Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 25

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 25
Hjörii breytir til Tvær mikilvægar breytingar hafa átt sér stað í hljómsveit Björns R. Einarssonar í sumar. Axel Kristjánsson, sem leikið hefur á guitar í hljómsveitinni allt.frá stofnun hennar, er byrjaður með kontrabassa og Ólafur Gaukur hefur komið inn í hljóm- sveitina, sem sjötti maður, með guitar. Skip- un hljómsveitarinnar eins og hún er (sjá efri röð myndanna) með Axel á bassa, Birni á trombón, Árna Elvar píanó, (neðri röð) Gauk á guitar, Guðmundi R. trommur og Gunnari Ormslev tenór-sax, er sú bezta sem Björn hefur haft á að skipa og má mjög mikils vænta af hljómsveitinni. Fjög- ur rhythma-hljóðfæri hefur löngum verið draumur Björns og ekki skemmir það, að guitarinn getur leikið raddað með blásturs- hljóðfærunum og sólóar ekki af lakari end- anum. Björn leikur einnig á harmoniku eins og kunnugt er og Ormslev er að æfa sig á klarinet, svo að þeir geta náð góðum hljómi með því að láta harmoniku, klarinet og guitar leika raddað. Möguleikar hljóm- sveitarinnar virðast sem sé vera ótakmark- aðir. Björn, Gaukur og Gunnar syngja all- ir og svo er ekki annað en að bæta Guð- mundi við, þá hafa þeir einnig söngkvartet. Björn hefur tjáð mér, að þeir hafi mikinn áhuga fyrir að gera sönginn að föstum iið í hljómsveitinni, en sem komið hefur Breið- firðingabúð ekki leyft sér það „óhóf“ að kaupa hljóðnema og tilheyrandi svo að sam- komuhúsið verður því miður að teljast í lægri „klassa“ en önnur samkomuhús hér í bæ, og- söngurinn að bíða að sinni. Vera má að hljómsveitin haldi hljómleika upp úr næstu áramótum, og segir Björn að það verði áreiðanlega ef þeir geti útvegað sér góðar útsetningar erlendis frá. S. G. $az:LUi& 25

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.