Jazzblaðið - 01.05.1948, Síða 19

Jazzblaðið - 01.05.1948, Síða 19
að hafa bústaðaskipti á ný. En Jeffi var ekki hörundsár fyrir því, hvaða lit mamma hans málaði píanóið. Hann gat spilað á það, hvernig sem það var á litinn í það og það skiptið. Því fleira sem Rikki heyrði, þeim mun hryggari varð hann. Hann fór að hugsa um það, hversu ánægjulegt það hlyti að vera að sofa í herbergi með þrem bræðr- >mi sínum, allt góðum strákum, og eiga þrjár systur sofandi einhvers staðar í hús- inu, og pabba til að afhenda honum pen- ingana, og mömmu til að vekja mann til morgunverðar með heimilisfólkinu. Og þá rann það allt í einu upp fyrir honum, að þetta voru bara negrar, en það stóð ekki lengi. Aftur iifnaði í glóðinni og hann þóttist vita, eftir drengnum þeirra að dæma, honum Smók, hvílíkt ágætisfólk Jórdan- fjölskyldan hlyti að vera. Síðan kom hon- um í hug, hvernig það væri að ganga fram- hjá Vilhjálmshúsinu og heyra músik út um framdyrnar og labba inn og segja „Sæll og blessaður, Jeffi“ og staldra við og hlusta á hann spila á bláa píanóið þangað til mál væri að halda heim í háttinn hjá bræðrum sínum og systrum. Indælt líf, jafnvel þótt þeir væru negrar. Miklu betra en bræð- ingur og skonrok og vatnsgrautur í ein- veru, jafnvel þó að maður sé hvítur, og. ekkert hægt að fara nema í vinnuna til Ganda og biðja þess af heilum hug, að Smók reki upp hausinn og byrji að tala. Þannig gekk það fyrir sig að staðaldri. Kikki gat ekki um annað hugsað en Smók í þá daga. Hann var dauðhræddur við að Smók mundi missa allan áhuga fyrir hon- um af því að hann hafði ekki mikla vizku fram að færa eða kunni ekki frá mörgu að segja. Hann gat ekki sagt af fjölskyldu sinni, því að um hana vissi hann ekkert. Hann gat ekki talað um skólann, um hann vildi hann alls ekki tala. Það eina sem hann gat sagt, í tíma eða ótíma, var, að hann langaði áreiðanlega til að læra að leika á eitthvert hljóðfæri. Það var eini tengiþráður hans við Smók og það eina ákveðna, sem hann hafði til að segja hon- um. Þar fyrir utan gaf hann sig helzt að spurningum, sem Smók gazt vel að — spurningum eins og þeim, hvaða álit hann hefði á þessu eða hinu — og síðan hlust- aði hann af öllum mætti á meðan Smók sagði álit sitt. Smók þótti nú heldur nýja- bragð af þessu, því að enginn hlustar á mann af öllum mætti þar sem eru sjö í heimili, auk mömmu og pabba. Þau vita allt sem maður hefur að segja, eða halda að þau viti allt. Smók kaus heldur að fara niður til Ganda, enda þótt búið væri að segja honum upp vinnunni þar, og tala við Rikka, sem gekk til fara eins og hann væri háttsettur, í nýjum buxum með vatns- greitt hár og hreinar neglur og, þrátt fyrir allt þetta, virti hann viðtals. Smók gat ekki almennilega trúað þessu, því að hann var af þeim kynflokki kominn, sem er því ekki vanur að vera virtur viðtals, og hann gaf auga markalínunni, sem ekki mátti fara yfir. Það væri ekki hægt að hefja vináttu, en það var hægt að tala. Rikki vissi ekki af neinni markalínu. Áður en varði, var hann búinn að gleyma því, að til væri slíkt orð sem negri. Hann lét sig það eitt skipta, að Smók líkaði vel við hann, eða að minnsta kosti ætlaði hann að hegða sér eins og hann gerði þangað til hann stálpaðist svolítið meira og eign- aðist sínar eigin hugmyndir. Á meðan ætl- aði hann að vinna bug á tímanum, halda Smók tangarhaldi þangað til sá dagur rynni, að hann hefði eitthvað ákveðið að bjóða honum upp á, þangað til hann gæti sýnt honum einhvern veginn að hann, Ríkarður Marteins, væri ekki síður verður vináttu og virðingar en, ja, til dæmis, Jeffi Vilhjálms, og er þá mikið sagt. Hann fann það einhvern veginn á sér, að ef hann fengi dálítinn frest, mundi hann á einn eða annan hátt verða mikilmenni — rétt eins og' fullur maður, sem fær þá flugu í hausinn, að hann sé kominn á fremsta hlunn með að kunna svar við lífinu, dauð- anum og hugsuninni, hann getur bara ekki almennilega, á stundinni, komið orðum að því, gefið honum aðeins augnabliksfrest, það er alveg að koma! Framh. Ja:dLU 19

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.