Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 57

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 57
57 sem nú verður vart í tæknisamvinnu bankanna. Undirbúningur þessarar vinnslu, sem mun gera útibúum eins banka mögulegt að fylgjast nákvæmlega og samstundis með breytingum reikn- ings hjá útibúinu sjálfu og öðrum úti- búum bankans, hefur verið í undirbún- ingi í mörg ár. Nú þegar kerfið er að fara í gang, hvetja tæknimenn sumra banka- manna óspart til þess að bankarnir taki eins fljótt og auðið verður beinlínu- vinnslu sína í eigin hendur. Og einn bankinn, Verslunarbankinn, sem þegar hefur farið nokkuð eigin leiðir í tölvu- málum sínum, er alvarlega að velta fyrir sér að taka ekki þátt í beinlínuvinnsiunni í gegnum Reiknistofuna. Geir Magnússon, bankastjóri Sam- vinnubankans, telur að í framtíðinni, þegar hver banki verði farinn að þróa sín sérmál á sjálfstæðan hátt, þá verði Reiknistofa bankanna eins konar milli- færslustöð, eða „clearing-stöð“, á milli þeirra aðila sem að Reiknistofunni standa. ÁHRIF BEINU LÍNUNNAR Hvernig sem beinlínuvinnslunni verður fyrir komið er ljóst, að vinnslan mun hafa veruleg áhrif á öll vinnubrögð bank- anna. Um þetta virðast bankastjórarnir sammála. Þeir gera sumir ráð fyrir að nokkur tími muni líða þar til áhrifin verða að fullu komin í Ijós, en að lokum geti beinlínuvinnslan gerbreytt öllum af- greiðslustörfum í bönkunum og riðlað deildaskiptingu þeirra. „Þaö leiðir af þessu að gjaldkerarnir verða að gera rneira sjálfir en þeir hafa gert; hver gjald- keri verður að taka við verkefnum sem færu núna bæði í sparisjóðsdeild og víxladeild. Þannig hlýtur deildaskipting að vissu marki að þurrkast út af sjálfu sér. En ég á ekki von á því að hún þurrk- ist mikið út fyrr en eftir langa þróun“, segir Helgi Bergs. „Þegar viö erum komnir á skrið með þjálfun starfsfólks- ins“, segir Ólafur Ottósson, „getum við notað þessa tækni til að afgreiða við- skiptavininn á einum stað með allt sem hann þarf að losa sig við þegar hann kemur í bankann, hvort sem það er að spyrjast fyrir um lán, sækja um kredit- kort eða stofna nýjan reikning". Beinlínuvinnslan mun stórlega draga úr pappírsflóðinu í bönkunum. Engin nauðsyn verður lengur að prenta áfram út allar færslur sem færðareru á hverjum degi eins og nú er gert. TÖLVUBÖNKUM FJÖLGAR Besta dæmið um áhrifin sem samkeppni bankanna hefur haft á tæknivæðingu þeirra er útbreiðsla tölvubankanna. Iðn- aðarbankinn byrjaði eins og kunnugt er með tölvubanka á síðasta ári, en enginn annar banki hafði þá uppi áætlanir um að taka þá upp. En vegna þess að hinir bankarnir óttuðust að Iðnaðarbankinn næði forskoti á þá í aukningu innlána, vegna þægindanna sem hann bauð nú sparifjáreigendum við að geta komist í bankann hvenær sem er sólarhringsins, þá hafa þeir nú bundist samtökum um að koma upp sínu eigin tölvubankaneti, við hiið nets Iðnaðarbankans. „Ég tel ekki ástæðu til að kalla þetta samkeppni við Iðnaðarbankann“, segir Helgi Bergs nú um áætlun bankanna. „Þetta byggist á allt öðrum grundvelli en hjá Iðnaðarbankanum. Þar geta við- skiptavinimir fengið aðgang að potti Iönaðarbankans. Við í hinum bönkunum viljum gera þetta almennt, þannig að hvaða reikningshafi sem er geti farið í hvaða sjálfsafgreiðsluvél sem er og