Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 4
Hallur Símonarson: ISLENZKIR HLJOÐFÆRALEIKARAR Jóhannes Eggerfsson Jóhannes Eggertsson, er með afbrigðum fjölhæfur hljóðfæraleikari. Leikur hann á mikinn fjölda hljóðfæra af ólíkustu gerðum, og líkast til leikur enginn Islend- ingur á jafn mörg hljóðfæri og hann. Aðal hljóðfæri hans eru nú sem stendur tromm- ur, er hann leikur á í hljómsveit Carl Billich að Hótel Borg, og celló, sem hann leikur á í symfóníuhljómsveitinni og út- varpshljómsveitinni. 1 Lúðrasveit Reykja- víkur leikur hann á tenórhorn og baritón. I útvarpshljómsveitinni lék Jóhannes á tympani, áður en hann byrjaði þar með cellóið. Auk þess hefur hann svo leikið á trombón, kontrabassa og píanó í danshljóm- sveitum hér áður fyrr. Enda þótt Jóhannes sé með svona mörg hljóðfæri í takinu, hefur hann náð mikilli leikni á sum þeirra, t. d. er hann álitinn af flestum bezti íslenzki cellóistinn. Jó- annes er gæddur óvenjulegri tóngáfu, sem á sinn mikla þátt í því, hve auðvelt hon- um reynist að læra á hljóðfæri. Jóhannes Eggertsson er fæddur í Reykja- vík 31. maí 1915. Er hann sonur Egg- erts heitins Jóhannessonar, hins þjóð- kunna hljóðfæraleikara, svo segja má, að tónlistin sé honum í blóð borin. Hann fékk snemma áhuga fyrir tónlistinni, eins og gefur að skilja, því hún var í hávegum höfð á heimili hans. Árið 1935 byrjaði hann að leika dans- músik opinberlega, og þá fyrst í hljómsveit, er Aage Lorange var með í Iðnó. Lék hann þar á kontrabassa. Veturinn eftir lék hann einnig í Iðnó í hljómsveit, sem kallaði sig „Blue Boys", en í henni léku auk Jóhann- esar, er lék þar á trommur, Henry Rasmus- sen, píanó, Adolf Theódórsson, altó-saxafón, Skafti Sigþórsson, tenór-saxafón og Guð- laugur Magnússon á trompet. Næstu árin lék Jóhannes á ýmsúm stöðum, t. d. hjá Carl Billich að Hótel Island og Aage Lor- ange í Oddfellow. 1 Oddfellow lék hann á trombón, en á trombón hafði hann lært hjá Þjóðverjanum Helmut Siddicher, sem lék á trompet í hljómsveit Carl Billich. Árið 1938 byrjaði Jóhannes að leika að Hótel Borg, og hefur hann leikið þar að mestu síðan. Byrjaði hann með kontrabassa þar, en í tangóum og völsum lék hann á píanó, og segir Jóhannes, að það sé það versta, sem hann hafi komist í sem hljóðfæraleik- ari, því hann hafi alltaf gengið skjálfandi að píanóinu. Lék hann aðeins nokkra mán- uði á þessi hljóðfæri, en skipti þá yfir á trommur, sem hann hefur eingöngu leikið á síðan í dansmúsik. Jóhannes er mjög góð- ur trommuleikari, og er sagt að enginn hér á landi hafi stöðugra „tempo", en hann. Jóhannes hlustar talsvert á plötur, sem hann ráðleggur og öllum að gera, er leggja stund á hljóðfæraleik, eins mikið af og mögulegt sé. Fátt sé éins þroskandi fyrir mann, sem leikur jazzmúsik, og að hlusta á góðar jazzplötur, ekki einu sinni, heldur oft. 4 JantíJiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.