Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 4
I Hallur Símonarson: Í5LENZKIR H LJÓÐFÆRALEI KARAR Baldur Kristjánsson Baldur Kristjánsson er fæddur hér í Reykjavík 21. okt. 1922. Hann fékk fljótt áhuga fyrir tónlist og byrjaði kornungur að læra á píanó, og var Páll ísólfsson skólastjóri, einn af fyrstu kennurum hans. Síðar meir lærði Raldur einnig hjá tveim þekktum útlendingum, sem dvaljast hér á landi. Hjá Róbert Abraham lærði hann píanóleik og tónfræði og hjá Dr. Urbands- chitch lærði hann píanóleik og kontrapúnt. Að afloknu barnaskólanámi byrjaði Bald- ur í Verzlunarskóla íslands og stundaði hann þar nám í fjóra vetur. A skóladans- æfingum í Verzlunarskólanum byrjaði hann fyrst að leika dansmúsik opinberlega, og fljótlega eftir einnig í öðrum skólum og víðar. Sumarið 1939, eða þegar Baldur var 16 ára gamall, fór hann til Siglufjarðar og lék þar í hljómsveit, sem Óskar Cortes stóð fyrir. Óskar lék á fiðlu og klarinet, Baldur á píanó, og auk þeirra léku þar Stefán Þorleifsson, með harmóniku og tenór- saxafón og Þórhallur Stefánsson, með trommur. Um haustið snéri hann aftur til Reykjavíkur og settist í fjórða bekk Verzl- unarskólans, og lauk hann þaðan námi um vorið. En hugur hans hneigðist ekki að verzl unarstörfum, þó hann hefði lokið verzlunar- skólaprófi. Tónlistin lét hann ekki í friði og hann ákvað að gera hljóðfæraleik að atvinnu sinni. Um vorið fór Baidur á- samt Kjartani Runólfssyni til Akureyrar. Réðust þeir til að leika að Hótel Akureyri. Um sumarið léku þeir þar tveir, Baldur á píanó, en Kjartan á trommur, harmoniku og stundum einnig á trompet. Um haustið byrj- aði Jóhannes G. V. Þorsteinsson að leika með þeim og' lék hann á trompet. Eins og lesendum er kunnugt, þá lézt Jóhannes í Danmörku fyrir tæj)um tveim árum, og seg'ir Baldur, að Jóhannes hafi verið gædd- ui' einna mestri tóngáfu af öllum, sem hann hafi komizt í kynni við. Eftir ársdvöi á Akureyri, snéri Baldur hingað suður aftur og lék á ýmsum stöðum fram til 1944, er hann réðist til Þóris Jónssonar að Hótel Borg. Baldur lék að Hótel Borg í tæp þrjú ár, eða þangað til um haustið 1 !)46_. Þá vantaði hijómsveit í Tjarnarcafe og stofn- aði Baldur þá sína eigin hljómsveit og í'éð- ist þangað. Meðlimir þessarar fyrstu hljóm- svcitar hans voru, Karl Karlsson, trommur, og hefur Karl alltaf leikið hjá Baldri síð- an, Guðmundui' Vilbergsson, með trompet og harmóniku og Guðmundur Norðdal, með klarinet. Guðm. Norðdal hætti eftir nokkra mánuði og byrjaði Einar B. Waage þá að leika í hljómsveitinni og lék hann á altó- caxafón. Um haustið 1947 hættu svo bæði Einar og Guðm. Vilbergsson. Einar hóf kennsiu við Tónlistarskólann og hætti af þeim ástæðum, en Guðm. réði sig til Krist- jáns Kristjánssonar í K.K.-sextetinn. í þeirra stað réði Baldur til sín tvo menn, er höfðu leikið með honum oft áður, þá Þórhall Stefánsson með kontrabassa og 4 jjazdLU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.