Jazzblaðið - 01.10.1948, Page 6

Jazzblaðið - 01.10.1948, Page 6
fajahgc ^eihkatcft þýtt af Jóni Múla „Hvað tækninni viðvíkur kemst enginn jazz gítaristi í hálfkvist við hann. Hann hefur fullkomið vald á hljóðfæri sínu og leikur af ótrú- legum krafti. Sköpunargáfa hans er ekki síðui’ furðuleg og laglínur hans eru glitrandi og hrífandi. Maður finnur eldmóðinn brenna í hverjum tón“. — Hugues Panassie í The Real Jazz.— * Þegar Django Reinhardt var átján ára, varð hann fyrir slysi. Hann lenti í eldsvoða, og brenndist svo illa á vinstri hendi, að baugfingur og litli fingur gjöreyðilögðust. Það leit út fyrir að hann myndi aldrei framar leika á hljóðfæri. Sex árum síðar var hann kjörinn bezti gítarleik- arinn við atkvæðagreiðslu í franska jazz- klúbbnum. Hann stofnaði þá Quintett of the hot club of France, og tók að leika á plötur, sem jazzunnendur telja nú ómiss- andi í safni sínu. Þetta var árið 1935. Tveim árum síðar hafði kvintettinn haldið hljómleika í öllum stærstu borgum Norður- álfunnar. í dag er Django talinn mestur allra guitarleikara. Hann notar sérstæða fingrasetningu, visifingur og langatöng hafa mest að gera, en þar að auki bregður hann fyrir sig þumlinum og hnúunum. Þótt hann vanti tvo fingur, hefur hann hljóð- færið algjörlega á sínu valdi, og samhljóm- ar hans eru frumlegir og óvenjulegir. Reinhardt var í Bandaríkjunum vetur- inn 1946 til 1947 og fór þá í hljómleikaferð með Tluke Ellington. Vakti leikur hans alls staðar óhemju athygli og fögnuð, en hann lék meðal annars í Carnegie Hall og Óper- unni í Chicago. Auk þess lék hann svo í næturklúbbum New York borgar. Um vorið fór hann svo aftur til Frakklands til að vera viðstaddur er honum fæddist sonur í annað sinn. Jean Reinhardt (Django, af- því móður hans þótti það svo fallegt) fæddist fyrir 38 árum í sígauna kerru, sem var að skrönglast yfir landamæri Belgíu og Frakk- lands. Að sígauna sið lærði hann snemma að leika á fiðlu og hélt því áfram þar til hann lenti í eldsvoðanum. Hann kom í fyrsta sinn opinberlega fram á gangstétt nokkurri í úthverfi Parísar og fékk að launum nokkra smápeninga, sem örlátir vegfarendur fleygðu til hans. f dag er hann hálaunaður og fá færri en vildu tækifæri að heyra hann. Ef skemmtistaðirnir neita að boi'ga þá upj>- hæö er liann krefst, þá leikur hann bara frítt fyrir vegfarendur á gangstéttinni fyr- ir utan. Hann leikur eins og honum sjálf- um sýnist, og hefur alltaf neitað að taka nokkurn þátt í iðnaðarmúsikinni. Á stríðs- 6 #azdUit

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.