Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 7
mikla leikni til að geta þanið sig upp og-
niður eftir borði hljóðfærisins og fram-
kallað sem flestar nótur á sem skemmst-
um tíma. Til þess að afsanna þetta, þarf
ekki að fara lengra en til snillingsins Arm-
strong, og athuga sólóar hans, því að jafn-
vel þótt hann hafi nóga leikni til þess að
taka (leika) hvað sem er, nær hann ætíð
mestu valdi yfir hugum hlustenda, þegar
hann leikur róleg lög með löngum tónum
og gefur sjálfan sig algjörlega á vald leikn-
um. Þess má geta að á plötunni Swinc/
That Music (Decca), leikur Armstrong all-
an síðasta chorus, nefnilega 32 takta, sam-
fleytt á háa C. Fleiri dæmi mætti taka, en
nú skulum við snúa okkur aftur að „hin-
um frjálsa leik“, improvisationinni. Full
tíu ár framan af æviskeiði sínu var jazz-
inn eingöngu frjálst leikinn. Jazzhljóm-
sveitir voru þá yfirleitt ekki stærri en sex
til átta manna og venjulegust hljóðfæra-
skipun var: trompet, klarinet og tromhone
(básúna) ásamt rhythmasveit, sem í fyrstu
innihélt píanó, trommur og stundum hanjó,
en seinna breyttist þessi sveit í hina full-
komnu rhythmasveit nútímans, en í henni
eru auk píanós og trommu, kontrabassi
og guitar. Stíll sá er fyrstu jazzhljómsveit-
irnar léku, hefur verið nefndur „dixie-
land“-stíll, og er hann fi'emur óalgengur
orðinn nú til dags. Enda þótt hann sé nú
sjaldheyrður, hefur hin improviseraða jazz-
músik ekki liðið undir lok, og gerir það
vafalaust ekki meðan nokkuð það er til,
sem heitir jazz. Hana heyrum við á öllum
Jam-sessionum og ótal plötum, enda er hún
að flestra áliti skemmtilegasti jazzinn, hæði
að leika hann og hlusta á hann. Mig langar
til að minnast liér á plötuna Rosetta með
Charlie Shavers o. fl. (V-disc), sem að
mínu áliti er gott dæmi um afar vel im-
proviseraða plötu frá seinni árum. En hún
er ekkert einsdæmi og margar fleiri, ekki
síðri, mætti nefna, en í upphafi var víst
ekki ætlunin að þetta yrði plötulisti, svo
að af því verður ekki.
Aðalmunur á improviseruðum og útsett-
um jazz er, eins og nöfnin benda til, sá,
að hinn síðarnefndi er skrifaður niður á
nótur og leikinn eftir þeim, sem aftur á
móti er aldrei gert, enda ekki hægt að gera,
við þann fyrrnefnda. Eins og gefur að
skilja, hlýtur útsettur jazz því að vera
stirðari og meira einhliða, bæði vegna þess
að þar koma eingöngu fram hugmyndir
útsetjarans og einnig vegna þess að frjáls-
ræði hvers einstaks hljóðfæraleikara eru
þar settar miklum mun þrengri skorður
en í improviseruðum jazz, vegna þess að
þar sem t. d. mörg blásturshljóðfæri leika
saman eins og eitt margraddað, verða menn
að vera með allan hugann við nóturnar,
til þess að forðast ónákvæman samleik.
Þegar fleiri en sex til átta menn leika sam-
an, sérstaklega ef blásturshljóðfærin eru
fleiri en fjögur, er nauðsynlegt að „setja
út“ fyrir hljómsveitina í fyrsta lagi til
þess að forðast af mikinn hávaða í leikn-
um og í öðru lagi til að komast hjá til-
breytingaleysi, bæði fyrir hlustendur og
hljóðfæraleikarana, sem leiðir af því, þeg-
ar fjórir eða fleiri „blásarar" (blásturs-
hljóðfæraleikarar) improvisera stöðugt.
Slíkar „jam“-hljómsveitir, en svo eru þær
hljómsveitir, sem eingöngu leika improvis-
eraðan jazz stundum nefndar, geta því að-
eins staðist að í þeim séu snillingar, sem
eru færir um að gera stöðuga tilbreytingu
í leik sinn. Eins og ég gat um áður, er
eitt aðal einkenni jazzins, og jafnframt
það, sem hann hefur fram yfir aðra músik,
sólóar. f þeim kemur fram mestur jazz og
án þeirra missir hann gildi sitt. Hljómsveit-
ir, sem liafa engum sólóistum á að skipa,
geta því varla talizt jazzhljómsveitir, en
sem betur fer eru þær ekki margar. Stund-
um reyna þeir hljóðfæraleikarar, sem svo
illa eru á vegi staddir, að geta ekki af ein-
hverjum ástæðum leikið sóló, að skrifa upp
sólóar annarra manna og leika þær sjálfir,
en oftast verður líkt að hlusta á þær og
að drekka upphitað kaffi, því að í þeim
heyrir maður ekkert annað en tóna liljóð-
færisins tekna án nokkurar tilfinningu. Oft
vill líka bregða við, að útsetningar hljómi
líkt og uppskrifaðar sólóar, en mjög góðir
og samæfðir hl jóðfæraleikarar geta þó
Framh. á bls. 15.