Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 9
Alex sendi blaðinu þetta bréf: Fyrir nokkrum vikum, las ég í einu dag- blaðanna smáriflildi um jazz. Annar aðil- Vnn vildi algjörlega leggja jazzþátt útvarps- %ns niður, og talaði af miklu þelckingar- leysi um jazzinn. Hinn vildi aftur á móti halda tímanum áfram og lofaði hann mjög, og sagði hann, að allir jazzvinir teldu hamn mjög vel fluttann o. s. frv. Ég kem nú með enn nýtt sjónarmið í þessu máli. Margar plötur, sem þar eru leiknar eru hreinasta afbragð og á ég þar eingöngu við lvinar (alltof fáu) með nýrri hljómsveitunum. En skýringamar á öllum plötunum eru skamm- arlega lélegar. Endaleysumar, sem þar eru sagðar, keyra um þverbak. Eitt kvöldið var Chubby Jackson sagður leika á trommur, (hann leikur á bassa). Emie Caceras átti að leika tenór-saxafón sóló á annari plötu, (hann leikur á klarinet og baritön-sax). Svo kom plata með Ellington og voru sóló- istarnir taldir upp, en svo þegar platan kom, þá var hún sungin, enginn fékk að vita hver það gerði. Fjórða platan lcom og var þar farið mörgum fögrum orðum um rhythmaleikinn á henni, en það voru menn úr sitt livorri áttinni og hafa senni- ioga komið saman til að leika inn á þessa einu, eða fleiri plötur. Slíkt getur aldrei orðið vel gott. Einhver bezti rhythmi i hljómsveit var hjá Count Basic, sem var því að þakka, að mennimir hófðu leikið samain í ótalmörg ár. Þetta og annað þessu verra verður að laga ef jazzþátturinn á ekki að missa fylgjendur að stórum mun. Alex. Plötusafnari sendir svo eftirfarandi bréf: Eg óska útgef. til hamingju með þetta snjalla blað. Gjarnan vildi ég að fleira yrði birt um jazzplötur. Listinn í síðasta hefti var fyrirtak og væri óskandi að fá fram- hald af honum. Mig langar að fá að vita hverjir leika með Louis Armstrong á plöt- uinni „West End Blues", og eins hverjir rhythmaleikararnir eru á plötunni „On the sunny side of tlie street“ með Lionel Hamp- ton. Með fyrirfram þökkum. Plötusafnari. Á „West End Blues“ leika: Louis Arm- strong á trompet, Fred Robinson trombón, Jimmy Strong klarinet, Earl Hines píanó, Mancy Cara banjó, Zutty Singleton tromm- ur. Á „Sunny side“ leika: Jess Stacy píanó, Allan Reuss guitar, Cozy Cole trommur og John Kirby bassi. (Hinir eru Hampton á vibrafón, J. Hodges á altó-sax og Buster Bailey á klarinet). Að mínum dómi ber Django Reinhardt höfuð og herðar yfir alla aðra guitarleik- ara heimsins. Rex Stewart. Art Tatum er mesti jazzleikari, sem ég hefi nokkurn tíma heyrt í. Mary Lou Williams. Þegar ég heyri vel leikið á píanó og veit ekki hver það er, giska ég ætíð á, að það sé Johnny Guiarneri, því hann leikur af svo mikilli fjölbreytni. Teddy Wilson. Svo framarlega, sem þú ert tónlistar- maður, þá kemstu ekki hjá því, að sjá, að Art Tatum er snillingur. Max Kaminsky. Be-bop er swing með öfugum áherzlum. Dizzy Gillespie. Dixieland þýðir að leika falskt, í rangri tóntegund, í óhreinni skirtu, grútdrullugur og blindfullur. Dave Tough. (Það skal tekið fram, að trommarinn Dave er þekktur grínisti og orð hans því vart sem áreiðanlegust). ^lUii 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.