Bankablaðið - 01.12.1985, Síða 15
15
Vilbergsdóttir sem er fulltrúi og að-
stoðarmaður Guðrúnar Ásgeirsdóttur,
aðalféhirðar. Við báðum Sigrúnu að
lýsa undirbúningnum eins og hann
hefði komið henni fyrir sjónir.
Vilborg sagði, að fyrst eftir að vitað
var, að útibúið ætti að vera nk. til-
raunaútibú, þá hefði verið um töluvert
óöryggi og óvissu að ræða. Fólkinu
fannst það fá of lítið að vita. Síðan hefði
þetta lagast eftir því sem betri upp-
lýsingar bárust. Nú ríkti mjög góður
andi og allir væru tilbúnir í slaginn.
Mjög góðar upplýsingar hefðu komið
frá Rb og Bankamannaskólanum og
æfingatímarnir í RB væru mjög góðir.
Þá hefði líka verið mjög góð námskeið
hjá bankanum. Að lokum sagði Vilborg
það einnig hjálpa mjög mikið, að í
útibúinu væru reglulega haldnir
fundir þar sem stjórnendur kæmu
saman til að ræða þau mál sem til úr-
lausnar væru hverju sinni. Þar gæti
hún komið á framfæri því sem hún
hefði áhuga á varðandi mál starfs-
manna.
Við hér á blaðinu viljum nota þetta
tækifæri til að óska starfsfólkinu í
Breiðholtsútibúinu alls hins besta í
þessu mikilvæga hlutverki. Vonandi
verður sú reynsla sem þarna fæst
notuð skynsamlega í framtíðinni.
© Rosengrens
Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar
gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulbönd og seguldiska.
Geymið viðkvæmustu og verðmætustu upplýsingar fýrirtækisins
í öruggum skáp.
Eldtraustir
tölvugagnaskápar
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUN 10 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 651000
Reiknistofa bankanna
Bankablaðið náði tali af Þórði B.
Sigurðssyni, forstjóra RB. Okkur lá
mest forvitni á að vita, hvernig bein-
línuvinnslan myndi virka á starf-
semi reiknistofunnar.
Þessu svaraði Þórður þannig:
Vissulega mun margt í starfsemi RB
breytast við beinlínuvæðinguna. í
stuttu máli má segja, að starfsemi RB
skiptist í þrjá þætti: a) inntak, b)
vinnsla, c) úttak. í dag skila bankarnir
af sér færslum á tímabilinu kl. 18.00—
21.00. Þar af eru býsnin öll af tékkum,
sem eru OCR lesnir hjá RB. Á beinni
línu við RB eru bankarnir að skila
færslum allan daginn og það flýtir
lokaskilatíma til RB stórlega. Þess fer
hins vegar ekki að gæta í betri skila-
tíma frá RB, fyrr en OCR lesturinn er
kominn á beina línu í bönkum og spari-
sjóðum.
Hvað varðar vinnsluna, þá breytist
hún ekki svo mikið, enda er mikill og
góður vélakostur hjá RB sem verður
enn aukinn. Það er síðan annað með
útprentun gagna. Menn verða að gera
sér grein fyrir því, að útprentun gagna
er tímafrek og því gjarnan flöskuháls í
tölvuvinnslunni.
Það er hægt að velta þeim leiðum
fyrir sér, að staðsetja prentara úti í
bönkunum, eða þá að RB komi sér upp
hraðvirkum laserprentara. Þá leið þarf
að fara sem bestum árangri skilar
miðað við tilkostnað innan skynsam-
legra marka.
Hvað er þér efst í huga, nú, þegar
búið er að tengja fyrsta útibúið við RB?
Ég er afskaplega ánægður. Þetta
gekk allt mjög vel og fólkið virtist
mjög ánægt. Uppgjör gekk vel og voru
fjórir af sex gjaldkerum búnir að ljúka
uppgjöri fyrir kl. hálf fimm. Það er
mér líka ofarlega í huga, að framhaldið
megi ganga vel, og að hvergi verði á
slakað.
Hvað telur þú, að það muni taka
langan tíma að þróa og taka í notkun öll
afgreiðslukerfin?
Ég held að það eigi ekki að taka svo
langan tíma úr þessu. Þessi vinna ætti
að vera komin verulega áleiðis, þegar
tengingum þessa áfanga lýkur. Ég spái
því, að í lok næsta árs verði flest allt
komið í gagnið.
Við þökkum Þórði fyrir samtalið og
óskum honum og hans starfsliði góðs
gengis með framhaldið.