Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 32
32 MEIRi KRÖFIIR ERLENPIS í þessu sambandi vakna hjá manni spurningar, eins og hvort bankarekstur sé svo miklu flóknari í nágrannalöndum okkar en hér. Hafa þeir starfsfólk með minni undirbúning og starfsreynslu en við? Gera þeir svo miklu meiri gæða- kröfur til þjónustu sinnar en við? Nú er það vitað mál, að bankamanna- stéttin í þessum löndum er að miklu leyti byggð upp af starfsmönnum með verzl- unar- eða stúdentspróf (60%), og starfs- tími og reynsla er þar miklu meiri en hjá okkur, þar sem fólk hefur stutta viðdvöl í bankastörfum hér. Mér virðist því að helsta ástæða þessa sé sú að bankar er- lendis geri miklu meiri kröfur til þeirrar þjónustu sem þeir veita viðskiptavinum sínum. Það hefur verið yfirlýstur vilji bank- anna að keppa að þessu sama marki, og skólinn hefur verið tækið til þess. En þegar til framkvæmdanna kemur, koma iðulega upp ýmiss konar vandamál og misskilningur, sem ég tel fyrst og fremst vera stjómunarlegs eðlis innan bankanna. Bankamir hafa lengi sjálfir boðið ein- stökum starfsmönnum upp á ýmiss konar námskeið og fræðslu, en erfiðlega hefur gengið að byggja slíkt starf upp skipu- lega og setja það í samhengi við annað fræðslustarf. Slíkt hefur og kostað geysi- lega fjármuni, miðað við það sem það skilur eftir, og miðað við það sem Bankamannaskólinn getur gert fyrir sama fé.“ - Þannig að bankarnir verða ekki síður að athuga sinn skipulagslega gang í tengslum við fræðslumálin? „Leiðirnar sem færar eru inn í framtíð- ina eru ýmsar, og ef bankamir taka formlega afstöðu til þeirra, mun skólinn sveigja starf sitt eftir þeim. Það eru fyrst og fremst bankamir í sameiningu sem taka slíkar ákvarðanir, en skólans er að- eins að framfylgja þeirri stefnu. Það er ekki skólans að sveigja bankana inn á sína stefnu. FRAMTÍDARSÝN En ef haldið verður áfram á sömu braut og undanfarið, má framreikna dæmið eitthvað inn í framtíðina. Miðað við svipaðar forsendur og ríkjandi em hjá okkur í dag, sé ég fyrir mér eftirfarandi mynd af fræðslumálum bankanna, eftir 10 ár eða svo. Hver banki heldur reglulega ákveðin stöðluð námskeið fyrir starfsmenn sína um sín sérstöku málefni; t.d. innláns- form þau sem hann selur eða þá sérþjón- ustu sem hann býður upp á. Hann heldur reglulega sérstök stjórnunamámskeið fyrir yfirmenn sína um stefnumið bankans, kynnir rækilega nýjungar og breytingar bæði á stofnuninni sjálfri og á þjónustu þeirri sem hún selur. Slíka fræðslu getur Bankamannaskólinn ekki veitt, því hún er ekki skreðarasaumuð fyr- ir þennan ákveðna banka. Innan bankans starfar sérstök nefnd sem annast fram- kvæmd þessara mála og gerir það í sam- ræmi og í takt við annað fræðslustarf sem bankinn er aðnjótandi að. Innan verslunarskóla og fjölbrauta- skóla í viðkomandi byggð verður jafnan við nám einhver hluti ungra banka- manna, sem ráðnir hafa verið í banka án nauðsynlegs undirbúnings í viðskipta- greinum. Hver starfsmaður fær þegar hann er fastráðinn ákveðna námsáætlun, sem honum er ætlað að fylgja á næstu árum í kvöldskóla eða öldungadeildum í byggðarlaginu. Þegar hann hefur lokið því námi, tekur við ný fræðsluáætlun innan bankans og í Bankamannaskólan- um. Bankamannaskólinn mun áfram ann- ast allar sameiginlegar þarfir bankanna um fræðslu. Nýliðanám mun væntanlega halda áfram í svipuðum dúr og hingað til, óháð því úr hvaða banka menn koma og óháð því hvaða skólaundirbúning menn hafa. Skólinn mun og annast ýmiss konar sémámskeið eftir þörfum hvers tíma, svo og