Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 6
Hvað er improviseríng? EFTIR PAUL EDUARD MILLER Jazzunnendur og gagnrýnendur eru staddir í sjálfskaparvíti. Annars vegar hafa þeir upphafið jazzinn sem „alls herj- ar improviseringu", án þess að hafa í huga viðurkennda merkingu orðsins improviser- ing og án þess að setja fram nákvæma skýringu, sem fest gæti rætur í málvenju. Á hinn bóginn, þegar á það er bent, að improvisering krefst rækilegrar kunnáttu bæði tónsmiðs og hljóðfæraleikara, verður varla sagt annað um margan jazzleikarann sem „improviserar", en að list hans sé æði reikul. Mig langar til þess, frekar en að tala um improviseringu sem einhvern lykil að jazz, að draga athyglina að beztu dæmum þessarar tegundar af tónlist, en get ekki um „skólana" eða stefnurnar. Eins og all- ar listir aðrar krefst jazzinn þess að vera dæmdur eftir músikgæðum, en ekki eftir sambandinu við sérstaka túlkunarmáta. Bezti jazzinn á heimtingu á virðingu og sanngjörnu mati — og skiptir þá ekki máli, hvort um er að ræða Burgundy St. Blues leikið af George Lewis, The Slieilc af Good- man sextettinum, Crescando and Diminu- endo in Blue af Duke Ellington, Arkansas Blues af Jimmy Johnson, Davenport Blues af Bunny Berigan, Relaxin’ at the Touro af Muggsy Spanier, Once in a While af Armstrong, St. James Infirmary af Artie Shaw, Lonesome Road af Kid Ory, Panama af Red Nichols, eða Solar Plexus Blues af Max Miller. í stuttu máli, það er ekki hægt að dæma músikgildi jazzins með því að spyrja: er hann improviseraður eða raddsettur? Það væri ekki þörf slíkrar spurningar, ef notuð væru einföld hugtök tónfræðinnar til þess að þjálfa hugsunina um jazzinn. Eg skír- skota til þess, að orðin „list“ og „lista- mennska“ eru notuð til þess að tákna tvennt í músik. Þó að erfitt sé að greina þau að, held ég samt, að þegar við tölum eða skrif- um um jazz, getum við vegið merkingu hvors um sig og fundið, að þau séu sitt hvað. Það er blátt áfram hægt að segja, að tónlistamennska sé athöfnin (hljóðfæra- leikur), sem endar í list (tónlistinni). Þess vegna ættum við fyrst, þegar við ræðum um hlutverk improviseringar, að ganga úr slcugga um, hvort talið snýst um list eða listamennsku í jazz. Víst er um það, að improvisering felur í sér listamennsku, hina sjálfkrafa tilfinningu, sem kemur fram í hljóðfæraleik. En þetta er aðeins meðalið til að framleiða listina. Hinn ágætasti jazz er ágætur, ekki vegna þess að hann er skapaður af mönnum, sem nota eða nota ekki raddsetningu á nótum, heldur af hinu, að músikin hefur til að bera geðhrif og byggingarsnið, sem ásamt listrænu flytjandans leiðir af sér list. Hvers vegna hafa jazzunnendur þá þessi ósköpin öll fyrir því að sýna fram á, að improviser- ing sé kjarni og sérkenni jazzins? Ég held, að það sé aðallega af því, að þeir beri ekki skyn á kjarna jazzins, hið iðandi líf listar- innar. Sönn improvisering er ekki framin af handahófi. Hún er undirbúningslaus tón- yrking, þar sem stefið er spánýtt og hefur ekki verið leikið áður, en hljóðfæraleikar- inn leggur út af því eftir föstum reglum í samhljómum og byggingu. Slík improvis- ering er ekki til í jazz. Það er venjulega 6 jazzlUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.