Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 20
var það af einhvers konar stolti, því að þótt hann sjálfur hefði kosið sér svartan hörundslit umfram hvítan á augnablikinu, heyrði hann nú hinar liljuhvítu kynslóðir bylta sér í gröfinni og bera honum á brýn að hann væri orðinn vitstkertur. En hann valdi sér þá eina leið út úr ógöngunum að halda sér að Smók og hugsa aldrei neina hugsun. Þeir hefðu tæplega getað farið inn fyrir og horft á Jeffa og hljómsveitina leika. Smók hafði verið Jeffa þaulkunnugur alla æfi, og hann hafði aðgöngukort að Katta- klúbnum. Áður en tekizt hafði svona náinn kunningsksapur með Rikka og honum, hafði hann setið í sama bás og hljómsveitin í stað þess að hanga utanhúss, eins og hann gerði nú. Þetta komst eiginlega upp eitt sinn þegar Jeffi hafði lokið við einleik, að Rikki sneri sér að Smók, allur í uppnámi og spurði „hvernig lítur hann út, þessi náungi?" Þetta var ósköp eðlileg spurning. Ef los kemur á eitt skilningarvitið, hafa hin tilhneigingu til þess að fara af stað líka. Ég þori að fullyrða, að ekki hafi margir, til dæmis, hlustað á Lily Pons fara upp á háa C-ið, á grammófónplötu, án þess að leika forvitni á að vita, hvernig sú kona muni líta út, sem syngur þannig. Hugurinn hefur þennan hátt til að sam- stilla skilningarvitin. Þegar Rikki sneri sér ljómandi að Smók og spurði hvernig Jeffi liti úr, svaraði Smók: „O, hann er lagleg- asti náungi“, en lengi'a komst hann ekki, hvernig sem á því stóð. Hann ætlaði að fara að lýsa útliti hans, en eftir á að hyggja, hvernig getur svertingi lýst svert- ingja fyrir hvítum manni. Það er alltof erfitt. Smók sagði bara „laglegasti náungi“ aftur og lét þar við setja. Og Rikki skildi hvernig í öllu lá og fór að tala um músíkina. En hann fékk með eigin augum að sjá Jeffa sjálfan ekki löngu síðar. Hann og Smók voru vanir að fara niður af köss- unum og halda heim á leið um ellefu- leytið eða hálftólf. En eitt kvöld fylgdust þeir ekki með tímanum og vissu ekki fyrr en hljómsveitin var farin að spila „Home, Sweet Home" sem „one-step“ og klarinet- leikarinn ætlaði alveg að sleppa sér í ein- leiknum. Þeir voru þarna þangað til yfir lauk, jafnvel lengur, þangað til ljósið í glugganum fyrir ofan þá slokknaði og kviknaði síðan aftur, og þá voru hin ljósin slökkt eins og í fáti eða að sá sem var að ganga frá öllu eftir kvöldið, vissi ekki hvar slökkvarinn væri. Ljósið í bakglugganum var látið loga áfram, og síðan heyrðust raddir karlmanna, einlægar, talandi og hlæjandi, þó að þeir hlytu að vera stað- uppgefnir eftir erfiði kvöldsins. Smók og Rikki lögðu af stað heim. Smók sagði. „Skrambinn sjálfur, það lítur út fyrir að ég neyðist til að sofa hjá Búdda, úr því að ég kem svona seint heim“. Hann sagði, að hver sá sem síðastur kæmi heim, yrði óhjákvæmilega að sofa hjá Búdda. Og það væri nú hreint ekkert grín, ekki aldeil- is. Búddi væri óviðráðanlegur, svæfi í ein- um kuðung eins og ungbarn, væri aðeins sex ára og vaknaði því í dögum á hverjum morgni heldur skrítinn. Allir í húsinu heyrðu í honum, en sá sem svæfi hjá honum hefði óhljóðin beint inn í eyrað. Venjulega fengi Hinrik það hlutskipti, en sennilega ekki í kvöld. Þeir voru komnir nærri því á enda göt- unnar, þegar maður kom á harðahlaupum á eftir þeim, sneri sér við til að gjóta á þá auga í framhjáleiðinni, síðan stoppaði hann snögglega og sagði við Smók. „Heyrðu hvar hefur þú falið þig?“ Hann var lafmóður og þurrkaði sér í framan með vasaklút um leið og hann byrjaði að labba með þeim. Smók sagðist hafa verið að vinna og hefði ekki haft mikinn tíma til að litast um. Náunginn virtist ekki ætla að skilja við þá. Smók sagði: „Jeffi, ég leyfi mér að kynna þig fyrir Rikka". Jeffi og Rikki horfðust í augu yfir öxlina á Smók og sögðu hvor fyrir sig: „Það gleður mig að kynnast þér“. Mjög vel gert. Ótrúlega vel gert af Rikka hálfu. Það mundu ekki allir koma svona myndarlega fram, þegar þeir eru kynntir í fyrst sinni. Þeir héldu nú hópinn þrír. Jeffi blés af mæði og sagði ekki mikið, en Smók og 20 jU^J/J

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.