Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 53

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 53
53 greiðsluborðið, nú skaltu byrja að vinna. Þessa eru fjöldamörg dæmi úr ýmsum bönkum. Þess vegna held ég að það þurfi að kenna nýliða nákvæmlega það sama í öllum bönkunum. Það eru undirstöðu- atriðin í bankastarfi og það þarf að byrja á þeirri kennslu um leið og menn ráða sig í banka. Þetta tekur töluverðan tíma og það þarf að gefa nýliðanum tækifæri til að kynnast sem flestu í bankanum. Ef við svo veltum fyrir okkur hvað tekur við, hvað þessi aukna tölvuvæðing og samkeppni hefur haft í för með sér, kom- umst við að sömu niðurstöðu. Það eru sömu atriðin sem bankarnir eru að fást við, en áherslan er lögð á að það séu fáir vel menntaðir starfsmenn sem taka á sig þungann af þessum afgreiðslum. Aðrir muni í framtíðinni vinna meira og minna við tölvur og skerma við að afgreiða fylgiskjöl. Síðan er hópur manna, sem situr uppi með miklu meiri kunnáttu, og það er sama kunnáttan í öllum bönkun- um. Varðandi það hvort SÍB hefur verið ánægt með Bankamannaskólann skal ég geta þess að á þingi Sambandsins 1975 var skólanum þakkað starf hans á sl. 15 árum og hann hvattur til þess að starfa áfram en að auka framhaldsmenntun. Og mig langar að skjóta því inn, að það skortir dálítið á að um leið og starfsmað- urinn hefur fengið leyfi hjá bankanum til að taka þátt í framhaldsnámi í Banka- mannaskólanum séu honum sköpuð skil- yrði á vinnustað til þess að sækja þetta nám. Það hefur sýnt sig að menn fara í skólann og eru þar kannski hálfan daginn, en starfið bíður á meðan og þeir verða að leggja á sig aukna vinnu þegar þeir koma til baka. SVEINN: Það kom fram áðan hjá Hinrik, að sumir af bönkunum hefðu ekki nýtt skólann sem neinu næmi. En getur skýringin ekki verið sú, að skólinn hafi fest sig í stöðnuðu formi, í stað þess að leitast við að fylgjast með eða aðlaga sig að breyttum aðstæðum? Maður getur nefnt t.d. leiðtoganámskeið; sérstök námskeið fyrir þá sem veita deildum forstöðu. Þeir fengju þá aukna hæfileika til þess að stjóma fólki, aukna hæfileika til þess að þekkja fólk og persónuleika og meiri hæfileika til að sjá hverjir hafi möguleika til þess að verða framtíðar- starfsmenn með ábyrgð. Þetta gefur þeim líka meiri möguleika á að vinna sig upp, sem vinna undir stjóm slíkra deild- arstjóra og hafa vissa hæfileika. Nú nefni ég t.d. námskeið í vinnuaðstöðu. Það ætti einmitt að vera áhugamál Bankamannasambandsins. Vinnu- aðstaða í bönkunum, þ.e.a.s. stólar, streita; hvernig fá menn streitu? Þetta er stór atriði í álagsstörfum eins og banka- mannastörf eru í dag, sérstaklega í af- greiðslu. Ég held einmitt, að Bjöm hafi komið inn á grundvallaratriði í orðum sínum áðan, og ég er reyndar kominn á þá skoðun varðandi kennsluna. En ég held að ef svona kennsla á að fara fram af einhverju viti, þá þurfi að vera sýnis- horn af aðstöðu í smækkaðri mynd, þannig að það sé hægt að kenna miðað við þær aðstæður sem menn vinna við þær við daglega. Og ég vona að menn verði sammála um að ef skólinn á að starfa áfram, þá þurfi rnenn að gera það myndarlega og sjá til þess að sú aðstaða sem þarf að vera til staðar verði góð. En ég legg áherslu á að ég hef ekki orðið var við það, að menn séu neikvæðir gagn- vart því að Bankamannaskólinn starfi áfram. Hins vegar hef ég heyrt einmitt það sem ég hef kynnt hér, að mönnum finnist að hann eigi að aðlaga sig með ýmsum stuttum námskeiðum, sem menn geti þá valið og fengið inn í bankann eða sent starfsfólkið á staðinn. HINRIK: Ég er ekki alveg sammála Sveini um að bankarnir geti hætt þátt- töku í skólanum af því að hann hafi staðnað á einhverju sviði. Það er viss grunnþekking sem miðlað er í nýliða- námi Bankamannaskólans. Fólk þarf að vita skil á víxlum og skuldabréfum og ýmsum verkefnum sem eru í gangi. Hvort sem bankinn telur sig sérhæfðan eða framar einhverjum öðrum, þá er þetta nám sem fram hefur farið í nýliða- náminu mjög nauðsynleg undirstaða fyr- ir alla bankamenn. Þess vegna heldég að bankarnir geti ekki með neinu móti ,,kúplað“ sig út úr Bankamannaskólan- um vegna þess að hann hafi staðnað á einhverju sviði. Hins vegar er þessi framhaldsmenntun í farvatninu núna; hún er mjög jákvæð og til þess fallin að gera bankamenn hæfari í sínu starfi. En þá þurfum við að skapa mönnum að- stöðu til þess að nýta sér það nám, sem boðið er upp á. