Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 18
Upprennandi Jazz-stjörnur ★ VICTOR FELDMAN Victor fæddist í London árið 1934. Bræður hans tveir eru þekktir hljóðfæra- leikarar í Englandi og strax og Victor komst á legg lagði hann tónlistina fyrir sig og kaus sér trommu fyrir hljóð- færi. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann varð þekktur trommuleikari, en það var árið 1941 eða þegar hann var sjö ára að aldri. Þá kom hann fram með þekktri danshljóm- sveit í London og kom ennfremur fram á jazz „jamboree“ í London árin 1941, 1942 og 1944. Hann hefur komið fram í tveimur enskum kvik- myndum, „Theatre Royal“ og „King Arthur was a gentleman“. Victor var tæp- lega tólf ára þegar hann var álitinn einn af fremstu trommuleikurum heimsins. Glenn heitinn Miller sem á stríðsárunum var með hljómsveit í Englandi, ásamt Ray McKinley og fleiri þekktum jazzleikurum amerískum sem evrópískum- viður- kenndu það. Victor hefur komið víða fram með tríó sitt og sextet, svo sem í BBC og einnig í þekktum leikhúsum víða í Englandi. Inn á plöt- ur hefur hann leikið afar mikið, svo sem „Drummer man“ og „Sweet Georgia Brown“, á Columbia F2050 og „Zansibar" og „Coolin of“, Col. F2070. Tríóið er skip- að honum og bræðr- um hans Robert og Monty. Ennfremur hafa leikið með hon- um hljómsveitarstjór- inn og guitarleikar- inn Vic Lewis, píanó- leikarinn Ralph Sharon og guit- arleikarinn Laurie Deniz, sem eins og Victor á tvo bræður sem eru hljóðfæra- leikarar, en Deniz bræðurnir leilca allir á guitar og eru mjög þekktir í Englandi og hafa leikið með Harry Parry, Buddy Featherstonhaugh og fleiri brezkum hljóm- sveitum, en það er önnur saga. Svörin við spurningunum á bls. 8. 1. (a) 1928. (b) 1930. (c) 1929. (d) 1930. 2. (a) George Gershwin. (b) Irving Berlin. (c) Duke Ellington. (d) Fats Waller. (e) Cole Porter. 3. (a) Summertime. (b) Embraceable you. (c) Swanee. (d) I got rhythm. 4. Billy Kenny. 5. Negri. 6. (a) altósax. (b) trompet. (c) trombón. (d) guitar. (e) bassa. (f) klarinet. 18

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.