kynningarfundi og nám- stefnur. Hlutfallslega fleiri munu sækja slík námskeið, og hver bankamaður mun koma oftar í skólann en nú gerist, því bæði verða nýjungar og tilflutningar manna örari, og eins verða gerðar meiri kröfur til hæfni og þekkingar allra banka- manna í þessum efnum. „Annatímar í bönkum 1985' BANKAFRÆDI í HÁSKÓLANUM Stjórnunarkennsla skólans mun aukast, þ.e. almenn og hagnýt stjórnun, aðallega fyrir bankamenn á fulltrúastiginu og að nokkru á deildarstjóra- og útibússtjóra- stiginu. Þetta gæti verið útfært með þeim hætti, að allir fulltrúar sem skipaðir yrðu á ári hverju gengju í gegnum ákveðið stjórnunarnám, og þegar þeir yrðu svo skipaðir útibús- eða deildarstjórar færu þeir í gegnum annað stjómunamám. Þannig yrði um að ræða staðlaða stjóm- unarþekkingu meðal allra yfirmanna framtíðarinnar, sem auðvelt er að bæta við og nýta í starfi, ef rétt er á spilunum haldið. Framhaldsnám skólans verður vænt- anlega rekið með svipuðum hætti og nú, þar sem reyndari bankamenn koma og nema ýmis fræði sem tengjast banka- starfinu, á sama hátt og mjög algengt er í nágrannalöndum okkar, t.d. Bankaaka- demíunni í Noregi. Hópamir verða stærri sem útskrifast hverju sinni, og ég spái því, að við þeim verði tekið inn í bankana með öðrum hætti en nú er, þannig að þeir fái betur að njóta sín, og bönkunum nýtist betur þekking þeirra og dugnaður. Kannski er hægt að hugsa sér að innan Háskólans verði þá komin kennslugrein í bankafræðum, sem viðskipta- og lög- fræðinemar, sem hyggja á bankastörf, geti lagt stund á. Það er trúa mín, að há- skólamenn innan bankanna verði fjöl- breytilegri hópur en í dag. Til viðbótar við hagfræðinga og lögfræðinga munu bætast félagsfræðingar, tölvufræðingar, tungumálafólk og annað sérhæft há- skólafólk, sem einmitt þyrfti að fá eitt- hvert vegamesti í bankafræðum frá Há- skólanum. Á næstu árum kemur skólinn til með að eiga meira erindi til bankamanna dreifbýlisins, og um leið opnast mögu- leikar á að ná til þeirra með auðveldari hætti en hingað til. Þegar allar afgreiðsl- ur á landinu verða tengdar við móður- tölvuna, verður auðvelt að koma boðum til manna í gegnum kerfið, og jafnvel að byggja upp kennsluefni; eins konar tölvuvæddan bréfaskóla, þar sem ein- stakir bankamenn geta kallað til sín ákveðið efni og farið gegnum nám á beinlínuvélunum í útibúi sínu. Þessi hugmynd er víða erlendis komin í framkvæmd, en hún hefur lítið verið rædd hér enn “ MEIRA SAMEIGINLECT í FRAMTÍÐINNI - Heldurðu þá að Bankamannaskól- inn muni halda sínum hlut í sambandi við starfsmannafræðslu bankanna. „Bankamannaskólinn mun áfram verða þungamiðjan í fræðslustarfi bank- anna, enda þótt bæði bankamir sjálfir og ýmsar fræðslustofnanir úti í bæ muni koma inn í myndina að einhverju leyti. f náinni framtíð verður það sem öllum bönkum er sameiginlegt miklu meira en það sem skilur bankana sundur. Öll tölvuverkefni sem nú eru til og sem í hönnun eru, miða við allt bankakerfið í heild sinni. Innan tíðar verða öll greiðslukort, gíróseðlar, tékkar og víxlar og meginhluti allrar bankaþjónustu staðl- að. Auglýsingarnar verða frábrugðnar, slagorðin og einstök tilbrigði í þjónust- unni, en meginþorri allra bankastarfa verður eins. Því til viðbótar verður af- koma bankanna lakari, þegar á heildina er litið, svo að þeir verða mjög að hyggja að öllum kostnaði, og sameiginleg fræðslustofnun verður alla tíð miklu ódýrari í rekstri en smánámskeið og að- keypt fræðsluþjónusta. FRAMHALD BIS. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.