Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 62

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 62
62 TEXTI: KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR númer eitt, tvö og þrjú. Þetta held ég að við þurfum að gera okkur betur ljóst hér heima. í>að þarf að gera stórátak í menntunarmálum bankamanna hér á landi. Taka þarf upp samningsbundna grunnþjálfun fyrir nýliða. Allt of litlar kröfur eru gerðar til nýráðinna starfs- manna, sem sýnir sig best í hinu mikla streymi á starfsmönnum inn og út úr bönkunum. Stéttarleg vitund banka- manna sjálfra þarf að aukast. Banka- starfið er mikilvægt starf, sem við eigum að geta verið stolt af. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á jafnréttismál, en ég lenti í hópi, sem ræddi þau mál. Konur virðast allstaðar standa höllum fæti innan bankanna, en þó einna verst í Finnlandi og á íslandi. Astæðurnar eru þessar sígildu þ.e. minni menntun kvenna en karla, barneignir, ábyrgð heimilanna hvílir mest á konum, minna sjálfstraust kvenna, minni þátt- taka innan stéttarfélaganna o.s.frv. Eg álít þó að menntunin sé einn stærsti þröskuldurinn. Konur verða að afla sér menntunar til jafns við karla vilji þær standa jafnfætis þeim á vinnumarkaðn- um. Eg tel mig vera reynslunni ríkari eftir þátttöku á þessu námskeiði, sem var í alla staði lærdómsríkt og skemmtilegt. Pað að fá að kynnast starfsfélögum í öðr- um löndum, viðhorfum þeirra og skoð- unum er mikil hvatning og vona ég að sú reynsla sem við hlutum þarna komi til góða hér heima. Að lokum vil ég þakka stjórn SÍB fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að sækja þetta námskeið og ferðafélögum mín- um, Gunnari, Guðrúnu og Ingibjörgu fyrir samveruna og ógleymanlega viku í Hindsgavl á Fjóni. TRUNAÐARNAMSKEIÐ NBII 1985 Dagana 1.—6. september 1985 sótti ég trúnaðarmannanámskeið Norræna bankamannasambandsins NBU sem haldið var á Fjóni í Danmörku. Við vor- um 3 þátttakendur frá Islandi þ.e. Gunnar Helgason formaður FSLÍ., Ingi- björg Ögmundsdóttir, trúnaðarmaður í Utvegsbanka og undirrituð, en Guðrún Ástdís Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi SÍB var í forsvari fyrir hópinn. Satt að segja hafði ég alls ekki gert mér ljóst fyrr hversu öflug samtök NBU eru og hversu gífurlega mikilvæg þátttaka SIB í samtökunum er fyrir íslenskt bankafólk. Það er ekki lítils virði fyrir okkur hér uppi á Islandi, langt frá öðr- um þjóðum, að vera í samstarfi við „kol- lega“ okkar á hinum Norðurlöndunum, en þá á ég ekki aðeins við hina félagslegu samstöðu, heldur ekki síður að geta sótt til þeirra þekkingu og reynslu um allt er varðar hagsmuni bankamanna almennt s.s. um gerð kjarasamninga, menntunar- mál bankamanna, fagþekkingu, að ég tali nú ekki um tæknivæðinguna, sem er miklu lengra á veg komin þar en hér. Aðalumræðuefni námskeiðsins voru starf trúnaðarmannsins, menntun bankamanna og tæknivæðing bank- anna, en einnig voru rædd jafnréttismál, launamál, opnunartímar banka, vinnu- aðstaða og vinnuvernd. Trúnaðarmenn innan bankanna á hinum Norðurlöndunum eru greinilega miklu virkari og áhrifameiri en við hér heima. Ber þar auðvitað margt til. Trún- aðarmannastarfið hér er tiltölulega ungt og við höfum kannski ekki enn lært að beita okkur sem skyldi né gert okkur fyllilega ljóst hverju við getum áorkað. Einnig hafa starfsfélagar okkar ekki enn lært að nýta sér trúnaðarmanninn. Ennfremur taka stjórnendur bank- anna á hinum Norðurlöndunum meira tillit til trúnaðarmanna þar en hér og hafa meiri samvinnu við þá. I norsku samningunum um trúnaðarmenn segir m.a. „Trúnaðarmenn og stjórnendur banka skulu gera sitt besta til að skapa og viðhalda góðri samvinnu innan bank- ans.“ „Fyrirhugaðar breytingar í starf- semi bankans, sem hafa munu þýðingu fyrir starfsmenn, skulu kynntar trúnað- armönnum á undirbúningsstiginu." Þátttakendur: Guðrún Ástdfs Olafsdóttir starfsmaður SÍB, Gunnar Hans Helgason formaður starfsmannafélags Landsbankans, Kristln Eirlksdóttir (höfundur) starfsmaður I erlendum viðskiptum Landsbankanum. Hlutverk trúnaðarmanna hér hjá okk- ur er svipað, en þ.e. m.a. að vera tengilið- ur milli starfsmanna og stjórnenda og reyna að miðla málum ef upp koma vandamál á vinnustað. Gagnkvæmt traust milli stjórnenda og starfsmanna hlýtur að vera báðum aðilum í hag, ekki síst nú, í hinni harðnandi samkeppni milli bankanna. Það er því mikilvægt að stjórnendur bankanna hér heima geri sér betur grein fyrir hlutverki trúnaðarmannsins ogþví, að þeir eru engar grýlur settar til höfuðs bönkunum. Vona ég að okkar ágætu bankastjórar hér í Landsbankanum geri sér þetta betur ljóst. Talsvert kom til umræðu að íslenskir bankar væru að taka upp beinlínu- vinnslu „on line“ og fengum við mikla hvatningu frá starfsfélögum okkar hvað þetta varðar. Töldu flestir að breytingin væri jákvæð og ekki þyrfti að óttast upp- sagnir vegna hennar. Var þeim mikið í mun að sannfæra okkur um að ekki væri ástæða til að óttast beinlínuvæðinguna. Ljóst er þó að stórvægilegar breytingar munu eiga sér stað í íslenska bankakerf- inu á næstu árum og því mikilvægt að allir starfsmenn séu vel undir breyting- arnar búnir. Hvað varðar menntun bankamanna kom í ljós að þar skortir mikið á hjá okk- ur. I Noregi og Danmörku tekur grunn- menntun bankastarfsmanns minnst 2 ár. Bankarnir annast sjálfir hina „prakt- ísku“ menntun en síðan taka bankaskól- arnir við framhaldinu. Það tekur t.d. 7 ár að ljúka öllum stigum Norska banka- skólans, en sú menntun er auðvitað ekki skylda. Ennfremur kom fram að bank- arnir ráða nú í auknum mæli háskóla- menntað fólk til starfa og ef horft er til framtíðarinnar þá tel ég að menntun sé EGTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.