Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 48

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 48
48 Kveðja frá Danmörku Sem formaður menntunarnefndar Nor- ræna bankamannasambandsins (NBU: Nordiska Bankmannaunionen) sendi ég Bankamannaskólanum hamingjuóskir að liðnum fyrstu 25 árunum. Við í menntunamefndinni höfum fylgst grannt með þróun skólans í gegn- um fulltrúa SÍB. Einn af nauðsynlegustu þáttunum í starfi nefndarinnar hefur verið að læra af reynslu hvers annars, því þannig hafa nefndarmenn getað haft áhrif hver á annan, aðstoðað og stutt félaga sína í skipulagningu fræðsluefnis. Hefðirnar í menntun bankamanna á Norðurlöndum hafa verið mismunandi, en með samstarfinu í NBU hafa fulltrú- amir reynt að samræma þróunina og þannig gert tilraun til að leggja sem allra bestan grunn undir starfsmenntun banka- starfsmanna. Menntunamefnd NBU hefur ævinlega verið tekið með jákvæðu hugarfari af fulltrúum Bankamannaskólans, þegar við höfum heimsótt ísland. Við erum jafnvel svo eigingjarnir að halda, að við eigum einhvem örlítinn þátt í þeirra góðu þróun sem orðið hefur í hinum ís- lenska skóla bankastarfsmanna. NBU er áfram reiðubúið til hvers kon- ar stuðnings og sendir óskir um heill og hamingju í framtíðarstarfinu. Henning Diemar Kveðja frá Noregi Bankaskólinn (Bankakademiet) í Osló sendir Bankamannaskólanum kveðjur í tilefni 25 ára afmælisins. Til hamingju með daginn og gæfuríka framtíð! Við þökkum framlag ykkar og góða sam- vinnu; þátt ykkar í sameiginlegri reynslu og innlegg í miklu baráttumáli: menntun og fræðslu bankastarfsmanna á Norður- löndum. Það hefur verið lærdómsríkt í ár- anna rás, að skiptast á reynslu og skoðunum um menntun bankamanna og við höfum ævinlega getað glaðst yfir svipuðum skoðunum og mati á þeim vandamálum sem hafa verið á dagskrá hverju sinni. Sú staðreynd á sjálfsagt rót að rekja til sameiginlegs menningarlegs uppruna. Þess vegna hefur allt sem við- kemur íslandi vakið sérstaka athygli og áhuga í Noregi. Slíkt samband gerir það að verkum að við höfum fylgst náið með þróun Bankamannaskólans og okkur finnst sem við höfum ríka ástæðu til hamingjuóska. Það er ekki ástæða til að þreyta les- endur þessa blaðs með endurteknum upplýsingum um starfsemi okkar, heldur láta nægja að skýra frá því sem við erum að fást við núna: Á vornámskeiðinu ’86 ætlum við að kynna nýja áætlun um grunnfræðslu, sem á að hafa í för með sér nýja kennsluhætti, bætt námsefni og nýjar, endurbættar kennsluaðferðir, þar sem meiri áhersla verður lögð á lifandi starfsfræðslu í bönkunum. Að auki erum við að auka sveigjan- leika og valfrelsi innan námskeiðanna, þannig að hver nemandi geti valið á milli fjölda námskeiða og námsbrauta sem falla að reynslu hans og framavonum. Allt þetta og margt fleira eru liðir í að efla menntun norskra bankamanna, en í ár stunda 11.272 slíkir nám á 18.207 námskeiðum. Þessi fjöldi gerir Banka- skólann að stærstu menntastofnun á sviði fjármála á háskólastigi í Noregi! Við lítum fram til nýrra ára með ár- angursríku samstarfi yfir landamæri Norðurlanda, - eða eins og segir í æva- gamalli norrænni kveðju úr Hávamálum: Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at finna oft. Henri Werring Kveðja frá Svíþjóð Það er mikil ánægja fyrir Námsráð við- skiptabankanna (Studierádet Affárs- bankarna AB), sameiginlegan skóla við- skiptabankanna í Svíþjóð, að óska Bankamannaskólanum til hamingju og þakka honum 25 ára þátttöku í þróun verkmenntunar í starfi bankamanna. Með því starfi hefur Bankamannaskólinn lagt þungt lóð á vogarskálar starfshæfni íslenskra banka. Bankamannaskólinn hefur með menntunarstarfi sínu tekið virkan þátt í að auka möguleika bankanna á að taka þátt í þróun samfélagsins og uppbygg- ingu velferðar. Innan Námsráðs viðskiptabankanna er litið svo á, að persónuleg kynni þeirra sem starfa að menntunarmálum banka- manna séu höfuðatriði, ekki síst vegna þess að í gegnum slík kynni fæst hvatn- ing til nýjunga og tilrauna á þeirra eigin starfsvettvangi. Námsráðið skipulagði, í samvinnu við Vinnuveitendasamband bankanna í Svíþjóð, „Sjöttu heimsráðstefnu banka- skóla“, sem haldin var í Stokkhólmi í júlí sl. Þátttakendur voru frá fræðslustofnun- um bankamanna í yfir 30 löndum. Á ráðstefnunni var undirstrikuð nauð- syn þess að bankamenn heimsins skipt- ust á þekkingu og reynslu, ekki síst vegna þeirrar öru tæknivæðingar sem orðið hefur í stötfum bankanna. Við lítum svo á, að það væri mjög já- kvætt og mikils virði ef norrænt samstarf í fræðslumálum bankamanna gæti aukist enn - og það á ekki síst við um samband- ið við ísland og Bankamannaskólann. Námsráðið býður hér með einum starfsmanni Bankamannaskólans að heimsækja Námsráðið í Svíþjóð og kynnast við það tækifæri starfsfólki ráðsins, námsefni þess og stjómun; og þá ekki síst að veita upplýsingar um Banka- mannaskólann og íslenska banka- fræðslu. Kærar hamingjuóskir á 25 ára afmæl- inu. Dick Innergárd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.