Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 64

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 64
64 ÞÁTTIIR MENNTUNAR Í AUKINNISAMKEPPNI FJÁRMAGNSFYRIRTÆKJA TEXTl: BENEDIKT K. GUÐBJARTSSON Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með rekstri banka og fjármögnunarsjóða, að þjónustan við viðskiptavinina hefur tekið stórstígum breytingum hin síðari ár, og þá einkum síðustu tvö árin. Hver stofnun keppir að því að veita sem víðtækasta þjónustu eftir að tak- markanir á rekstri banka og sparisjóða hafa verið afnumdar í tíð núverandi bankamálaráðherra. Nýjir aðilar hafa komið inn á fjármagnsmarkaðinn sem veitt hafa bönkum og sparisjóðum aukna samkeppni og örlað hefur á samkeppni frá tryggingafélögum. Samkeppni milli bankastofnana og annarra fjármögnu- narfyrirtækja er að verulegu leyti orsökin fyrir breyttri og bættri þjónustu bank- anna. Þá hafa viðskiptavinir gert kröfur til aukinnar þjónustu sem bankar hafa mætt með söfnun upplýsinga og ráðgjöf til þeirra, með aðstoð nýjustu tækni. Hvemig mæta bankamir þessum breyttu aðstæðum? Eru þeir tilbúnir til að mæta þeim eins og þeir eru í stakk búnir í dag, eða er að vænta breytinga í vali og menntun þess bankafólks sem starfa mun í banka framtíðarinnar. Þess- um og hliðstæðum spurningum verður reynt að svara í þessu greinarkorni. HVER ER ÞÁTTUR FRÆÐSLUNNAR í SAMKEPPNI? Það er samdóma álit bankamanna að menntun starfsfólksins sé grundvöllur aukinnar og bættrar bankaþjónustu. Menntun er því samkeppnisþáttur og einn sá þýðingarmesti. Banki sem trygg- ir ekki starfsfólki sínu góða þjálfun og sérhæfingu í bankaþjónustu á það á hættu að dragast aftur úr. Það má því ætla að aukin áhersla verði lögð á mennt- un bankamanna á næstu árum. Umfang menntunar ræðst að sjálfsögðu af þeim arði sem banka fellur í skaut með aukinni menntun. Henni eru því takmörk sett. Verður nú litið á einstaka þætti sem að okkur snúa sem svarað gætu framan- greindum spurningum. BANKAMANNASKÓLINN Skólinn mun annast fræðslustarfsemi fyrir alla banka, sparisjóði og fjármála- fyrirtæki í eigu þessara aðila. Starf sitt mun hann rækja með því að undirbúa námskeið, námsstefnur, fyrirlestra- flokka, láta semja námsefni og hjálpar- gögn til notkunar við bankafræðslu. Umfang þessara starfa mun ráðast af þörf bankanna hverju sinni og áhuga starfsmanna þeirra fyrir menntun. Mun þar miklu ráða hversu víðtæk samvinna verður meðal bankanna annars vegar s.s. um rekstur reiknistofu, sameiginlegt tékkakerfi, gírókerfi, greiðslukortakerfi o.fl. og hinsvegar um áhuga allrar bankastéttarinnar fyrir sameiginlegri efl- ingu bankaþjónustunnar sem sérhæfðrar starfsgreinar. Þá mun fræðslustarfsemi skólans einnig taka mið af fræðslutilboði hins al- menna skólakerfis. Mun vart þörf á því að skólinn annist kennslu í greinum sem kenndar eru í grunnskólum og almenn- um framhaldsskólum, eða aðgengilegum frjálsum námsstofnunum sem fjölgað hefur verulega hin síðari ár. Að lokum mun umfang fræðslu skól- ans taka mið af þeirri sameiginlegu ósk stjórnenda og starfsmanna bankanna, að allir starfsmenn eigi rétt til að afla sér menntunar, án tillit til kyns eða búsetu í samræmi við áhuga og hæfileika hvers og eins. Rök fyrir eflingu Bankamannaskólans eru m.a. þau, að sveigjanlegt og fjöl- breytt fræðslukerfi er betur hæft til að mæta nýjungum og breyttri bankaþjón- ustu. Valkvætt fræðslutilboð, sem hæfir flestum með tilliti til menntunar og reynslu, kemur að bestum notum fyrir ný ráðið starfsfólk. Um leið þarf fræðslutil- boðið að vera á breiðum grunni svo að það mæti þörfum sem flestra bankastofn- ana. Gera má ráð fyrir að mikil aukning verði á fræðslu sem tengist lögfræði og hagfræði, einkum fyrir þá sem munu taka að sér ráðgjöf fyrir viðskiptavini. Sama er að segja um þjálfun sem byggist á fenginni reynslu af bankarekstri. Reynt verður að beina starfsmönnum í fræðslu sem hæfir hverjum og einum. Verður það ekki aðeins gert í byrjun starfsferils í banka, heldur stöðugt allan starfstímann. Til að það nýtist sem best, þarf að gera kennslufræðilegar athugan- ir, búa til gott námsefni og vanda fram- setningu þess. Æskilegt er að þar haldist í hendur bókleg fræðsla og starfsþjálfun. Nýjar kennsluaðferðir munu þróast s.s. með aðstoð myndbanda og tölvu- skerma. Á þann hátt verður hægt að ná til flestra bankastarfsmanna án tillits til búsetu. Benedikt E. Guðbjartsson lögfræðingur, Lands- bankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.