Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 52

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 52
52 Reiknadu meó FACIT ogdæmið gengurupp svona breytingar eiga sér stað, þegar ákveðið er að tölvuvæða bankakerfið á einu bretti, þá kallar það vitanlega á mik- ið átak, sem óskylt er raunverulega skólanum sem slíkum. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt, að menn standi sam- an um skólann og styrki hann. Ég held að það sé mjög létt að liða þennan skóla í sundur og það eru áreiðanlega vissir bankar, sem ekki telja sig hafa hag af honum. Ég held að það sé gott, að menn hafi það í huga þegar þetta mál er rætt, hvernig um þetta mál hefur verið fjallað og hvað það er, sem menn vilja fá út úr þessu. ef einhverjir bankar verða til þess að draga sig alfarið út úr þessu samstarfi, er ég sammála Hannesi um að það sé ekki lengi gert að ganga af skólanum dauð- um. Þannig er markmið okkar fyrst og fremst að keppa að því að fá bankana til þess að vinna saman að sameiginlegri grunnþekkingu, sem allir sem vinna í banka og bankaafgreiðslu þurfa að hafa. Hins vegar get ég alveg horft á bankana fræða sitt fólk eða kaupa af einhverjum öðrum aðilum ákveðna sérþekkingu fyrir sig, en skólinn þarf að halda sínu hlut- verki í grunnmenntun. Heimir: Eitthvað sérstakt, sem hver og einn vill segja? BJÖRN: Það kemur vel til greina, að skólinn láti í té kennslu fyrir einstaka banka og það höfum við gert í sambandi við upptöku gjaldeyrisréttinda. Þá fékk hver banki heila umferð fyrir sitt starfsfólk. Þá kom hingað fólk utan af landi. Það er vel til í dæminu að þetta dragist eitthvað saman, eftir því sem bankakerfið eflist, þannig að aukin kennsla verði á vegum hvers banka og því bæri að fagna. Mig langar til þess að spyrja forseta Sambandsins og fram- kvæmdastjóra: Lítið þið krítiskt á það sem bankarnir leggja til skólans? Hafið þið fylgst með því, hver þróunin er í fjár- reiðum og eru samtökin ánægð með.starf skólans? Hvað með kennara? Getum við fengið einhverjar umræður um, hvemig ykkur finnst staðið að skólanum? Þið eigið 2 fulltrúa í stjórninni. Hinrik Greipsson, formaður SiB. HINRIK: Ég held, að Sambandið hafi verið tiltölulega ánægt með skólann, eins og hann hefur verið rekinn. Það hef- ur verið staðið nokkuð myndarlega að honum, a.m.k. seinni árin. Hins vegar er, eins og þú komst inn á, tilhneiging hjá sumum bönkum til að nýta sér skól- ann ekki. Við viljum og óskum eftir því að allir bankar nýti sér þessa grunn- menntun, sem er almenn fræðsla og al- veg nauðsynleg fyrir alla bankana. En ég held að myndarlega hafi verið staðið að skólanum af hálfu þeirra banka, sem tek- ið hafa þátt í starfi hans; misjafnlega mikið þó. Æskilegast væri að allir stæðu sem einn að þessu fyrir Sambandið, og BJÖRN: Treystið þið ykkur til að fella dóm um það, hvemig kennslan er fram- reidd? Þess hefur gætt mikið, að kennar- ar sem hafa komið til skólans eru svo akademiskir, að þeir demba yfir nem- endur heilmiklu sem þeir vita ekki hvað er, hugtökum og öðru. Ég á við fram- reiðsluna. Ég fann það oft að sumir kveiktu svo voða vel á öllu, en hjá öðr- um hefur þetta verið erfitt. Hér áður fyrr fengu bankamir ákaflega lítið menntað fólk inn og nýliðanámskeiðin fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Þetta er spurning um gæði. Ég hef farið á ótal erlendar ráðstefnur um kennslumál og við höfum fengið hingað menn erlendis frá. Það sem skiptir miklu máli er, hvernig kennslunni er raunverulega hagað. Nýliðakennsla við Citibank fer eingöngu fram við afgreiðsluborð; tilbúið afgreiðsluborð, þar sem þeir fá þjálfun í framkomu og slíku, og hluti af nemendum stendur fyrir framan sem viðskiptamenn. Þama dettur þeim ekki í hug að kenna nýliðum nema bein- línis við þetta afgreiðsluborð; ekki í tíma, ekki í fyrirlestrarformi. Það er þetta, kennslugæðin, námsefnið og þessi atriði, sem ég held, að við þurfum að huga mikið að. Héma hefur verið felldur dómur um að skólinn sé í góðu lagi. Hannes er mjög ánægður með skólann. Þið segist líka vera ánægðir, en viljið breytingar. En hvað með kennslutækn- ina? HANNES: Ég hef kennt í fjöldamörg ár með Bimi og ég held, að menn kvarti ekki yfir kennslu hans. Hitt er annað mál, að við höfum ekki eins stóran hóp að vinsa úr. Við verðum að sækja kennara í bankana. Þetta eru menn, sem eru meira og minna óvanir að kenna, en þeir náttúrlega slípast eins og aðrir kenn- arar. Ég hef fylgst með þessu lengi og held að þetta sé ekki verra í dag en það hefur verið. HELGI: Ég ætla að svara spumingum Bjöms í öfugri röð. Fyrst því, hvemig námsefnið og kennslan hafa skilað sér. Það rennir stoðum undir það sem ég sagði áður, að það er ekki nógu mikið skipulag á grunnfræðslunni frá því að bankamaðurinn ræður sig í bankann. Það eru fjöldamörg dæmi þess að sagt er við nýliðann: Héma er stóll, hér er af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.