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að fólk leggi á sig svo og svo mikla vinnu í sambandi við námið og þurfi eftir sem áður að skila fullum af- köstum í aðalvinnunni. Þetta höfum við aðeins komið inn á í kjarasamningum, með því að fólk sem lýkur framhalds- námi í Bankamannaskólanum fær starfs- aldursálög einu ári fyrr en ella. Ég held að það hafi reynst mjög vel að nota starf- andi bankamenn sem kennara í Banka- mannaskólanum vegna þess að þeireru jú í hjartslættinum og geta miðlað sinni þekkingu til þessara nýliða. Þetta er nátt- úrlega mjög breitt svið, þar sem kennari verður að sigla einhvem meðalveg. Hann getur ekki byrjað á því að kenna fólki margföldunartöfluna eða eitthvað sem það á að vera löngu búið að læra. Hann verður að miða við að fólk hafi al- menna þekkingu og ef einhverjir heltast úr, þá verða þeir bara að sækja aukatíma eða eitthvað slíkt. Ég hef aldrei heyrt orð um lélegan kennara eða slæma kennslu frá þeim sem sótt hafa Bankamannaskól- ann. BJÖRN: Kæmi til greina að veita ein- hverja styrki, einhver frí fyrir kennara og bankamenn sem vilja leggja það á sig að koma með kennsluefni skrifað? Kæmi til greina í sambandi við afmælið að stofna Björn Tryggvason, formaður skólanefndar Banka- mannskólans. einhvern sjóð? Ég er búinn að skrifa heilmikið af bæklingum, sem ég kenndi, um gjaldeyrismál, lögfræði og eitthvað fleira. Ég á allt heila safnið og spurning- ar fyrir próf, og allt þetta hefur verið töluvert notað, t.d. bæklingur um Seðla- bankann, sem kom út úr þessari kennslu. Það er búið að fjölrita hann 10-15 sinn- um og hann er undirstöðurit um bankann. Gunnar Blöndal gerði heilmik- ið af þessu, rnikið af efni, sem var fjölrit- að, en ennþá vantar samt miklu meira. HANNES: Verðum við ekki að nota skólanefndina og skólastjórann og þá á- hugamenn, sem eru bæði í bönkunum og stjórn Sambandsins? Vill einhver koma með ábendingu um þetta? Ég man ekki eftir neinni ábendingu, sem ekki hefur verið skoðuð og reynt að koma í framkvæmd. Svo er eitt sem við verðum að hafa í huga, að þetta er ekki skóli í lík- ingu við þá almennu skóla, sem til eru í landinu. Þetta eru mjög stutt námskeið, t.d. byrjendanámskeið, og yfirleitt eru hin námskeiðin ekki nema um 20 tímar. Þannig að það er ekki hægt að ætlast til þess að hægt sé að læra einhver lifandis ósköp. En það er eitt sem mætti koma inn í þessa umræðu, og það er hvort kennslan á að fara fram í vinnutíma. Þetta er ekki gert alls staðar og auðvitað hlýtur þetta að koma að einhverju leyti niður á vinnu þessara manna. Finnst mönnum kannski koma til greina að færa þetta yfir á þann tíma sem menn eru ekki í vinnu, og þetta væri þá fyrir utan vinnutíma? Er einhverjum, sem dettur það í hug. Vegna þess sem Sveinn var að segja um stjómunamámskeið, þá eru þau eitt af því, sem við tókum upp fyrir mörgum árum. Við fengum stjómunar- bækling sérhannaðan fyrir banka, sem þrír bankar á Norðurlöndum höfðu látið semja og sendum Stefán Pálsson núver- andi bankastjóra Búnaðarbankans til Noregs á námskeið til þess að kynna sér þetta. Svo kenndi hann stjómun hér í nokkur ár. Við höfum einnig fengið menn úr Háskólanum til að halda stjóm- unarnámskeið og hefur það gengið mjög vel og verið árangursríkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.