Jazzblaðið - 01.10.1948, Side 14

Jazzblaðið - 01.10.1948, Side 14
hinn gulini jajj kaliforníu eítir king cole Það var Sólskinsríkið, sem fyrst hafði King Cole tríóið innsta kopp í búri. Lofið mér samt að taka það fram, að ég held ekki að Kalifornía sé jazzvagga veraldarinnar. Eg álít Chicago vera það, en þá er ég kannski hlutdrægur, með því að ég byrjaði þar áður en ég fór til Kaliforníu. En það sem m:g langar til að segja um Kaliforníujazzinn er það, að hann bergmál- ar anda Kaliforníu. Hann er fullur af dirfsku og frumleik. Hann er einlægur og viðkvæmur en hreinasta list með leiftur í hljómnum, oft spennandi frumlegur. Kali- forníujazzinn er kannski ekki mestur í heimi, en hann lætur samt ekki að sér hæða. Enn'fremur hafa margir miklir tónlistar- menn komið þaðan, og enn fleiri sem flutzt hafa þangað vegna ágætra aðstæðna og hins dásamlega veðurfars (að ég nú ekki nefni það sem hægt er að raka þar saman ef maður kemst í rétta klíku hjá kvik- myndakóngunum). Lítum aftur í tímann á jazzinn. Það get- ur verið að hann hafi byrjað í New Orleans, og hann hefur áreiðanlega mikið af upp- runa sínum frá Suðurríkjunum, en fyrsta borgin sem gat fjárhagslega stutt hina flakkandi syni jazzins, tónlistarmennina, var Chicago. Lítum bara á allar þær hinar miklu danshljómsveitir, sem ólust upp í Chicago. Auðvitað dettur mér alltaf í hug Armstrong, sem helzta dæmið. Eftir að jazzinn hafði markað sín spor þar, hélt hann til New York. Hvers vegna? Gull, maður! Gull! Fólksfjöldinn var í New York, pening- arnir voru í New York, og tónlistarmenn- irnir hafa, með fáum undantekningum, ver- ið furðu þefvísir á peninga. Seinna kom Kalifornía í framlínu með fólksfjölda og peninga. Fólk, peningar, eft- irspurn eftir hæfileikum, að viðbættu hinu dásamlega sólskini Kaliforníu og öllum appelsínusafanum, sem hægt var að fá fyr- ir fimm aura. Og hvert fóru þó tónlistar- mennirnir? Þið eigið kollgátuna. Þeir fóru til Kali- forníu. Það er ekki trú mín, að áheyrendur séu ginkeyptari í Kaliforníu en á Austurströnd- inni, en þeir virðast vera síður íhaldsamir, fúsari til að ljá eyra skrítnum hljóðum, sem heita mega torskilin. Þeir klappa manni lof í lófa eftir góðan einleik. Það er sami andinn sem stendur á bak við hljómleikana undir stjörnuhimni í „Hollywood Bowl“, sami andinn sem byggir hvítan kalkofa með rauðu tíglaþaki. Kalifornía gaf okkur tækifæri til að sanna okkur. Þar var líka Stan Kenton gefið tækifæri. Stan kom fram með hug- mynd í Kaliforníu — það var allt og sumt. f dag er hann einn af helztu jazzhljóm- sveitarstjórum Bandaríkjanna, eins og við öll vitum. Og munum eftir því, að New York vísaði Stan á bug, þegar hann kom þangað fyrst frá Hollywood. Þið hafið líka séð viðtökurnar, sem Boyd Raeburn, Benny Carter, Errol Garner og Eddie Heywood hafa fengið á Vesturströnd- 14

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.