Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 39

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 39
39 : „Annatímar í bönkum 1985" Bankamannaskólinn átti í fyrstu við sína bamasjúkdóma að stríða eins og aðrar stofnanir. Sumir nemendur tóku námið ekki alvarlega og sáu ekki ástæðu til að stunda það vel, enda skeði ekkert þótt menn næðu ekki lágmarkseinkunn- um út úr skólanum. Þeim sem best stóðu sig var ekki launað með hækkuðu kaupi. Þeir fengu sín verðlaun og viðurkenn- ingu við skólauppsögn og þar með búið. Ef einhverjir höfðu ekki greind til að ljúka prófi út úr skólanum, voru ein- kunnir þeirra hækkaðar fyrir mannúðar- sakir svo að þeir slyppu í gegn. Þá veit ég dæmi um bankamann sem aldrei sinnti skólanum og tók ekki heldur próf en reyndist engu að síður framúrskarandi hæfileikamaður í starfí sínu. Meðan þannig var í pottinn búið var ekki von að menn tækju skólann alvarlega. En allt þetta stóð til bóta. Bankastörfum mínum er nú lokið fyrir fullt og allt. Nú kem ég aðeins í banka sem gestur og viðskiptamaður. Deildim- ar, sem ég vann í áður, blasa nú við mér frá sjónarmiði viðskiptamannsins, búnar nýjum og fullkomnari tækjum en áður var og nú eru konur í meirihluta þar sem áður voru nærri eingöngu ráðsettir karl- menn sem starfað höfðu áratugum saman í sömu deild. Ég geri ráð fyrir að vegna aukinnar al- mennrar menntunar og sérmenntunar bankamanna sé þekking margra þessara starfsmanna nú á hærra stigi en áður tíðkaðist, en þá þekkingu, sem fæst með áratuga langri starfsþjálfun, vantar átakanlega víða, enda valda hin tíðu mannaskipti því að nýliðar og lítt reynt fólk er óeðlilega fjölmennt. Afgreiðslu- hraði hefur lítið eða ekkert aukist, þrátt fyrir fullkomnar vélar, en ég geri ráð fyr- ir að öryggi sé meira en áður og minni hætta á mistökum. Vinnuagi er greini- lega minni en áður. Hann þurfti og þarf ekki endilega að byggjast á strangri stjóm yfirmanna, heldur á skilningi starfsmannsins sjálfs á nauðsyn þess að vel og dyggilega sé unnið og vilja hans til að leysa hlutverk sitt sem best af hendi og geta sér gott orð. Mér er það ráðgáta hvers vegna af- greiðsla er svo miklu stirðari og silalegri víða í bönkum hér en erlendis, þar sem það virðist ekki gerast að viðskiptamenn séu látnir bíða lon og don eftir afgreiðslu þótt verulegur hópur starfsfólks sé við- staddur í deildinni, þá önnum kafinn við aðra iðju. Viðskiptamaðurinn á vitanlega heimtingu á tafarlausri, hraðri og lipurri afgreiðslu og ég tel að deildarstjórar gætu víðast fylgst betur með þeirri hlið starfsins en nú virðist vera. Ég er viss um að starfshætti mætti víða bæta með því að hækka duglegasta og besta fólkið verulega í launum, umfram aðra, en það er því næst óframkvæman- legt með því launafyrirkomulagi sem nú tíðkast. Það er engin sanngirni í því að greiða lötum eða kunnáttulitlum manni sömu laun og þeim sem sýnir dugnað og hæfileika í starfi. Að sjálfsögðu er rétt að láta menn njóta starfsaldurs í launa- greiðslum en ég held að mikilvægast sé að finna leið til að greiða duglegu, trúu og hæfu fólki töluvert hærri laun en miðlungsfólki, og séu einhverjir sem ekki hafa hæfileika eða vilja til að vinna svo að viðhlítanlegt sé, ætti að benda þeim á að leita sér einhvers annars starfs sem betur komi heim við hæfileika þeirra. Ef til vill leysir tækni framtíðarinnar þennan vanda að einhverju leyti. Tölvu- væðingin er orðin að staðreynd, þótt hún hafi komið nokkru síðar til sögunnar hér en með þeim þjóðum sem tækniþróaðri