Jazzblaðið - 01.10.1948, Page 5

Jazzblaðið - 01.10.1948, Page 5
Hljómsveit Baldurs: Baldur píanó, Stefán Þorleifsson tenór-sax, Vilhjálmur Guðjónsson altó-sax og klarinet, Maririó Guðmundsson trompet oy Karl Karlsson trommur. Stefán Þorleifssön, með tenór-sax og har- rnóniku. í byrjun ársins 1948 stækkaöi Baldnr hljómsveitina og réði Marinó Guðmundsson til sín, nieð trompet og' guitar. Síðasta breytingin á hljómsveitinni var svo í vor, cr Þórhallur Stefánsson hætti, en í hans stað kom Vilhjálmur Guðjónsson, með altó- saxafón og klarinet. Er hljómsveitin eins og hún er nú skipuð, tvímælalaust sú bezta, er Baldur hefur haft. Leika þeir prýðilegar útsetningar, og hefur Baldur útsett margar þeirra. Síðastliðin tvö ár hefur Baldur veriö að læra á wald-horn (franskt horn) hjá Wilhelm Lanzky Ottó. Byrjaði hann að læra á wald-liornið, með það fyrir augum að leika á það, síðar meir, í klassiskri músik. Einnig hefur hanil leikið klassiska músik mikið á píanó, og þá aðallega í veizlum í Tjarn- arcafe. Baldur hlustar mikið á plötur, eins og yfirleitt allir hljóðfæraleikarar gera. Mesta ánægju hefur liann af, að hlusta á góðar píanósólar og af jazz-píanistum finnst hon- um, hinn frægi píanóleikari og söngvari King Colc og' hinn blindi snillingur Art Tatum, beztir. Af hljómsveitum finnst hon- um, eins og flestum öðrum er ánægju hafa af jazz, hljómsveit Duke Ellingtons bezt og í stöðugri framför. Þeir hljóðfæraleikar- ar, sem á undanförnum árum hafa byrjað í hljómsveitinni, gefa hinum gömlu snilling- um ekkert eftir, og sumir skara langt fram úr, eins og t. d. trompetleikarinn Taft Jordan (bróðir Louis Jordan), bassaleikar- inn Oscar Pettiford, klarinetleikarinn Jimmy Hamilton og tenór-saxistinn A1 Sears. Af litlum hljómsveitum finnst Baldri, King Cole tríóið lang bezt, og þó að tveir af hinum gömlu meðlimum þess, 1-eir Oscar Moore og Johnny Miller séu nú hættir, megi alltaf finna góða menn í stað- inn, því Cole sjálfur hafi alltaf sett mest- an svip á tríóið. Hvað Be-bob viðvíkur á- lítur Baldur, að þeir sem leika Be-bob þurfi að hafa mikla tækni og vera „rhythmiskir" og ekki hvað sízt hugmyndaríkir. Be-bob cr að bans áliti stærsta sporið, sem hafi verið stigið til framþórunar góðs jazz. Að leika í Jam-Session er eitt það skemmtilegasta, sem Baldur gerir, enda koma þá vel í ljós hinir sérstæðu hæfileikar hans og mikla leikni. — H. S. jazzlUii 5

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.