Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 13
Svavar Gests: FRÉTTIR of FLEIRA erlent. U. S. A. Red McKenzie dó fyrir nokkru í New York 47 ára að aldri. Hann var á sínum tíma í röð fremstu jazzleikara og söngvara. Hann lék í hinni frægu plötu „Hello Lola“ og „One Hour“, með Mound city blue blowers. „Zip-a-dee-doo-dah“, lagið úr Walt Disney kvikmyndinni „Song of the south“ hlaut „Academisku" verðlaunin eða Oscarinn eins og þau eru stundum nefnd, sem bezta lag í kvikmynd árið 1947. Næst komu svo „A gal in Calico“, „You do“, Pass the peach pie“ og „I wish I didn’t love you so“. Billie Holiday er nú farinn að syngja aftur eftir eins árs dvöl á heilsuhæli og segja gagnrýnendur, að hún hafi aldrei sungið betur en einmitt nú. King Cole söng fyrir nokkrum mánuðum lagið „Nature boy“ inn á plötu og hafa nú selst af henni hátt á annað milljón ein- taka. Ekkert lag hefur náð eins miklum vinsældum síðari árin í U.S.A. og þetta lag, en það er eftir einsetumanninn Eden Ahbez og er eina lagið hans. Bækur. Nýlega er komin út bók í U.S.A. eftir Barry Ulanov. Hún er um söngvarann, sem allir kannast við, Bing Crosby. Jack Teagarden er um þessar mundir að skrifa endurminningar sínar úr tónlistalífinu. Leonard Feather og Dizzy Gillespie eru að skrifa bók um nútíma jazz. Duke Ellington var nýlega skorinn upp við nýrnasjúkdómi, og stjórnaði útsetjari hljómsveitarinnar Billy Strayhorn henni á meðan, og lék Mary Lou Williams á pianóið. Cab Calloway hefur nú minnkað hljóm- sveit sina niður í sjö manns auk söngkonu. Með honum eru Jonah Jonas á trompet, Keg Johnson trombón, Sam Taylor tenór-sax, Hilton Jefferson altó-sax, David Rivera píanó, Panama Francis trommur og Milton Hinton bassi. Söngkonan er Mary Louise. Alvy West reyndur jazzleikari hefur nú stofnað litla hljómsveit, sem af gagnrýn- endum er sögð sú bezta, sem heyrst hefur í í langan tíma. Hljóðfæraskipun er, West á altó-sax og svo trompet, harmonika, tveir guitarar, bassi og trommur. Plötur. Eigi nýjar plötur nokkurntíma eftir að koma hingað þá eru hér nokkrar, sem enginn ætti að láta sig vanta. Louis Armstrong: I want a little girl. Eddie Safranski: Bass mood. King Cole tríó: The geek. Harry James: Nina. Mel Powell: The old blac magic. King Cole: Nature boy. Claude Thornhill: Robbins nest. Billie Butterfield: I can’t get started. Duke

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.