Jazzblaðið - 01.04.1948, Side 16

Jazzblaðið - 01.04.1948, Side 16
TROMPETLEIKARINN Framhaldssaya eftir Dorothy Baker. Upphaf sögunnar. Höfundur segir, aö sagan sé til orðin fyrir áhrif af tónlist einhvers bezta og frxgasta jazzleilcara, sem lifað hefur, bandaríska trompetleikarans Bix Beider- becke, en sé ]>ó ekki ævisaga lians né nokk- urs manns. Þessi listamaður féll í valinn i blóma lífsins, og ýmislegt sem kunnugt er úr ævi lians, þykir svipa til örlaga sögu- hetjunnar, og því hafa margir Bix jafn- an í huga við lestur bókarinnar. Riklci Marteins hafði eklci mikið af for- eldrum sínum að segja. Móðir hans dó fá- um mínútum eftir að hann fæddist og faðir hans strauk fáum dögum síðar, og skildi Rikka eftir hjá frænku hans og frænda, systkinum, sem tólcu hann með sér, þegar þau fluttu búferlum til Los Angeles, og þar eyðir Rikki æskuárum sínum frá því að liann var átta ára. Heimilislíf vissi hann þó ekki hvað var, hann hafði reyndar fæði og húsnæði, en varð að sjá um sig að öðru leyti sjálfur. Hann gelclc í barnaskóla, en var heldur linur við lærdóminn, gekk ill að læra allt, sem ekki hafði rím eða rhythma. Hann skreiddist þó gegnum prófið. Þá sneri hann sér að því að innrita sig í gagn- fræðaskóla, en sú skólaganga varð ekki lengri. Honum varð af tilviljun gengið inn í kirlcju, þar sem hann freistaðist til að taka lag á píanóið, og þarmeð var hann kominn í tæri við köllun sína, tónlistina. Hljóðfæri átti hann ekkert, en hann liafði séð í búðargluggum meðfærilegri ódýrari hljóðfæri en píanó, t. d. blásturshljóðfærin, og ákveður að leggja sig allan fram til þess að eignast slíkt verkfæri. En, hvað á hann? Hvar á að taka peningana? Hvað getur hann selt? Hvað getur hann veðsett fyrir gripnum? Hann átti reyndar um þessar mundir fernar buxur, allar nokkurnveginn jafn góðar, sæmiiegar, og þrjú snilldarleg hengi- tré, en hann gat ekki leyft sér að pant- setja buxurnar sínar. Frænka hans hafði haft of mikið fyrir að ná í þær handa hon- um. Engu fremur gat hann haldið áfram að snuðra kringum veðlánabúðirnar með nefið að glugganum. Þeir set.ja mann inn fyrir slíkt, því að það er flakk. Þuð sem enn verra var, í þessu tilfelli, það var bæði flakk og skróp, og fyrir slíkt er maður dreginn aftur í skólann. Hann þurfti ekki að láta segja sér neitt um það. Og þá, allt í einu, datt honum í hug, að hið snjallasta, sem hann gæti gert, væri að fá sér vinnu og vinna sér inn nóga pen- inga til þess að geta dregið sig í hlé heim í íbúðina hans frænda með heiðarlega borg- að klarinett eða trompet og halda áfram tónlistarnáminu. Auðveldast af öllu, væri að húkka sér einhvers staðar í sálmabók. Allrasálnakirkja er nú ekki eina kirkjan í Los Angeles. Það ætti svo sem að vera hægðarleikur að liúkka sér einhvers staðar í nótnahefti, ef maður vissi, hvar það væri að finna. En hann var ósköp lítill. Fjórtán ára gamall virtist hann hvorki vera stærri né sterkari en hann væri tíu ára. Hann hefði kannski getað komizt í drengjakór — það hefði iíklegast verið rétta starfið handa honum — en það var ekki um neina drengjakóra að ræða. Aftur á móti var hnefaleikavöllur í þeim hluta borgarinnar, og hann fór þangað til að bjóðast til að selja leikskrár og sælgæti á kappleikakvöld- um. Hann fékk ekki vinnuna. Hann vissi það áður, en hann bauð sig fram. Hann hafði haldið sig of mikið innanhúss og 16 $a,Maéiá

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.