Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 19
TROMPETLEIKARINN Framhaldssaga eftir Dorothy Bakcr. Framh. tómri tilviljun, því að þeir gerðu þetta við livern tóninn eftir annan og aldrei eins. Þetta var aldeilis töfrandi, lag eftir lag, kvöld eftir kvöld. Það er varla auðveldara að gefa skýr- ingu á þessu en „sjötta skilningarvitinu". Jeffi og hljómsveitin hans voru búin að leika svo lengi saman, að á milli þeirra var orðið andlegt samband, áhrif og and- svör. Þeir notuðu einhvers konar merkja- kerfi án þess að vita af því. Þeir skynjuðu afstöðu hlutanna hvert augnablik, alveg eins og hægri hönd píanóleikarans skynjar, hvað sú vinstri gerir. Þegar sú rétta sam- vinna er hafin, gerast hlutirnir af sjálfu sér. Rikki leit á sjálfan sig sem píanóleik- ara, enda þótt hann hefði e.kki séð píanó í nærri þrjá mánuði. Og fyrir þrem mán- uðum hafði „Adeste Fidelis", leikið ofur- hægt, verið aðalrétturinn allra þeirra verka, sem hann bar á borð. Þar sem hann sat þarna ásamt Smók á bak við ljósrákina, hvarflaði því varla nokkurn tíma að honum, að hann gæti ekki, ef tækifæri byðist, labbað rakleitt innfyrir, setzt að píanóinu og leikið nákvæmlega eins og Jeffi Vilhjálms lék. Vel á minnst, mig grunar, að Rikki hafi stundum haldið, að hann væri Jeffi Vilhjálms. Hann hafði heldur flókinn hugsunarhátt um þessa hluti. Fyrst var hinn gleypandi áhugi hans á tónlistinni, síðan var hin djúpa tilfinning hans gagnvart Smók Jórdan, einu manneskjunni í allri veröld- inni, sem hann þekkti og þótti vænt um. Eða það getur hafa verið fyrst Smók og því næst tónlistin. Hvort sem á undan kom, urðu þau tvö að vera samantengd. Sumir kölluðu þetta spilltan félagsskap. Hvað um það, Rikki átti upptökin að þvi að þeir fóru út að Kattaklúbbnum, og þegar þeir voru búnir að fara þangað einu sinni, stakk hann upp á því aftur og aftur, þangað til það var orðið að sjálfsögðum hlut að fara þangað þrjú eða fjögur kvöld í viku. Smók kom til Ganda eftir kvöldverð og hangs- aði þar þangað til Rikki losnaði, um níu- leytið, og þá lögðu þeir af stað eftir ein- hverri götunni, sem liggur í áttina til Kattaklúbbsins. Á næstnæsta götuhorni var Rikki vanur að seilast í vasann eftir síga- rettupakka, sem var hin eina fullorðins- sönnun, sem hann hafði upp á að bjóða — og rétti að Smók. Og þegar hann var sjálf- ur búinn að fá sér eina, voru þeir vanir að nema staðar, og annar hvor kveikti báðum á eldspýtu. Þetta var þeirra helgi- siður, staðfesting á lagsmennsku þeirra, og þeir vissu af því báðir. Rikki tók þetta alvarlega. Smók gat alltaf kúvent sér í hvað sem var, en Rikki var alltaf fjötr- aður af málefninu. Úr því að hann var búinn að troða sér inn á Smók, komu á móti óafvitandi viðbrögð. Ekkert hefði getað breytt tilfinningum hans gagnvart Smók, en engu að síður forðaðist hann að hugsa um sjálfan sig og Smók í föstum hugtökum, heldur aðeins skynja að þeir voru til, að þeir voru saman, hann og eini vinur hans, án allra lýsingar- orða, bara tvær manneskjur, það var allt og sumt. Það var af lítillæti annars vegar að hann þóttist tæplega þess maklegur að koma til móts við Smók, og á hinn bóginn flazzlLSiS 19

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.