Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 55

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 55
55 „Annatímar í bönkum 1985" starfi. Það má alltaf betrumbæta og ég vona bara að næstu 25 ár verði til þess að efla bankamannastéttina, þannig að þeir menn sem helga sig þessum störfum geti uppfyllt þær kröfur, sem bankarnir og þjóðfélagið gerir til þeirra. Ég vii aðeins óska Bankamannaskólanum allra heilla á þessum tímamótum, og ég vona það sannarlega að hann eigi eftir að standa sig og duga bönkunum og banka- mönnum vel. HINRIK: Ég held að ábyrgð Banka- mannaskólans sé meiri núna en oft áður og ég vil, þrátt fyrir það sem Hannes sagði hér áðan um laun bankamanna á móti launum ríkisstarfsmanna, kenna því um að laun bankamanna og þá rík- isstarfsmanna mótist af hinum almenna vinnumarkaði. Það hefur orðið til þess að í bankana hefur komið minna mennt- að fólk. Þetta fólk stoppar stutt við í bönkunum. Það lærir þessa undir- stöðu í viðskiptum og síðan fer það að leita sér að vinnu á hinum frjálsa markaði vegna þess að launin í banka- kerfinu eru lág miðað við hinn almenna vinnumarkað. Þessu þurfum við að snúa við í náinni framtíð. Það þarf að vera hægt að halda í gott fólk í banka- kerfinu og það verður ekki gert nema með góðum launum. Það er eins og ég sagði áðan viss viðurkenning hjá bönkunum gagnvart menntun í Bankamannaskólan- um, en ég held að hún þurfi að vera ennþá meiri en hún er í dag. Fólk þarf jafnvel að geta safnað punktum til hærri launa með því að sækja hin ýmsu nám- skeið sem Bankamannaskólinn býður upp á. Það þarf að vera metið, ekki að- eins að menn eigi von á hærri stöðu, heldur einnig að þeir fái viðurkenningu í hærri launum þegar slíku námi er lokið. Með því móti fáum við fleiri til að afla sér meiri þekkingar, sem er bráðnauð- synleg til þess að mæta breyttum tímum, þar sem einn maður þarf að vita miklu miklu meira en hann veit í dag. Það er nóg fyrir mann sem vinnur í víxladeild að vita allt um víxla, en þegar þetta nýja kerfi er komið á, verður hann að vita ná- kvæmlega allt um gjaldeyrismál, skuldabréf, víxla og millilandaviðskipti þannig að skólinn verður að aðlaga sig þessum breyttu tímum. HELGI: Það voru þrjú atriði lögð til grundvallar. þegar Bankamannaskólinn var stofnaður. Það fyrsta var að það átti að auka hæfni og menntun þeirra sem störfuðu við bankastörf, það átti að auka virðingu almennings fyrir þeim sem störfuðu í bönkunum og það átti að skapa meiri virðingu og viðurkenningu á bankafaginu sem sérstakri starfsgrein. Allt þetta þrennt á við enn í dag. Ég held að það sem ráði úrslitum um framtíð Bankamannaskólans sé að það þarf að bæta ytri skilyrði sem hann býr við. Það þarf að stækka húsnæðið, það þarf að fjölga starfsliði og það þarf að skapa bætt viðhorf gagnvart skólanum í bönkunum. Svo tek ég undir það sem Hinrik sagði, að það þarf að vera meiri umbun fyrir þann sem lýkur námi, í launum; hvort það kemur árinu fyrr eða seinna skiptir ekki öllu máli. Ég held að það verði ekki mjög miklar breytingar alveg á næstu árum, en ef við lítum kannski 5 ár fram í tímann, þá munum við sjá mjög breyttan skóla að þeim tíma liðnum. BJÖRN: Ég hef verið mjög ánægður með þessa umræðu og þakka Heimi fyrir þessa hugmynd. Þó við séum ekki margir. þá hefur verið farið yfir mest allt sviðið. Ég sakna þess að vísu að Þor- steinn skólastjóri er ekki hérna. Það hefði kannski líka þurft að vera hér ein- hver sem talar með gagnrýni fyrir hönd bankanna, t.d. fleiri starfsmannastjórar eða stjórnendur. En umræðumar hafa skapað nokkuð skýrar línur og verið upplýsandi um nútíð og framtíð og það var tilgangurinn. „Annatímar í bönkum 1985" ALLTAF SITIIR TEXTI: ARNDlS SIGURÐARDÖTTIR Ég var í Bankamannaskólanum haustið 1962, þá fór kennslan fram eftir vinnu, milli kl. 17-19. Ég man að mér fannst það þreytandi og var mjög fegin þegar skólanum lauk. Það sem ég lærði þar er víst að mestu gleymt, en þó er það svo að alltaf situr eitthvað eftir í undirmeðvit- undinni og kemur kannski upp á yfir- borðið ef á þarf að halda. Þar lærði ég t.d. að fylla út víxil og hef aldrei gleymt því síðan, enda alltaf haldið mér í æf- ingu. Ég held að breyting sé æskileg. Það mætti t.d. hafa ca. 2-3 daga námskeið í framkomu og kynna byrjendum réttindi sín og skyldur við vinnuveitanda og við- skiptamenn og einnig að kenna þeim sögu bankastofnana á íslandi. Síðan þyrftu þeir að vera í nokkrum deildum í 3-5 mánuði og síðan ættu þeir að fara aft- ur í skólann. Ég held að nemendur næðu betri tökum á námsefninu ef þeir hefðu kynnst, af eigin raun, einhverju því, sem verið er að reyna að kenna þeim. Eins og málin standa í dag er fólk ráðið í eina ákveðna deild og þar er það og kynnist engu öðru. Ég veit vel að þetta er mjög erfitt viðfangs og krefst mikillar skipu- lagningar til að byrja með og myndi sennilega kalla á fleira fólk, því ef við- komandi ætti að læra eitthvað, þá þarf manneskju með til leiðbeiningar. Svo er líka til efs að slíkt mundi borga sig fyrir bankann þar sem margt fólk starfar að- eins eitt ár eða skemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.