Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 11
Spurningar og svör
Spurning þessa blaðs hljóðar þannig: Hvað cr Be-bop og hvcrt er álit þitt á því?
Hér fara á eftir svör þeirra manna, er spurðir voru.
Baldur Kristjánsson hljómsveitarstjóri.
Be-bop er nýr stíll í jazzmúsik. Þar pætir mjög margbreytilegra
hreyfinga hljóðfallsins og mjög er undir því komið, að þ<jir sem
leika þennan stíl hafi tækni og séu „rhythmiskir" og ekki sízt hug-
myndaríkir (sbr. Dizzy Gillespie). Álit mitt á Be-bop er, að það sé
stórt spor í rétta átt, til framþróunar góðrar jazztónlistar.
Gunnar Egilsson klarinetleikari í hljómsveit Björns K. Einarssonar.
Eins og Benny Goodman setti heiminn á annan endann meó sínu /
i,swing“ árið 1936, munu Be-bopistarnir setja heiminn á annan end-j
ann með Be-bopinu, og hafa reyndar þegar gert það. Be-bop er íl
rauninni ekkert nýtt fyrirbrigði. Það hefur alltaf verið að þróast. \
en fékk ekki sitt fasta form fyrr en um árið 1940. Án efa eiga allir,
sem vilja, eftir að kynnast því betur á komandi árum. Mér er ókleift
að fara nánar út í að útskýra Be-bop, en bvað áliti mínu á því viðvikur þykir mér mjög
gaman að því og eftir því sem ég heyri það oftar, þess betur líkar mér við það.
Kristján Kristjánsson liljómsveitarstjóri.
1. Be-bop er ný stíltegund í jazz. 2. Aðaleinkenni eru langar „impró-
viseraðar fraseringar", sem fara langt út fyrir bin upphaflegu
hljómatakmörk lagsins. Aðallega byggt upp af stækkuðum fimm-
andum. 3. Orðið Be-bop hefur skapast af hinum sérkennilegu
,rhythma“ fraseringum", sem heyrast oft hjá Be-bop hljóðfæraleik-
íi'um; tvær áttunda parts nótur, „staccato", á fyrsta áherzluatkvæði
i taktinum. Hlustið á Be-bop. Það skýrir sig- sjálft.
Svavar Gests trommuleikari í K.K.-sextettinum.
Hugtakið Be-bop er dregið af hljóði í „fraseringunni", sem sérkenn-
andi er fyrir þessa tegund jazzins — kemur það venjulega fram í
samstæðu af tríólum og nær hámarki sínu skyndilega með áttunda
eða sextánda parts nótu í síðasta taktslætti. Þessi skýring er ef til
vill ekki fyrir þá sem músikmálunum eru lítt kunnugir, en þeir ættu
hæglega að geta þekkt þennan músikstíl á hinum margbrotnu „im-
próviseringum“, sem eins og leysa upp alla laglínu og samhljóm tónverksins. Miiiir
uppáhalds jazzleikarar eru Be-bop leikararnir og' ætti það að vera næg skýring, hvað
áliti mínu á Be-bop viðvíkur.
jaxxlUiS 11