Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 13

Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 13
Tölvuvœðing bankanna 13 EinarJ. Skúlason hf. Nýtt skráningarkerfi Eins og bankamönnum er kunnugt er tölvuvæðing banka og sparisjóða á Reykjavíkursvæðinu nú í fullum gangi. Útibú Landsbankans í Breiðholti hefur nú verið tengt tölvu RB á beinni línu og er áætlað að hug- og vélbúnaður verði prófaður þar í um það bil 2 mánuði áður en næsti afgreiðslustaður verður tengdur. En þó beinlínan sé ekki tilbúin hefur fjöldi afgreiðslustaða tekið hluta hins nýja tölvubúnaðar í notkun við hefð- bundin störf samanber gjaldkeravél- arnar sem nú má sjá í velflestum úti- búum. Auk þeirra eru mörg útibú búin að taka upp nýtt skráningarkerfi, sem hannað hefur verið fyrir hinar nýju Kienzle tölvur, af starfsmönnum Einars J. Skúlasonar h/f. Stóru diskettuvélarnar víkja fyrir skjá og lyklaborði sem komið er fyrir á sérstaklega hönnuðum tölvuborðum. Kerfið heitir einfaldlega Skráning og byggir á valmyndum, s.k. samtals- formi. Notandinn slær inn eitt atriði í einu og er leiðbeint áfram í kerfinu með ábendingum um hvað næst skuli gera. Þannig eiga menn ekki á hættu að verða strandaglópar þótt þeir ýti á vitlausan takka þar sem iðulega má sjá leiðbeiningar út úr ógöngunum með því að lesa vel það sem á skjánum stendur. Þessi uppbygging gerir það að verk- um að kerfið er mjög aðgengilegt og hefur skráningarfólki reynst tiltölu- lega auðvelt að tileinka sér notkun þess. Sjálf skráningin er ekki svo mjög frábrugðin þeirri skráningu sem notuð hefur verið innan bankanna fram að þessu. Verkefnunum (AH, SP, VI o.s.frv.) er haldið aðskildum og skjölin innan þeirra skráð í bunkum eins og verið hefur. Fyrir hvern bunka er skráð bunkafærsla með upplýsingum um verkefni, dagsetningu og bunka- upphæð. Skráning er þó mun nýtísku- legra og fullkomnara kerfi að flestu leyti. Með tilkomu skjásins þarf not- andinn t.d. ekki lengur að leggja röð atriða í sérhverri færslu á minnið, þar sem ávallt má sjá á skjánum færslu- form þeirrar færslu sem verið er að skrá hverju sinni. Reynt hefur verið að gera kerfið þannig úr garði að sem flestar villur séu leiðréttar áður en skráningin fer út úr húsi og hefur reynslan sýnt að villulistum fækkar til muna hjá þeim sem það nota. Til þess að gera skráninguna sem öruggasta og réttasta eru höfð villu- próf á öllum svæðum sem hægt er að koma því við. Svæði eins og færslu- lykill, bankanúmer, höfuðbókarnúmer og nafnnúmer eru villuprófuð í öllum verkefnum og auk þess svæði sem háð eru hinum ýmsu verkefnum samanber bókhaldslykill í AB-verkefni, lána- flokkalyklar og valdideringar í VX og SB-verkefnum o.fl. Þegar skráningu í bunka er lokið ber kerfið saman innslegna bunkaupphæð og samtalsupphæðina sem slegin hefur verið í bunkann. Stemmi þessar upp- hæðir ekki er ekki hægt að loka bunk- anum. Bunka sem ekki hefur verið lokað er aftur ekki hægt að senda. Stór hluti mögulegra villna er þannig leið- réttur áður en að sendingu kemur. Auk skráningarforritsins eru innan kerfisins ýmis forrit til hagræðingar við vinnsluna. Hægt er að fá prentað út yfirlit yfir það sem skráð hefur verið yfir daginn. Einnig má fá útprentað uppgjör, þar sem sundurliðaðar eru inn- og útborganir, fjöldi inn og út bunka fyrir hvert verkefni og fjöldi færslna. Sérstakt forrit sér um að lesa skráninguna út á diskettur sem sendar eru til RB og annað forrit sér um af- ritstöku svo eitthvað sé nefnt. Vinnutilhögunin í skráningardeild- unum breytist ekki ýkja mikið í fyrstu en Ijóst er að vinnutilhögunin innan bankakerfisins í heild á eftir að breytast að verulegu leyti samfara þessari tölvuvæðingu. Varðandi skrán- inguna er hugmyndin sú, að færa hana út í deildirnar þannig að hver deild sjái um skráningu þeirra verkefna sem undir hana heyra. Bakskráningin minnkar þannig að verulegu ef ekki öllu leyti. Skráningarfólk þarf þó ekki að óttast að missa atvinnu sína, verk- efnin breytast og færast til og ný verkefni skapast fyrir önnur sem leggjast niður. k.H. Sendum öllum bankastarfsmönnum okkar bestu nýársóskir og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða! sfÉ)-ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS ■$$$? Þjónustubanki þinn

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.