Jazzblaðið - 01.10.1948, Side 8
ÚR ÝM5UM ÁTTUM
Eftirleiðis verður þessi opna sérstaklega
tileinkuð áhugamálum lesenda. Þar verða
birt bréf þeirra og þeim svarað o. s. frv.
Einnig verða birtir sönglagatextar, en lát-
ið okkur vita hvaða texta þið viljið helzt
fá birta og verður þá farið eftir því. Mun-
ið nú að nota þetta tækifæri og sendið
blaðinu línu hið fyrsta. Bréfin verða birt
og þeim svarað í þeirri röð, sem þau berast.
Að þessu sinni verðum við að óskum
fjölmargra, sem æskt hafa upplýsinga um
viðhald og hreinsun hljómplatna og birtum
greinarkorn um slíkt.
Plötuhirðing.
Þegar þú hefur komið þér upp plötusafni
ríður á, að hirða vel um það. Ef þú átt
yfir fjögur hundruð plötur er nauðsynlegt
að gera lista yfir þær og skrifa plöturnar
niður í stafrófsröð. Sumir raða þeim niður
eftir hljómsveitum og aðrir eftir merkjum,
]i. e. a. s. Decca plötur væru á einum staðn-
um og Victor plötur á öðrum, o. s. frv. En
ejgir ])ú færri en fjögur hundruð plötur
er nóg að hafa þær í albúmum og hefur
þá hver hljómsveit sitt albúm. Gott væri
að líma miða með nafni hljómsveitarinnar
á kjöl albúmsins. Flestir plötusafnarar
hafa hverja einstaka plötu í umslagi úr
þykkum stífum pappír og fást þessi ums-
lög stundum í plötuverzlunum. Heppilegast
væri að hafa plöturnar, sem hafðar eru í
umslögunum í hillum. Þá er hægt að ganga
að þeim vísum hvenær sem er. Til að plöt-
urnar vindist ekki þurfa að vera hólf í
hillunum með 10—15 cm. millibili.
Hvað því viðvíkur að leika plöturnar, er
ekki hvað þýðingarminnst hvernig nálar
á að nota. Mjög auðvelt er að koma af staö
hörkuriflildi í hópi plötusafnara með því
að fitja upp á þessu málefni. En hvað sem
öllum nálum viðvíkur, þá er mjög áríð-
andi að „pick-upinn“ eða hljóðdósin og
hljóðdósararmurinn vegi sem allra minnst,
og cíðan má nota „rnjúkar" stólnálar eða
safír eða kaktusnálar. Sumir nota demants-
nálar í léttum pick-up og’ hefur það gefist
vel. Stálnálarnar ganga mest úr sér, en gefa
nokkuð jafnan hljóm. Kaktusnálarnar fara
bezt með plöturnar, en eru óþægilegar í
meðförum og þarf ætíð að halda þeim vel
yddum.
Margar hinna sjaldgæfari, eldri platna
eru mikið úr sér gengnar og slitnar. Eigir
þú einhverjar, sem þannig líta út, þá skaltu
bera á þær með góðum húsgagnaáburði og
nota til þess mjúkan klút. Auk þess sem
áburðurinn hreinsar mikið af riki og ó-
hreinindum úr skorunum, hjálpar hann nál-
inni til að fara dýpra þegar platan er
leikin.
Þegar plötur springa eða brotna, er hægt
að líma þær saman með sterku Hmi, t. d.
lími, scm notað er við smíði flugvélaÞ'kana.
Þurfir þú að senda eða ferðast með plötur,
er nauðsynlegt að ganga vel frá þeim. Þær
skulu lagðar flatar, og hafa skal þykkt
pappaspjald á milli hverrar plotu. Spjöld
þessi er hægur vandi að fá í plötuverzlun-
um og eins pappakassa til að láta plöturnar
í. Síðan skaltu loka kassanum með teigju-
bandi, en ekki snæri, því plötunum er hætt
við að brotna þegar það er hert utan um
kassann.
Eftirfarandi bréf hafa nýlega borist
blaðinu:
Til Jazzblaðsins.
Vinsamlegant </efið mér einkverjar upp-
lýsingar um ævi og starf Fletcker Hend-
erson.
Með fyrirfram þökk,
Jón Þorst,