Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 46
Hressilegt fólk eftir margra klukkutíma
stöðu í biðröð.
Ferðamál
Fjölmargir bankamenn, makar
þeirra og börn nutu sérstakra ferða-
kjara í sumar, þar sem ferðanefnd SÍB
(Margrét Brynjólfsdóttir og Helgi
Hólm) sömdu við Samvinnuferðir hf,
um mjög ódýr fargjöld til Kaupmanna-
hafnar og Álasunds. Menn þurftu þó að
hafa fyrir því að ná í miða. Hér í
Reykjavík voru miðarnir seldir á laug-
ardagsmorgni og sumir byrjuðu að
bíða snemma um nóttina. Félagar í SÍB
úti á landi gátu hringt. Allir miðarnir
seldust upp og vitum við ekki annað en
að allir hafi átt ánægjulega för. Allar
líkur eru á því, að SÍB reyni eitthvað
svipað á næsta ári.
Listaverkasýning
Sú bráðskemmtilega hugmynd
fæddist í vetur að SÍB gengist fyrir
listaverkasýningu í sambandi við 50
ára afmælið. Það reyndist ekki neinum
vandkvæðum bundið að ná til lista-
fólks úr röðum bankamanna.
Sýningin var síðan haldin um miðjan
apríl og komu fleiri hundruð manns að
skoða hana. Var þetta kærkomin til-
breyting í starfi sambandsins.
Meðal áhugasamra listunnenda má þekkja
Kjartan Pál Einarsson í varastjórn SÍB, og
Guðrúnu Ásgrímsdóttur og Þórunni Krist-
insdóttur úr Búnaðarbankanum.
Trúnaðarmanna-
námskeið NBU
Eins og margir vita, þá gangast nor-
rænu samböndin árlega fyrir sameig-
inlegu námskeiði fyrir trúnaðarmenn.
í þetta skipti fór námskeiðið fram í
Danmörku dagana 2.—6. september.
Þátttakendur frá SÍB voru Gunnar
Hans Helgason, Kristín Eiríksdóttir og
Ingibjörg Ögmundsdóttir. Guðrún
Ástdís Ólafsdóttir var einn af leið-
beinendunum. Námskeiðið þótti takast
mjög vel og tókst mjög vel að gefa þátt-
takendum kost á að kynnast aðstöðu og
viðfangsefnum hvers annars. Næsta
námskeið verður haldið á svipuðum
tíma í Svíþjóð á næsta ári.
Kynningarstarf
21. september s.l. hélt stjórn SlB
kynningarfund í Valaskjálf á Egils-
stöðum. Þangað var boðið öllu banka-
fólki á Austurlandi. Eins og áður, þá
var samvinna milli SÍB og aðildarfé-
laganna við þessa kynningu. Var farið í
heimsóknir í mörg útibú dagana áður,
en síðan var sameiginlegur fundur þar
sem f jallað var um hin ýmsu málefni.
Fyrst voru flutt stutt framsöguerindi
en síðan fóru fram umræður í hópum.
Þátttaka var mjög góð og komu þátt-
takendur af öllu svæðinu, allt frá Höfn
í Hornafirði til Vopnafjarðar. Að
loknum fundinum var haldin sameig-
inleg árshátíð og var þá sungið og
dansað fram eftir nóttu. í vetur er
fyrirhugað að heimsækja bankafólk á
Suður- og Vesturlandi.