eru. Eftir því sem notkun þessara háþró- uðu tækja færist í aukana, verða gerðar meiri kröfur til fólks um hæfni en áður var. í sumum deildum bankanna hlýtur starfsfólki að fækka en meiri kröfur um kunnáttu og tækniþjálfun verða gerðar til þeirra sem ráðnir verða til starfa. Geti menn ekki tileinkað sér hina nýju starfs- hætti, koma þeir vitanlega ekki til greina sem starfsmenn. Þá mun það stuðla að fækkun starfs- fólks að sjálfsafgreiðsla verður almenn- ari. Menn geta þá lagt inn á reikninga sína og tekið út af þeim án þess að þurfa að bíða eftir misjafnri afgreiðslu eða vera bundnir við afgreiðslutíma bank- anna. Að sjálfsögðu verður samsettari af- greiðsla áfram unnin á afgreiðslutímum bankanna og enn verður mikil þörf á hæfu og duglegu afgreiðslufólki. Með þessari þróun verður Banka- mannaskólinn að fylgjast. Þjálfun ínotk- un hinna nýju tækja verður að sitja í fyrirrúmi og aukna áherslu verður að leggja á bætta afgreiðsluhætti svo að önnum kafnir viðskiptamenn þurfi ekki að eyða meiri tíma í bankaviðskipti sín en nauðsynlegt er. Starfsmenn bankanna verða að gera sér ljóst að banka verður að reka eins og hvert annað fyrirtæki, með hag hans fyrir augum. Bankinn sel- ur þjónustu en ekki vörur og velgengni hans byggist á því að sem flestir vilji not- færa sér þjónustu hans. Sé þjónustan góð, aflar hann sér nýrra viðskiptavina og heldur hinum gömlu, en sé hún slæm, fer afkoma hans á verri veg. Og það er hæfni og vilji starfsfólksins sem ræður þjónustugæðunum. Við verðum að fylgja þeirri þróun sem er að gerast í heiminum, hvort sem okkur líkar betur eða verr, ef við viljum ekki verða eftirlegukindur og sætta okkur við lakari lífskjör en gerast annarsstaðar í hinum tæknivædda heimi. Þótt við, gamlir sveitamenn, söknum ef til vill þeirra tíma, rómantískra í minningunni, þegar karlar slógu með orfi og Ijá, konur rökuðu og krakkar rifjuðu, er fánýtt að horfa tárvotum augum um öxl og óska sér hinna góðu, gömlu tíma á ný. Þeir eru liðnir og koma aldrei aftur og svo er einnig um starfshætti bankamanna. Tím- ar blekblýantanna og hundrað takka samlagningarvélanna eru liðnir og koma aldrei aftur. Við Erlendur Einarsson eig- um ekki framar eftir að sitja saman við borð og skrifa víxilnótur með blek- blýöntum, þótt við hugsum sjálfsagt báðir með nokkrum söknuði til hinna skemmtilegu æskuára í Landsbankan- um. „Annatlmar I bönkum 1985" Menn á mínum aldri hugsa oft til hins liðna heims sem við gengum inn í, ungir menn, og spyrja sjálfa sig hvort sá heim- ur, sem þeir lifa nú í, hæruskotnir og haltir, heimurinn sem þeir hafa ekki að- lagast, sem þeir skilja illa og eru því hálfsmeykir við, sé ekki miklu verri en gamli, góði heimurinn. Mér finnst það sjálfum að sumu leyti. En líklega er hann aðeins með öðrum hætti og hvorki betri né verri en sá fyrri var. Því tjóar okkur ekki að sýta yfir heimsósómanum því hinni ungu samtíð okkar stendur alveg á sama um saknaðarvæl okkar. Okkur er því ráðlegast að láta hina nýju kynslóð um að leysa sín vandamál, þau eru ekki okkar viðfangsefni hvort sem er. Við getum aðeins hvatt hana til að gera sitt besta, þjálfa sig til góðra og gagnlegra verka og hvetja alla góða krafta til að iáta ekki sitt eftir liggja í mótun hins nýja heims, því að dugur, kunnátta og góður vilji í starfi stuðlar að betra mannlífi og blómlegri lífskjörum allra. Hvað mótun og menntun slíkra framtíðarmanna snert- ir á Bankamannaskólinn mikilvægu hlut- verki að gegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.