Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 14
A D L I 11 cftir Svavcu- Qcds í fcbrúarheftinu var lofað nýjum dálk- um á næstunni. Harmonikusíðan var einn þeirra og hérna kemur annar. Ég ætla að reyna að tína eitthvað til í hverjum mán- uði og skrifa um hér. Efni sem eiginlega á ekki heima annars staðar í blaðinu, hvorki í fréttum né fræði- eða skemmtigreinum. Margir hafa mælzt til þess, að ég skrifaði eitthvað um söng Þorkels Johannessonar trompetleikara í hljómsv. Kai'ls Jónatans- sonar. Hljómsv. lék í útvarpið 2. ágúst og söng Þorkell þá lagið „On the sunny side of the street“. Ég er satt að segja í vanda staddur. Þorkell er góður kunningi minn og þykir mér sárt að þurfa að segja, að önnur eins endaleysa og hann lét frá sér fara þetta kvöld, held ég að hafi aldrei heyrst í neinu útvarpi, og er þá mikið sagt, því alir vita hvað íslenzka útvarpið hefur verið dásamlega skemmtilegt. Þorkell er á góðum vegi með að verða ágætur trompet- leikari og er mikill skaði að þetta skyldi hafa skeð. Ekki einungis fyrir hann, held- ur fyrir jazzinn, og íslenzka hljóðfæraleik- ara, sem eru að gera sitt bezta til að kynna hina ungu list hér heima. Mótspyrnan er nógu mikil, þó að einn úr hópi okkar fari ekki að troða upp með annað eins og þetta. Veslings fólkið, sem lítið þekkir inn á svona nokkuð, heldur þetta jazz og eins og gefur að skilja, líkar því ekki við svona jazz og fordæmir svo allt sem jazz heitir frá og með þeim degi. — Nei Þrokell, eigum við ekki að halda okkur aðeins og eingöngu við trompetinn. — Hljómsveit sú, er lék í sumarleyfi Borgar- hljómsveitarinnar var undir stjórn Krist- jáns Kristjánssonar. Hljómsveitin lék í þrjár vikur og á þeim tíma voru sjö píanó- leikarar í henni. Magnús Pétursson byrj- aði, síðan kom Carl Billich, Jón Óskar, Hafliði Jónsson og Kristján Magnússon citt kvöld hver og svo Árni Elvar og Bald- ur Böðvarsson með tvö kvöld hvor. Svo eru menn að segja, að ekki séu til píanóleikar- ar í Reykjavík. Kristján Magnússon, sem lék áður hjá Bjössa í Búðinni og K.K.- sext. hefur ekkert leikið í heilt ár. Hann er æfingalaus, þar sem hann hef- ur unnið allt aðra vinnu. En þar er piltur, sem gæti orð- ið góður píanöleik- ari. Baldur er bróð- ir Bjarna og er hann stærstur allra hljóð- færaleikara hér á landi (fslandsmet, per- sónulegt met og nýtt vallarmet). Hann hef- ur nú samt lítið fengizt við hljóðfæraleik undanfarið, en er ágætur píanóleikari, og eins og Bjarni, leikur hann einnig á bassa og harmoniku. Hann var í hljómsveitinni, sem byrjaði fyrst í Breiðfirðingabúð (Nei, Bjössi byrjaði þar ekki) og lék þar í mán- uð, síðan tók Björn við. Hafliði var þar á píanó, Baldur á bassa og K. K. og ofan- ritaður með sín verkfæri. Gunnar Egilson klarinetleikari er nú að hugsa um að fara að leika dansmúsik. Hann lifir sem sé ekki á því að halda sér eingöngu við ldassískina. Vonandi rætist nú sá draumur hans samt bráðum. En þó varla fyrr en okkur skiln- ingsgóðu alþingismenn afgreiða styrkinn til tiivonandi symfóníuhljómsveitar, hvenær sem það verður. Skildu þessir ágætu þing- menn annars ekki vita, að hér í bænum er iúðrasveit, sem nýtur allvcrulegs styrkjar frá ríki og bæ, en músikin, sem hún lætur frá sér fara, hafið þið hlustað á hana? Ef svo er ekki, þá er nóg að segja, að hún kemur stundum fram í íslenzka útvarpinu, Framh. á bls. 20. 14 JazzttaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.