Jazzblaðið - 01.05.1948, Síða 10
U R YM 5 U M ATTU M
Um Be-bob.
Um 1940 var klúbbur, sem nefndur var
„Minton’s Playhouse" til húsa í Cecil hótel-
inu í Harlem svertingjahverfi New York
borgar. Framkvæmdarstjóri hans var og
er enn hinn fyrrverandi
hljómsveitarstjóri Teddy
Hill. Joe Guy stjórnaði
fjögurra manna hljóm-
sveit hússins, honum
svipar mikið til Roy
Eldridge — sem hann
dáist mjög að, og þegar
Roy eða Hot Lips Page eða Charlie Shavers
léku að gamni sínu með, var Joe til með
að rjúka upp úr öllu valdi á trompetinn
þegar samkeppnin jókst. Unglingur að
nafni Dizzy Gillespie leit stundum inn með
trompetinn sinn og lék hin óvenjulegustu
og undarlegustu jazztónbrigði, en enginn
tók hann alvarlega vegna hins óþýða tóns
hans.
Þarna var Ieikið í fimm tíma á hverju
kvöldi og í ca. þrjá tíma léku vanalega
einn eða tveir aðkomumenn
með hljómsveitinni. Fjögur
eða fimm kvöld í viku var
reglulegt fjör þarna. Liti
maður fram í salinn, mátti
sjá Benny Goodman, Harry
James, Art Tatum og marga
marga fleiri, meðal annars
ungra negra-músikanta, sem síðan
þá hafa orðið frægir... Þeir ólust upp í
andrúmslofti „Minton’s“ og músik sú, sem
þeir leika í dag kölluð Be-bop.
Geri aðrir betur.
George VI. Bretakonungur á afar stórt
jazz-plötusafn og er altalað í Stóra-Bret-
landi að hann skemmti sér og hinni kon-
unglegu fjölskyldu, nærri því á hverju
kvöldi eftir kvöldverð,
með plötu-hljómleikum.
Hann hefur mjög lít-
inn áhuga fyrir klass-
ískri músik. Þessi á-
gæti konungur, er ekki
sá eini, sem hefur mæt-
ur á jazz, heldur er hann frábært dæmi
hinna mörgu persóna, á hvaða aldri, kyn-
þætti, trúarflokki og litarhætti sem er, er
hafa hina mestu ánægju og skemmtun af
jazz-músik.
Hertoginn af Windsor er jafnvel ennþá
þekktari en George konungur VI. fyrir
hollustu þá er hann sýnir jazz-músikinni;
Þegar hann afsalaði sér völdum og yfirgaf
Bretland, tók hann hið mikla plötusafn sitt
með sér, hvert sem hann fór.
Að endingu.
Húsfreyjan sat ásamt einum
gesta sinni úti á svölum og
bárust háværir ómar symfóníu-
i'iljómsveitar (frá útvarpinu)
út til þeirra. „Yndislegt, finnst
yður það ekki?“, sagði frúin.
„Hvað segið þér?“, sagði gest-
urinn. „Finnst yður þetta ekki yndislegt?"
„Þér verðið að tala hærra, ég heyri ekkert
fyrir þessum helv ... hávaða“.
10