Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 11
Teagarden, Henry J. Allen, Otto Hardwick, Gene Krupa, J. C. Higginbotham, Mczz Mezzrow o. fl. o. fl. Eftir 1934 hafi Fats litla hljómsveit, sem lék með honum inn á plötur. Hljómsveitin nefndist Fats Waller And His Rhythm, og voru í henni, breytingalítið, auk hans sjálfs: Herman Autrey, trompet; Eugene Sedric, klarinett og tenor-sax; A1 Casey, gítar; Billy Taylor, bassi og Harry Dial á trommur. Það sem einkum einkennir allar plötur með Fats Waller er hinn lótti, f jörugi andi, sem í þeim ríkir, blandinn hinni leiftrandi kímni hljómsveitarstjórans. Nánasti vinur Fats var Ken McComber, sem raddsetti fyrir hann og þekkti stíl hans til hlítar. Annars hirti Fats varla nokkurn tíma um að hafa niðurskrifaðar nótur fyrir hljóm- sveitina, er hún lék inn á plötur. Fats gaf mönnum sínum yfirleitt óbundnar hendur við leik þeirra og skorti þá oft ekki hróp og áeggjanir frá honum. Maður hefur það einhvern veginn á tilfinningunni, að Fats og menn hans skemmti sér engu síður við að spila inn á plöturnar en við að hlusta á þær. v Fats fór til Evrópu árið 1932 og stóð til, að hann ynni með Spencer Williams sem píanóleikari og söngvari í París og London. En einn góðan veðurdag gat Spen- cer hvergi fundið Fats og komst að því, að hann hafði skvett rækilega í sig og brugðið sér til New York með fyrstu ferð. X næsta skipti sem Fats kom til Evrópu árið 1938, var hann orðinn frægur maður. Hann lærði einhverja skozka mállýzku í Glasgow, lifði eins og greifi í London og kom aftur til New York ári síðar. Thomas „Fats“ Waller var mikill píanó- leikari. Einn af þeim beztu, sem um getur í sögu jazzins. Fáir hafa haft eins mikil áhrif á jazzpíanóleik og Fats Waller hafði um skeið. Ennþá heyrir maður hjá heims- frægum jazzpíanóleikurum endurspeglast glefsur úr stíl Fats. Plötur hans eru auð- vitað misjafnar eins og allra annarra. En flest sem hann gerir er fallegt og látlaust. ist óskeikull í leik sínum. Menn minnast þess ekki að hafa heyrt hann slá feilnótu. Billy Strayhorn segir, að hann hafi beztu vinstri hendi af öllum jazzpíanóleikurum, og þykir Strayhorn ekki neinn skynskipt- ingur á tónlist. Margir framúrskarandi jazzleikarar hafa látið í Ijósi aðdáun sína á Fats Waller. Píanóalbúm var gefið út til minningar að honum látnum með tónsmíðum hans, og lék Earl Hines inn á helminginn af því. James P. Johnson, píanóleikarinn heims- frægi, samdi blues-lag til minningar um Fats. Fremstu jazztónlistarmenn Banda- ríkjanna, sem þvi gátu við kornið, fylgdu Fats til hinztu hvíldar, og héldu hljómleika til minningar um hann, þar sem eingöngu voru leiknar tónsmíðar eftir hann.Count Basie var einn af líkmönnunum, og Hazel Scott lék á kirkjuorgelið við jarðarförina. Thomas „Fats“ Waller var hvers manns hugljúfi og átti vini á hverju strái. Hjarta Fats vár eins stórt og líkami hans. Pening- ar voru honum einskis virði, og hann var fram úr hófi hjálpsamur. Glaðværð hans var viðbrugðið, og hann var kvennagull hið mesta. Árið 1940 varð hann hættulega veikur og fór í bindindi, eftir að læknir hans hafði aðvarað hann, en byrjaði smátt og smátt aftur að drekka. Hann var mjög vínhneigð- ur, og hinar furðulegustu sögur gengu um það magn, sem hann gat innbyrt, án þess að láta á sjá. Enda var hann aðeins 285 pund. Hið sama var upp á teningnum árið 1942, þegar honum var sagt, að hann ætti aðeins nokkra daga eftir ólifað, ef liann breytti eigi um lifnaðarhætti. Fats gat aðeins lifað rólífi í stuttan tíma. Lífið var honum eitt langt „crescendo" og hann varð að lífa því hratt, en vísvitandi gerði hann engum tjón nema sjálfum sér. Fats Waller var einn glæsilegasti áhrifa- maður jazzins. Hann var mjög fjölhæfur. Stórbrotinn píanóleikari, mikill orgelleik- ari og gott tónskáld. Hann var lífsglaður Framli. á bls. 21. $azzlU& 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.