Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 40

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 40
40 Það þýðir lítíð að tal a v ið mig um banka núorðið. Það eru 14 ár síðan ég fór á eftírlaun... EINVARÐUR HALEVARÐSSON Það sem segir í fyrirsögn, var það fyrsta sem Einvarður Hallvarðsson sagði, þeg- ar við tókum hann tali, til þess að spyrja hann urn Bankamannaskólann, en Ein- varður sat fund, sem haldinn var um fyrstu námsáætlun Bankamannaskól- ans, en þetta var sameiginlegur fund- ur S.Í.B. og fulltrúa ríkisbankanna. Fundinn sátu Jón G. Maríasson, banka- stjóri í Seðlabankanum, dr. Jóhannes Nordal, þáverandi bankastjóri Lands- bankans, Einvarður Hallvarðsson, starfsmannastjóri og Haukur Þorleifs- son, aðalbókari Búnaðarbankans, og að afloknum þeirn fundi, má segja að Bankamannaskólinn gæti tekið til starfa. Og ekki eru þar með upp talin afskipti Einvarðs af Bankamannaskólanum, því nreðan hann var starfsmannastjóri Landsbankans, voru tengsl hans við skólann náin og eins gegndi hann trúnað- arstöðunr fyrir Samband ísl. banka- manna, er bæði átti frumkvæðið að stofnun Bankamannaskólans og hefur haft margvísleg áhrif á rekstur hans og viðgang. VANN í LANDSBANKANUM í 40 ÁR Einvarður tók samt af sinni kunnu Ijúf- mennsku á móti þeim er þetta ritar, og við gefum honunr orðið: - Ég er nú orðinn 83 ára og hætti í Landsbankanum fyrir aldurs sakir og fór á eftirlaun árið 1971, þannig að það er í rauninni fátt sem ég get sagt um banka- mál núorðið. En ég man þó enn þegar Bankamannaskólinn tók til starfa 2. nóv- ember árið 1959. Það var merkur áfangi, og þótt þeir sem að þessu stóðu vissu að þeir voru að vinna að framförum, þá hef- ur líklega engan órað fyrir þeirri þörf, sem síðar varð fyrir slíka stofnun, eftir að bankarnir urðu flóknari og þjónusta þeirra víðtækari en áður var. Af mér var það að segja, að ég hóf fyrst störf í Landsbankanum árið 1928 og var þá sumarmaður, en á þessum árum var maður nokkuð óráðinn. Ég hafði verið í menntaskóla og á togurum. Varð stúdent frá MR. 1925 og þegar ég fékk fasta vinnu í Landsbankanum sumarið 1929, má segja að lífsstarfið væri ráðið, því ég var bankamaður eftir það, ef undanskilið er, að ég var skrif- stofustjóri gjaldeyrisnefndar 1932-1937 og síðan formaður nefndarinnar, þar til hún var aflögð í árslok árið 1942, en þá fór ég aftur í bankann, því ég hafði verið lánaður í þessi störf af Landsbankanum. Má því segja að ég hafi unnið í banka í 40 ár, - nú eða í tæplega hálfa öld, ef nrenn vilja heldur taka það þannig. - Hvað eru bankar garnlar stofnanir? - Hér á landi eiga þeir ekki tiltakan- lega langa sögu, fylgdu eiginlega sjálfstæðisbaráttunni og fullveldinu. Annars greinir menn nokkuð á um for- sögu bankastarfsemi, nema vitað er að forn menningarríki höfðu bankastarf- semi af einhverju tagi, til dæmis Kín- verjar, Babyloníumenn, Forn-Egyptar og Grikkir og á miðöldum var sérstakt bankakerfi í mörgum löndum. Almennt held ég að menn rekji þó upphafið að nú- tírna bankastarfi til Rialto bankans í Fen- eyjum, sem stofnaður var árið 1587 og í byrjun 17. aldar opnuðu bankar í Am- sterdam, eða 1609, í Hamborg nokkrum árum síðar og fyrsti banki á Norðurlönd- um var Stokkhólmsbanki, sem stofnaður var árið 1656. Nú og Englandsbanki varð svo til árið 1694, þannig að hin samfellda bankasaga rekur sig tvær, eða þrjár aldir aftur í tímann. LANDSBANKINN KOM í KJÖLFAR STJÓRNAR- SKRÁRINNAR 1874 Eins og ég sagði áðan, þá komu bankar í kjölfarið á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar. Auðvitað höfðu breyttir atvinnuhættir sitt að segja, eða að fallið var frá sjálfs- nægtabúskap upp í sveit. þar sem afurðir búanna og hlunnindi, uppfylltu nær allar þarfir og lítið þurfti að kaupa. Þetta fór að breytast í byrjun seinustu aldar, en sú breyting gerði hina hefðbundnu vöru- skiptaverslun örðugri en var, meðan rnenn bjuggu með gamla laginu og sára- lítið varð að kaupa í búð. Þetta kallaði á peningastofnanir í einhverri mynd, og til þess að mæta þeirri þörf var Landsbank- inn svo stofnaður með lögum frá 1885 og tók til starfa árið eftir. íslandsbanki tók síðan til starfa árið 1904. Að vísu var hér fyrir sparisjóður, þeg- ar Landsbankinn tók til starfa, en bank- inn yfirtók rekstur hans og hann varð að sparisjóðsdeild í bankanum, og eitthvað munu menn kannast við samskonar þróun, eftir að bankarnir fóru að færa út kvíarnar, að þeir yfirtóku oft sparisjóð- inn á staðnum. En það hafa orðið fleiri breytingar. Bankarnir hafa einnig breyst. Áður var t.d. allt handskrifað og engar bókhalds- vélar voru til. Þá var oft langur vinnu- dagur í bönkunum. Mig minnir að Landsbankinn hafi t.d fengið sínar fyrstu vélar árið 1933 og núna er allt komið í tölvur. Bankamannaskólinn bjó við fremur örðugar aðstæður fyrstu árin. Var til húsa hér og þar í bönkunum og tæki bankanna voru notuð. Þetta dugði til þess að byrja með, þar til bankamir fóru að vélvæðast og auka starfsemi sína. Einkabankar tóku til starfa og sparisjóðir efldust. Þessar breytingar kölluðu á breytt fyrirkomulag í skólahaldi, því það er forsenda í bankastarfsemi, að allar peningastofnanir vinni á svipuðum grundvelli, sem er meira og minna al- þjóðlegur. Þetta er flókið kerfi og hraðvirkt, og eitt af grundvallaratriðun- um er að bankamir geti þjálfað starfslið- ið og tekið nýjungar í þjónustu sína. Það er stundum sagt, að bankar verði að þjálfa starfslið sitt sjálfir, og það hafa þeir gert, þeir ungu læra bæði í starfi og í Bankamannaskólanum, og þótt ég fylg- ist ekki mikið með þessu skólastarfi nú- oröið, veit ég að það hefur verið og er ómetanlegt fyrir bankana og fyrir banka- menn sem stétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.