kom- ist í samband við sinn reikning. Við telj- um að markaðurinn sé svo lítill í þjóð- félagi þar sem eru kannski 100 þúsund reikningshafar, að það verði svo óskap- lega dýrt að segja upp svona net nema allir noti það saman". Það skýtur nokkuð skökku við þessa röksemdafærslu að Iðnaðarbankinn bauð, að sögn Ragnars Önundarsonar, bankastjóra, hinum bönkunum aðgang að sínu tölvubankaneti þegar hann hafði veður af vangaveltum þeirra um kaup á öðru kerfi. Helgi Bergs gefur í skyn að ástæðan fyrir aö þessu boði var hafnað hafi verið aö bankarnir hafi óttast að í slíku samstarfi myndi Iðnaðarbankinn alltaf halda forskotinu á hina bankana: „Þetta boö hefur ekki komið fyrr en þeir voru búnir að ganga frá öllu eins og þeirn hentaði hjá sér“, segir hann. „Hinirhafa svo boðið Iðnaðarbankanum aðild að sínu neti, en það verður að teljast eðli- legra að þeir sem hafa 90-95% af inn- lánunum bjóöi þeim sem hafa 5-10%. En ef Iðnaðarbankinn væri með í þessu hjá okkur, þá yrði hann náttúrlega að sætta sig þau skilyrði sem hinir settu, og gæti ekki haft allt óbreytt hjá sér“. Því eru horfur á að töluverð offjárfest- ing verði í tölvubönkum í landinu á næst- unni. Fyrstu tölvubankar í samvinnu bankanna, svokallaðir hraðbankar, verða settir upp í nóvember, og verða 7 talsins í fyrsta áfanga. Iðnaöarbankinn hefur nú einnig 7 tölvubanka í sínum af- greiðslustöðum. Hver sjálfsafgreiðsluvél er talin kosta þrjár til fjórar milljónir króna, og er þá ótalin fjárfesting í hug- búnaði vélanna og móðurtölvunni sem heldur utan um starfsemina. Það má greinilega heyra á stjórnend- um annarra banka en Iðnaðarbankans að þeir eru sárir bankanum fyrir að knýja þá út í þessa miklu fjárfestingu. Þeir tala um „Iönaðarbankaævintýrið" í þessu sam- bandi. Þeir segja að fyrir utan vélarnar sjálfar og búnaðinn muni það t.d. miðað við núgildandi vexti kosta bankana um 300 þúsund krónur á ári að liggja með hverja milljón krónur í reiðufé í tölvubönkunum. „Við teljum að það sé mjög ótímabært og óarðbært að fara út í „tölvubanka", segir Ólafur Ottósson í Alþýðubankanum. Þessu vísar Ragnar Önundarson á bug, og segir að ef hinir bankarnir teldu þetta óarðbært, þá hefðu þeir alls ekki elt Iðnaðarbankann með sitt eigið tölvubankakerfi. „Við reiknum með að endingartími vélanna sé 7-10 ár, og höfum ekki áhyggjur af því að þær muni ekki vinna fyrir sér“. Ragnar bætir því við að bankastarf- semin sé í dag láglaunagrein, m.a. vegna þess að verið sé að láta starfsfólk framkvæma færslur sem auðvelt væri að vélvæða; tölvubankinn vélvæði sumar stöðluðustu færslumar. Með því að minnka þörf bankanna fyrir vinnuafl, gætu bankarnir larið að greiða starfsfólki sínu betri laun og orðið samkeppnisfærir á vinnumarkaðnum. Þeir gætu einnig dregið úr fjárfestingum sínum í útibúum vegna vélanna. Reyndar taka fleiri en Iðnaðarbankamenn undir að sjálfsaf- greiðsluvélar geti sparað bönkunum kostnað í öðrum þáttum. Pétur Erlends- son í Samvinnubankanum kveðst hafa trú á að tölvubankarnir dragi úr þeirri fjölg- un útibúa sem annars yrði ef þeirra nyti ekki við. Stjómendur Samvinnubankans. Talið frá vinstri; Pétur Erlendsson bankastjóri, Snæþór Aðal- steinsson skrifstofustjóri, Geir Magnússon banka- stjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.