeim og læra á þær. Þeg- ar verkefni er tilbúið til vinnslu, þá á að kenna það eftir verklýsingum. Árið 1982 tók Hagdeild Iðnaðarbank- ans í notkun Apple tölvur til notkunar í deildinni við áætlunargerð og uppgjör á ýmsum sviðum. í dag eru notaðar IBM PC vélar sem eru samtengdar í neti, þær munu síðar verða tengdar við S/36 og 4381 vél Reiknistofunnar. 1984 var unnið að uppsetningu tölvu- banka sem voru settir í gang í nóv. 1984. í gangi eru nú 7 tölvubankar. Hugbúnað- ur fyrir tölvubankana er fenginn frá Bandaríkjunum og þarf S/36 og 4701 vélar ásamt 3642. Þessi hugbúnaður var aðlagaður íslenskum aðstæðum. í dag er unnið að undirbúningi þess að tengja í gegnum 4701 afgreiðslukerfið inn á hin ýmsu verkefni sem Reiknistofa bankanna býður upp á, svo sem fyrir- spurnir í viðskiptamannaskrá, stöðu í AH ásamt hreyfingum frá síðustu útskrift, uppllettingu á greiðsluskrá skuldabréfa og fleira; er þá hægt að nota PC tölvur eða aðra skerma sem hafa ákveðnar tengingar. Einnig er unnið að því að útibú úti á landi geti fengið þá lista sem þau nota daglega í gegnum beinlínukerfið. Framtíðarspá í tölvumálum er mjög fjölbreytt. Það eru alltaf að koma fram ný og fullkomin tæki sem kosta minna og minna. Erlendis er farið að tala um „heimabanka”, þ.e.a.s. skerm og prent- ara sem fyrirtæki og einstaklingar geti haft heima hjá sér; viðskiptamennirnir geti í gegnum þessi tæki hringt í bankann og fengið upplýsingar um stöðu sína í bankanum, millifært og greitt reikninga sjálfir. Erfitt er að segja um hve ör þróunin verður hjá íslenskum bönkurn, því bank- arnir eiga í dag ólokið tveimur stórum verkefnum: beinlínuvinnslu og uppsetn- ingu á tölvubönkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.