Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 16
F.Í.H. æfði saman nokkra tangóa og rhumbur fyrir þennan dansleik og var gerð- ur góður rómur að. Söngvari var Haukur Morthens og kynnti hann ásamt hljóm- sveitinni rhumbu, sem heitir „South Amer- ica, take it away“. Hún á áreiðanlega eftir að ná miklum vinsældum hér. — Enn sem komið er verður lítið hægt að segja um, hvort nokkrar breytingar verða á hljóm- sveitum bæjarins, því hauststarfsemin er ekki að fullu hafin. Heyrst hefur þó, að Kristján Kristjánsson ætli að stofna átta manna hljómsveit. Hún á að innihalda þrjá saxa, trompet, trombón og þrjá rhythma. Hvar þeir koma til með að leika veit eng- in. — Um daginn rakst ég á grein í einu dagblaðanna um hinn heimsfræga söngv- ara Paul Robeson. Þar var sagt að lagið „01 man river“, sem þið kannist öll við, hefði verið samið sérstaklega fyrir Paul og hefði hann gert það að því sem það er. Ekki er öll vitleysan eins. Haft er eftir höfundi lagsins, Jerome Kern, að aðeins einum manni hafi tekizt að túlka lagið eins og Kern hugsaði sér það, er hann samdi það og það er Frank Sinatra. Paul er eflaust meiri söngvari en Frank, en eftir þessa staðfestingu Kern, getum við svona ímyndað okkur hvort hann samdi lagið fyrir Paul sérstaklega, enda er lagið orðið nokkuð gamalt, en samkvæmt fram- METRONOME HLJÓMSVEITIN 1947 angreindri grein, var Paul orðinn vel full- orðinn þegar hann tók til að syngja og hefur því ekki sungið í neinn órafjölda. Það er ekki allt satt, sem kemur á prenti. í vetur skýrði Vísir og „Tímaritið (sálugu) Jazz“ frá því, að hljómsveitarstjórinn Bob Crosby væri látinn. Þetta er hin mesta vitleysa. Bob er við ágæta heilsu og ætlar sér ekki að deyja næstu tíu árin. Aftur á móti er Frank Sinatra dauður. Hann andaðist að heimili sínu í New Jersey í sumar og hefur sonar sonur hans og al- nafni, hinn þekkti söngvari, sennilega fylgt honum til grafar. — í enn einu blaðinu var talað um „Jazz“-tónskáldið George Gershwin og sama gerði Ríkisútvarpið. Gershwin hefur aldrei samið neitt sem jazz getur nefnst. Hann samdi mikið af dæg- urlögum og nokkur af stærri verkum hans svo sem „Rhapsody in blue“, ber dálítinn keim af jazz, en það er sama og ekkert og er því allt annað en jazz. Fyrst þetta ber á góma, þá ætla ég að geta þess, að mjög bráðlega verður birt grein í blað- inu um Gershwin og „jazz“-tónverk hans. Ég ætla svo að ljúka þessu með nokkr- um orðum til trommuleikara. Vinsamlega athugið, að það er svo margt annað á einu trommusetti, sem hægt er að leika á heldur en „Hi-hatinn“. — S. G. Þeir sem kosnir voru vinsælustu jazz-leikarar ársins af lesendum ameriska músik- blaðsins Metrwnome, léku inn á eina plötu fyrir noklcrum mánuðum og voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Á efstu mynd t. v. eru frá vinstri: Dizzy Gillespie trompet, Bill Harris trombón, Buddy Rich trommur, Barry Ulanov og George Simon ritstjórar Metronome, King Cole píanó, Pete Rugolo útsetjari hjá Stan Kenton, Ed Safranslci bassi, Flip Phillips tenór-sax, Buddy DeFranco klarinet og Billie Bauer guitar. Á næstu mynd fyrir neðan eru Ed, Billie og Buddy og á neðstu myndinni eru svo King Cole, Stan Kenton og Dizzy Gillespie. Á myndunum t. h. að aftan DeFranco og Flip og að neðan trommu- leikararnir Buddy og Shelly Manne. Lögin sem leikin voru heita: „Leap here“ eftir King Cole og léku það allir hljóð- færaleikararnir á myndinni efst t. v. Hitt lagið hét „Metronome riff“. Það var leilcið af sömu mönnum, auk hljómsveitar Stan Kenton, en hún var kosinn vinsælasta hljóm- sveitin. Lögin eru á Capitol-plötu. 16 ^azziUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.