Jazzblaðið - 01.07.1948, Qupperneq 19

Jazzblaðið - 01.07.1948, Qupperneq 19
„AMBASSADORINN“ með trompetinn ^Saaa/t ttni jcrS CjiffcAfj'c tif ffurnjíu Eftir Leonard Feather. Leiðin er á enda, en minningarnar fyrn- ast ekki. Fyrir Dizzy Gillespie, sem nýlega er kominn heim eftir sigursælan hljóm- leikaleiðangur um Evrópu með Be-bop hljómsveit sína, eru þetta þær endurminn- 'iigar, sem hann mun aldrei að eilífu gleyma. Pyrir tíu árum heimsótti hann Evrópu, sem óþekktur þriðji trompetleikari í hljóm- sveit Teddy Hill. Hinir tveir trompetleik- ararnir voru hafðir til skýjanna, fengnir til að leika inn á plötur í Frakklandi og yfirleitt virtir sem stórmenni, meðan ungl- mgurinn John Giilespie var ekki virtur viðlits. í ár fór það á annan veg, Dizzy fór sem táknrænt dæmi um þær framfarir, er orðið höfðu á amerískri jazz-músik í stríðinu, tneðan Evrópubúar höfðu ekkert af henni að segja. „Það var furðulegt", sagði Dizzy við mig nm daginn, „en hvar sem við komum, fund- ttffl við músikanta, er smiglað höfðu inn Plötum okkar, tekið upp lögin og leikið þau nótu fyrir nótu. Sumir þeirra skilja og leika þetta mjög vel“. Hljómsveitin lék aðallega í Svíþjóð, þó að fjölmennustu hljómleikarnir hafi verið t Káupmannahöfn í Danmörku, þar sem þeir léku fyrir 9000 áheyrendur. í „Winter Palace“ í Stokkhólmi, sem er stór hljóm- leikahöll, varð að vísa hundruðum manna ft'á. Ekki aðeins ungum sænskum músik- öntum og aðdáendum, heldur einnig eldra fólkinu, en forvitni þess hafði verið vakin með forystugreinum og mynd- um í dagblöðunum og kom það nú til að heyra be-bop leikið, af sjálfum braut- ryðjanda þess. „Þeim hefur ekki aðeins tekizt að skilja hinn nýja stíl, sem ég hefi kynnt — heldur hafa þeir tekið hann fram yfir gamla tímann. Dixieland-jazzinn, sem svo lengi hefur verið hafður í hávegum þar“, skýrði Dizzy út. „Við urðum fyrst fyrir vonbrigðum“, hélt hann áfram, „þeg- ar ekki var hægt að leika á hljómleikum þeim, sem ákveðnir höfðu verið í Englandi. Hópur músikanta fór til samtaka hljóð- færaleikara og báðu þá að létta af bann- inu gegn amerískum hljómsveitum í nógu langan tíma svo að hægt yrði að halda fáeina hljómleika — þeir létu undan, í fyrsta sinn í fimmtán ár var mér sagt — en atvinnumálaráðuneytið stöðvaði okkur“. „England, Prakkland og fleiri lönd eiga marga Be-bop aðdáendur“, bætti Dizzy við, „og er áhugi þeirra svo mikill, að það er góður jarðvegur fyrir þessa tegund jazz- tónlistar þar“. Þetta er endurtekning á því, sem skeði 1928—31, þegar jazz-músikantar og áhuga- menn í Englandi höfðu búið svo vel í hag- inn fyrir Louis Armstrong og Duke Elling- ton, að þegar þeir komu náðu þeir óskertri hylli almennings. Á hinn bóginn má bera þetta saman við Dizzy, sem tókst reyndar að hafa ofan af fyrir sér sem tónlistamanni í heimaland- inu, en fékk fyrst erlendis viðurkenningu þá er hann átti skilið. Við skulum vona að hylli hans eigi eftir að vaxa heima fyrir. (Lausl. þýtt). $a»LtaÍiÍ 19

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.